Lífið

Beyoncé heiðrar Lil'Kim á hrekkjavökunni

Þórdís Valsdóttir skrifar
Beyoncé er oft kölluð Queen B.
Beyoncé er oft kölluð Queen B. Vísir/Getty
Tónlistarkonan Beyoncé skartaði svo mikið sem fimm búningum á hrekkjavökunni, en þeir voru allir virðingavottar við tónlistarkonuna Lil'Kim.

Beyoncé birti myndir af öllum búningunum á Instagram síðu sinni og nær hún merkilega vel að stæla Lil'Kim. 

„Hip-hopið væri ekki eins án hinnar upprunalegu Queen B," segir Beyoncé á Instagram en hún sjálf hefur lengi verið kölluð Queen B.

 
A post shared by Beyoncé (@beyonce) on Nov 3, 2017 at 4:59pm PDT

Beyoncé og eiginmaður hennar Jay-Z mættu saman í hrekkjavökupartý og þar var Beyoncé í gervi Lil'Kim í tónlistarmyndbandinu The Rain (Supa Dupa Fly) sem tónlistarkonan Missy Elliott gaf út. Jay-Z var í gervi rapparans Biggie Smalls.

A post shared by Beyoncé (@beyonce) on






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.