Ekkert mál Magnús Guðmundsson skrifar 4. janúar 2017 07:00 Það hafa eflaust margir strengt einhver heit um áramótin. Valið sér leið til betrunar með heitstrengingum eins og að hreyfa sig meira, léttast einhver heil ósköp, hætta að reykja, segja skilið við flöskuna, eyða minni tíma í símanum og tölvunni eða bara að vera almennt í betra skapi, brosa meira og bæta sig að öllu leyti. Allt er þetta gott og blessað og vonandi gengur öllum vel með að halda sín heit og feta sig til betra lífs. En á tímamótum sem þessum þegar „árið er liðið í aldanna skaut“ þá er líka gott að horfa til þess sem við eigum öll sameiginlega. Þess sem við deilum frá morgni til kvölds í svefni sem vöku eins og til að mynda íslenskunnar. Þessa litla brothætta tungumáls sem gerir okkur að þjóð og heldur utan um sögu okkar og arfleifð í gegnum aldirnar. Gerir okkur kleift að skilja þessa sögu og læra af henni, að tjá hugsanir okkar, skoðanir og tilfinningar með orðum sem við eigum saman og berum öll ábyrgð á. Ábyrgð sem við getum ekki alfarið hent í hausinn á stjórnmálamönnum eða lagt á herðar skálda því sem þjóð þurfum við á þessu tungumáli að halda. Þess vegna skiptir öllu máli hvernig við umgöngumst þessa ómetanlegu sameign. Hvernig við ræktum hana og hlúum að henni í amstri hversdagsins. Og það er alls ekki eins og það sé ekkert mál. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu á nýarásdag fyrir framlag til íslenskra málvísinda og forystu á sviði máltækni. Þessi viðurkenning er gleðileg þar sem í henni er viðurkenning á mikilvægi þess starfs sem Eiríkur hefur unnið á síðustu áratugum. En Eiríkur hefur verið í forystu á meðal íslenskra málvísindamanna í að tala fyrir mikilvægi þess að við bregðumst við stöðugt vaxandi notkun á ensku málumhverfi í tækni sem við flest notum frá degi til dags. Þess er líka óskandi að ráðamenn láti þetta til sín taka og að gripið verði til margfalt öflugri aðgerða en verið hefur á liðnum árum og áratugum. Þar verða á ferðinni aðgerðir sem munu, eins og Eiríkur hefur bent á, bæði kosta fé og taka tíma. Það er því mikilvægt fyrir okkur öll, almenning sem og ráðamenn, að beina einnig sjónum okkar að því hvað er hægt að gera til þess að efla íslenskuna og það strax. Á meðal þess sem kemur upp í hugann er afnám virðisaukaskatts á bækur, aukið fjármagn til bókasafna, efling kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerðar, bætt aðgengi að leikhúsi og menningu á grundvelli efnahags svo eitthvað sé nefnt. Allt aðgerðir sem þurfa ekki að kosta mikla peninga þegar upp er staðið, vegna þess að slíkar aðgerðir geta skilað sér margfalt til baka bæði í bættri stöðu íslenskunnar og svo í beinhörðum peningum í formi skattgreiðslna. Auk alls þessa þá getum við líka einfaldlega vandað okkur meira. Lagt okkur fram um að vanda mál okkar og framsetningu þess frá degi til dags. Hvort sem er á samfélagsmiðlum, í fjölmiðlum eða daglegu máli þá stendur það fyrst og síðast upp á okkur, notendur íslenskunnar, að ganga um tungumálið af virðingu og væntumþykju. Án þess er hætt við því að áður en við getum snúið okkur við þá verði íslenskan ekkert mál lengur heldur aðeins heimild um veröld sem var.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. janúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Það hafa eflaust margir strengt einhver heit um áramótin. Valið sér leið til betrunar með heitstrengingum eins og að hreyfa sig meira, léttast einhver heil ósköp, hætta að reykja, segja skilið við flöskuna, eyða minni tíma í símanum og tölvunni eða bara að vera almennt í betra skapi, brosa meira og bæta sig að öllu leyti. Allt er þetta gott og blessað og vonandi gengur öllum vel með að halda sín heit og feta sig til betra lífs. En á tímamótum sem þessum þegar „árið er liðið í aldanna skaut“ þá er líka gott að horfa til þess sem við eigum öll sameiginlega. Þess sem við deilum frá morgni til kvölds í svefni sem vöku eins og til að mynda íslenskunnar. Þessa litla brothætta tungumáls sem gerir okkur að þjóð og heldur utan um sögu okkar og arfleifð í gegnum aldirnar. Gerir okkur kleift að skilja þessa sögu og læra af henni, að tjá hugsanir okkar, skoðanir og tilfinningar með orðum sem við eigum saman og berum öll ábyrgð á. Ábyrgð sem við getum ekki alfarið hent í hausinn á stjórnmálamönnum eða lagt á herðar skálda því sem þjóð þurfum við á þessu tungumáli að halda. Þess vegna skiptir öllu máli hvernig við umgöngumst þessa ómetanlegu sameign. Hvernig við ræktum hana og hlúum að henni í amstri hversdagsins. Og það er alls ekki eins og það sé ekkert mál. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu á nýarásdag fyrir framlag til íslenskra málvísinda og forystu á sviði máltækni. Þessi viðurkenning er gleðileg þar sem í henni er viðurkenning á mikilvægi þess starfs sem Eiríkur hefur unnið á síðustu áratugum. En Eiríkur hefur verið í forystu á meðal íslenskra málvísindamanna í að tala fyrir mikilvægi þess að við bregðumst við stöðugt vaxandi notkun á ensku málumhverfi í tækni sem við flest notum frá degi til dags. Þess er líka óskandi að ráðamenn láti þetta til sín taka og að gripið verði til margfalt öflugri aðgerða en verið hefur á liðnum árum og áratugum. Þar verða á ferðinni aðgerðir sem munu, eins og Eiríkur hefur bent á, bæði kosta fé og taka tíma. Það er því mikilvægt fyrir okkur öll, almenning sem og ráðamenn, að beina einnig sjónum okkar að því hvað er hægt að gera til þess að efla íslenskuna og það strax. Á meðal þess sem kemur upp í hugann er afnám virðisaukaskatts á bækur, aukið fjármagn til bókasafna, efling kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerðar, bætt aðgengi að leikhúsi og menningu á grundvelli efnahags svo eitthvað sé nefnt. Allt aðgerðir sem þurfa ekki að kosta mikla peninga þegar upp er staðið, vegna þess að slíkar aðgerðir geta skilað sér margfalt til baka bæði í bættri stöðu íslenskunnar og svo í beinhörðum peningum í formi skattgreiðslna. Auk alls þessa þá getum við líka einfaldlega vandað okkur meira. Lagt okkur fram um að vanda mál okkar og framsetningu þess frá degi til dags. Hvort sem er á samfélagsmiðlum, í fjölmiðlum eða daglegu máli þá stendur það fyrst og síðast upp á okkur, notendur íslenskunnar, að ganga um tungumálið af virðingu og væntumþykju. Án þess er hætt við því að áður en við getum snúið okkur við þá verði íslenskan ekkert mál lengur heldur aðeins heimild um veröld sem var.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. janúar.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun