Úr Stanford í Kísildalinn Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 4. nóvember 2017 11:00 Líney þakkar góðri undirstöðu í einkaskólum í Evrópu góðan árangur sinn í námi og starfi. Visir/Ernir Líney Arnórsdóttir er í stuttu fríi heima á Íslandi. Hún er þrjátíu og tveggja ára gömul, býr í San Fransisco, nánar tiltekið í Kísildalnum, og starfar hjá frumkvöðlafyrirtækinu Pocket Games. Námsferill Líneyjar er glæsilegur. Hún þakkar það góðri undirstöðu í æsku. Hún naut skólagöngu víða um heim. Foreldrar hennar eru Guðrún Matthíasdóttir og Arnór Sigurjónsson, starfsmaður utanríkisráðuneytisins. „Við fluttum oft þegar ég var lítil. Ég flutti fyrst út þriggja ára gömul. Átta ára gömul til Bandaríkjanna. Þrettán ára gömul til Brussel í Belgíu. Ég held það hafi hjálpað mér mikið að fá að stunda nám við góða einkaskóla í Evrópu, sá í Brussel var einn sá allra besti. Þar var nám á háu stigi og ég lærði að taka nám alvarlega. Að kunna að meta það sem mér bauðst og oft voru kennararnir á heimsmælikvarða,“ segir Líney.Fékk fullan námsstyrk Líney flutti heim sextán ára gömul. „Ég var langt á undan jafnöldrum mínum á Íslandi í námi. Ég hóf nám á alþjóðabraut í Menntaskólanum við Hamrahlíð og útskrifaðist á tveimur árum, sautján ára gömul. Ég tók mér leyfi frá námi eftir útskriftina en skráði mig svo seinna í sálfræði við Háskóla Íslands. Þaðan útskrifaðist ég semidúx árið 2007,“ segir Líney og rekur skólagöngu sína hér á landi. Líney fór í vísindaferð ásamt fleiri nemendum í sálfræði í sendiráð Bandaríkjanna. „Þar heyrði ég útundan mér af styrkveitingu í boði til náms í Bandaríkjunum. Mig dreymdi um að búa og starfa í Bandaríkjunum svo ég vatt mér í sendiráðið og sótti um styrk til náms við Háskólann í Miami. Það kom mér á óvart þegar ég fékk styrkinn að hann reyndist fullur námsstyrkur til tveggja ára,“ segir Líney, sem segist hafa pakkað föggum sínum niður í snatri og flutt út. „Ég hafði mánuð til að flytja til Bandaríkjanna og hefja nám við skólann. Svo ég þurfti að vera snör í snúningum,“ segir Líney.Heim í hruninu „Ég stundaði nám í almannatengslum við Háskólann í Miami og gekk afar vel. Ég kenndi við skólann og varð dúx. Mér líkaði vel í skólanum en gat ekki hugsað mér að búa þar áfram. Það er oft glíma, annað hvort líkar mér skólinn eða vinnustaðurinn eða borgin sem ég bý í. Það hefur alltof sjaldan farið saman,“ segir Líney. „Það hefur alltaf verið draumur minn að búa í New York. Þess vegna ákvað ég að keppa um stöðu hjá einu stærsta almannatengslafyrirtæki heims, Ketchum í New York. Ég var ein tíu nýútskrifaðra sem kepptu um starfið. Reynslutíminn var tíu vikur. Ég hlaut starfið en þá kom babb í bátinn. Þetta var nefnilega árið 2010. Hrunið lék Bandaríkjamenn illa og Obama hafði stöðvað útgáfu atvinnuleyfa. Það fór því þannig að þótt ég hefði lagt allt þetta á mig og fengið starfið þurfti ég að snúa aftur heim til Íslands,“ segir Líney frá. „Hingað var ég komin í gríðarlega erfitt atvinnuástand. Nýbúin að landa draumastarfinu en föst, atvinnulaus á Íslandi. Ég tók að mér öll þau verkefni sem mér buðust. Ég tók að mér verkefni fyrir Útflutningsráð og fyrir Útón. Ég gafst hins vegar ekki upp á New York. Ég sannfærði yfirmenn mína hjá Ketchum um að ráða sér lögfræðinga og ná atvinnuleyfinu fyrir mig. Það hófst og ég flutti aftur út,“ segir Líney frá. Hún starfaði hjá Ketchum í þrjú ár. Henni líkaði vel að búa í borginni. Segir það henta sér vel að búa í stórborgum þar sem er fjöldi fólks með ólíkan bakgrunn. Þannig skeri hún sig ekki sérstaklega úr hópnum. Er hvorki heimamaður né aðkomumaður. „Í þetta sinn var það vinnustaðurinn sem hentaði mér ekki. Ég ákvað að flytja aftur heim. Þá hafði Útflutningsráð orðið að Íslandsstofu. Mörg spennandi verkefni sem þau unnu að, svo sem Inspired by Iceland og fleiri. Þau höfðu reglulega samband við mig út og spurðu mig hvort ég vildi koma heim að vinna fyrir þau. Einn daginn sló ég bara til,“ segir Líney frá.Ég og frændi minn Oddur Sturluson fyrir framan skólann.Lærði öll kvöld og helgar Á Íslandsstofu fékk hún umsjón með umfjöllun um Ísland og varð einnig tengiliður við Norður-Ameríku. „Ég ákvað að læra tungumálið og kynnast upprunalandinu betur. Ég hafði aldrei búið lengi á Íslandi sem fullorðin manneskja og fann fljótt fyrir óþreyju að komast aftur út í stærra samfélag. Það var samt ótrúlega góð og skemmtileg reynsla að starfa hér,“ segir hún frá. Hugmyndin að því að sækja um í MBA nám við Stanford Graduate School of Business kviknaði. Hún einsetti sér að hljóta inngöngu og setti allt kapp á það. Aðeins fjórir Íslendingar hafa hlotið inngöngu í námið. Líney varð fyrsta konan til að komast í skólann. „Ég er ekki með þennan dæmigerða bakgrunn sem fólk hefur sem tekið er inn í skólann, viðskiptafræði eða hagfræði. Fram undan var inntökupróf og ritgerðaskrif. Ég læsti mig inni um kvöld og helgar og lærði stíft – í marga mánuði. Fjölskyldan hélt ég væri að missa vitið. En ég tók prófið og fékk nógu háa einkunn og fékk að halda áfram í ferlinu. Ég skrifaði ritgerðirnar og skilaði þeim. Fékk svo loksins tölvupóst um að ég hefði komist í viðtal,“ segir Líney um ferlið.Fékk hjálp við kostnað „Mér var sagt að því miður væri enginn á Íslandi tiltækur til að taka viðtalið við mig. En ef ég væri fyrir tilviljun í London tveimur dögum seinna, þá væri hægt að taka það þar. Ég lét sem það væri einmitt svo. Ég væri einmitt fyrir algjöra tilviljun stödd í London eftir tvo daga. Þvílík heppni,“ segir Líney og hlær því hún pantaði sér flug til London strax eftir að símtalinu lauk. „Viðtalið fór fram á British Museum. Þangað kom aðvífandi bankagaur frá New York í síðum frakka. Þetta var bara eins og atriði í James Bond mynd. Ég fór til Íslands daginn eftir og beið eftir símtali, ég missti reyndar næstum af því. En svarið var já! Ég komst inn.“ Líney komst fljótlega að því að hún myndi ekki þurfa að hafa miklar áhyggjur af kostnaði við námið. „Ef þeir sem komast inn í skólann þurfa á styrkjum að halda til að klára námið, þá fást þeir. Þeir vilja halda í það fólk sem velst inn í skólann. Ég ræddi við tvo af þeim Íslendingum sem komust inn í námið til að fræðast um þetta og fleira.“Útskrift fagnað.Condoleezza Rice kenndi Námið í skólanum var ævintýralegt að sögn Líneyjar. Hún naut leiðsagnar heimsþekktra fyrirlesara og kennara. „Condoleezza Rice kenndi mér á fyrsta árinu. Mér fannst gaman að segja pabba frá því. Þá kenndu mér Steve Ballmer, framkvæmdastjóri Microsoft, og Evan Spiegel, framkvæmdastjóri Snapchat. Þetta var góður tími, segir Líney frá. Hún segir kostnaðinn ekki hafa sligað sig. „Mér var hjálpað mikið, skólagjöldin voru ekki sligandi en maður lifir svolítið hátt í kringum þessa krakka. Þurfti að ferðast út um allt. Það var kostnaður sem ég þurfti að standa undir,“ nefnir hún.Íslendingar í Kísildalnum Líney útskrifaðist frá Stanford síðasta sumar og hefur síðan unnið í tæknigeiranum í Kísildalnum hjá frumkvöðlafyrirtækinu Pocket Games. „Þetta er tölvuleikjafyrirtæki sem sér um markaðssetningu á leikjum fyrir fræga fólkið. Ég hef verið að vinna með Dolan tvíburunum sem yngri kynslóðin þekkir vel. Það er mjög spes að semja við sextán ára gaura, þeir vita alveg hvað þeir vilja. Ég hef líka unnið með leikkonunum úr Pretty Little Liars og fyrir Demi Lovato. Pocket Games telst lítið fyrirtæki í Kísildalnum, þar starfa um 300 manns. Það er svolítið fyndið að þar erum við fjórir Íslendingar. Ekkert okkar þekktist áður. Það er merkilegt vegna þess að í öllum dalnum eru í mesta lagi 20 Íslendingar. Við erum fá hér. Það er oft hent gaman að þessu í fyrirtækinu. Íslendingarnir eru að taka yfir!“ segir Líney og hlær.Engin kvennaklósett Fréttir af kynjahalla í Kísildalnum, áreitni og mismunun fara ekki fram hjá neinum. Hvernig horfir þetta við Líneyju? „Það er staðreynd að það hallar á konur hér þó að það fari svolítið eftir iðnaði hversu mikið. Í tilteknum greinum hér, til dæmis áhættufjárfestingum, eru nærri engar konur. Við fórum í slík fyrirtæki nýverið. Í sumum þeirra er ekki einu sinni kvennaklósett. Þar starfa bara karlar og þar er mikil karlamenning. Þá eru í stétt verkfræðinga hér mest karlar. En það hefur orðið mikil vakning í kjölfar umræðu og frétta af ástandinu hér. Maður finnur fyrir baráttunni og því að þetta er að koma meira upp á yfirborðið. Það er mikil viðleitni til þess að fjölga konum í áhrifastöðum í Kísildalnum en líka fjölbreytni almennt.“Á setti þáttanna Pretty Little Liars með Keegan Allen og Janell Parish.Gjörbreytt líf Líney hefur innsýn í það hvernig heimurinn þróast hjá ungu fólki. Hún segir ótrúlegar breytingar hafa átt sér stað á örfáum árum. „Deilihagkerfið er að stækka. Það tekur enginn leigubíl lengur, það er bara Uber. Það fer enginn óvart á góðan veitingastað. Það nota allir öpp á borð við Yelp til að tékka áður en það er farið út að borða. Við gerðum könnun í vinnunni og komumst að því að 13-14 ára stúlkur, nítján prósent þeirra tékkar á símanum sínum í sturtu! Það er rosalegt. Svo horfir okkar kynslóð bara ekki á sjónvarpið lengur. Ef fólk horfir á eitthvað, þá er það Netflix. Við eyðum helmingi tíma okkar á samfélagsmiðlum og í öppum. Þetta eru gjörbreyttir tímar sem einkennast af miklum framförum og breytingum. Eldri kynslóðir eiga bágt með að ná utan um þetta. Þetta eru að minnsta kosti afar áhugaverðir tímar í markaðssetningu hvað sem þessar breytingar þýða fyrir samfélagið í heild,“ segir Líney. Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Sjá meira
Líney Arnórsdóttir er í stuttu fríi heima á Íslandi. Hún er þrjátíu og tveggja ára gömul, býr í San Fransisco, nánar tiltekið í Kísildalnum, og starfar hjá frumkvöðlafyrirtækinu Pocket Games. Námsferill Líneyjar er glæsilegur. Hún þakkar það góðri undirstöðu í æsku. Hún naut skólagöngu víða um heim. Foreldrar hennar eru Guðrún Matthíasdóttir og Arnór Sigurjónsson, starfsmaður utanríkisráðuneytisins. „Við fluttum oft þegar ég var lítil. Ég flutti fyrst út þriggja ára gömul. Átta ára gömul til Bandaríkjanna. Þrettán ára gömul til Brussel í Belgíu. Ég held það hafi hjálpað mér mikið að fá að stunda nám við góða einkaskóla í Evrópu, sá í Brussel var einn sá allra besti. Þar var nám á háu stigi og ég lærði að taka nám alvarlega. Að kunna að meta það sem mér bauðst og oft voru kennararnir á heimsmælikvarða,“ segir Líney.Fékk fullan námsstyrk Líney flutti heim sextán ára gömul. „Ég var langt á undan jafnöldrum mínum á Íslandi í námi. Ég hóf nám á alþjóðabraut í Menntaskólanum við Hamrahlíð og útskrifaðist á tveimur árum, sautján ára gömul. Ég tók mér leyfi frá námi eftir útskriftina en skráði mig svo seinna í sálfræði við Háskóla Íslands. Þaðan útskrifaðist ég semidúx árið 2007,“ segir Líney og rekur skólagöngu sína hér á landi. Líney fór í vísindaferð ásamt fleiri nemendum í sálfræði í sendiráð Bandaríkjanna. „Þar heyrði ég útundan mér af styrkveitingu í boði til náms í Bandaríkjunum. Mig dreymdi um að búa og starfa í Bandaríkjunum svo ég vatt mér í sendiráðið og sótti um styrk til náms við Háskólann í Miami. Það kom mér á óvart þegar ég fékk styrkinn að hann reyndist fullur námsstyrkur til tveggja ára,“ segir Líney, sem segist hafa pakkað föggum sínum niður í snatri og flutt út. „Ég hafði mánuð til að flytja til Bandaríkjanna og hefja nám við skólann. Svo ég þurfti að vera snör í snúningum,“ segir Líney.Heim í hruninu „Ég stundaði nám í almannatengslum við Háskólann í Miami og gekk afar vel. Ég kenndi við skólann og varð dúx. Mér líkaði vel í skólanum en gat ekki hugsað mér að búa þar áfram. Það er oft glíma, annað hvort líkar mér skólinn eða vinnustaðurinn eða borgin sem ég bý í. Það hefur alltof sjaldan farið saman,“ segir Líney. „Það hefur alltaf verið draumur minn að búa í New York. Þess vegna ákvað ég að keppa um stöðu hjá einu stærsta almannatengslafyrirtæki heims, Ketchum í New York. Ég var ein tíu nýútskrifaðra sem kepptu um starfið. Reynslutíminn var tíu vikur. Ég hlaut starfið en þá kom babb í bátinn. Þetta var nefnilega árið 2010. Hrunið lék Bandaríkjamenn illa og Obama hafði stöðvað útgáfu atvinnuleyfa. Það fór því þannig að þótt ég hefði lagt allt þetta á mig og fengið starfið þurfti ég að snúa aftur heim til Íslands,“ segir Líney frá. „Hingað var ég komin í gríðarlega erfitt atvinnuástand. Nýbúin að landa draumastarfinu en föst, atvinnulaus á Íslandi. Ég tók að mér öll þau verkefni sem mér buðust. Ég tók að mér verkefni fyrir Útflutningsráð og fyrir Útón. Ég gafst hins vegar ekki upp á New York. Ég sannfærði yfirmenn mína hjá Ketchum um að ráða sér lögfræðinga og ná atvinnuleyfinu fyrir mig. Það hófst og ég flutti aftur út,“ segir Líney frá. Hún starfaði hjá Ketchum í þrjú ár. Henni líkaði vel að búa í borginni. Segir það henta sér vel að búa í stórborgum þar sem er fjöldi fólks með ólíkan bakgrunn. Þannig skeri hún sig ekki sérstaklega úr hópnum. Er hvorki heimamaður né aðkomumaður. „Í þetta sinn var það vinnustaðurinn sem hentaði mér ekki. Ég ákvað að flytja aftur heim. Þá hafði Útflutningsráð orðið að Íslandsstofu. Mörg spennandi verkefni sem þau unnu að, svo sem Inspired by Iceland og fleiri. Þau höfðu reglulega samband við mig út og spurðu mig hvort ég vildi koma heim að vinna fyrir þau. Einn daginn sló ég bara til,“ segir Líney frá.Ég og frændi minn Oddur Sturluson fyrir framan skólann.Lærði öll kvöld og helgar Á Íslandsstofu fékk hún umsjón með umfjöllun um Ísland og varð einnig tengiliður við Norður-Ameríku. „Ég ákvað að læra tungumálið og kynnast upprunalandinu betur. Ég hafði aldrei búið lengi á Íslandi sem fullorðin manneskja og fann fljótt fyrir óþreyju að komast aftur út í stærra samfélag. Það var samt ótrúlega góð og skemmtileg reynsla að starfa hér,“ segir hún frá. Hugmyndin að því að sækja um í MBA nám við Stanford Graduate School of Business kviknaði. Hún einsetti sér að hljóta inngöngu og setti allt kapp á það. Aðeins fjórir Íslendingar hafa hlotið inngöngu í námið. Líney varð fyrsta konan til að komast í skólann. „Ég er ekki með þennan dæmigerða bakgrunn sem fólk hefur sem tekið er inn í skólann, viðskiptafræði eða hagfræði. Fram undan var inntökupróf og ritgerðaskrif. Ég læsti mig inni um kvöld og helgar og lærði stíft – í marga mánuði. Fjölskyldan hélt ég væri að missa vitið. En ég tók prófið og fékk nógu háa einkunn og fékk að halda áfram í ferlinu. Ég skrifaði ritgerðirnar og skilaði þeim. Fékk svo loksins tölvupóst um að ég hefði komist í viðtal,“ segir Líney um ferlið.Fékk hjálp við kostnað „Mér var sagt að því miður væri enginn á Íslandi tiltækur til að taka viðtalið við mig. En ef ég væri fyrir tilviljun í London tveimur dögum seinna, þá væri hægt að taka það þar. Ég lét sem það væri einmitt svo. Ég væri einmitt fyrir algjöra tilviljun stödd í London eftir tvo daga. Þvílík heppni,“ segir Líney og hlær því hún pantaði sér flug til London strax eftir að símtalinu lauk. „Viðtalið fór fram á British Museum. Þangað kom aðvífandi bankagaur frá New York í síðum frakka. Þetta var bara eins og atriði í James Bond mynd. Ég fór til Íslands daginn eftir og beið eftir símtali, ég missti reyndar næstum af því. En svarið var já! Ég komst inn.“ Líney komst fljótlega að því að hún myndi ekki þurfa að hafa miklar áhyggjur af kostnaði við námið. „Ef þeir sem komast inn í skólann þurfa á styrkjum að halda til að klára námið, þá fást þeir. Þeir vilja halda í það fólk sem velst inn í skólann. Ég ræddi við tvo af þeim Íslendingum sem komust inn í námið til að fræðast um þetta og fleira.“Útskrift fagnað.Condoleezza Rice kenndi Námið í skólanum var ævintýralegt að sögn Líneyjar. Hún naut leiðsagnar heimsþekktra fyrirlesara og kennara. „Condoleezza Rice kenndi mér á fyrsta árinu. Mér fannst gaman að segja pabba frá því. Þá kenndu mér Steve Ballmer, framkvæmdastjóri Microsoft, og Evan Spiegel, framkvæmdastjóri Snapchat. Þetta var góður tími, segir Líney frá. Hún segir kostnaðinn ekki hafa sligað sig. „Mér var hjálpað mikið, skólagjöldin voru ekki sligandi en maður lifir svolítið hátt í kringum þessa krakka. Þurfti að ferðast út um allt. Það var kostnaður sem ég þurfti að standa undir,“ nefnir hún.Íslendingar í Kísildalnum Líney útskrifaðist frá Stanford síðasta sumar og hefur síðan unnið í tæknigeiranum í Kísildalnum hjá frumkvöðlafyrirtækinu Pocket Games. „Þetta er tölvuleikjafyrirtæki sem sér um markaðssetningu á leikjum fyrir fræga fólkið. Ég hef verið að vinna með Dolan tvíburunum sem yngri kynslóðin þekkir vel. Það er mjög spes að semja við sextán ára gaura, þeir vita alveg hvað þeir vilja. Ég hef líka unnið með leikkonunum úr Pretty Little Liars og fyrir Demi Lovato. Pocket Games telst lítið fyrirtæki í Kísildalnum, þar starfa um 300 manns. Það er svolítið fyndið að þar erum við fjórir Íslendingar. Ekkert okkar þekktist áður. Það er merkilegt vegna þess að í öllum dalnum eru í mesta lagi 20 Íslendingar. Við erum fá hér. Það er oft hent gaman að þessu í fyrirtækinu. Íslendingarnir eru að taka yfir!“ segir Líney og hlær.Engin kvennaklósett Fréttir af kynjahalla í Kísildalnum, áreitni og mismunun fara ekki fram hjá neinum. Hvernig horfir þetta við Líneyju? „Það er staðreynd að það hallar á konur hér þó að það fari svolítið eftir iðnaði hversu mikið. Í tilteknum greinum hér, til dæmis áhættufjárfestingum, eru nærri engar konur. Við fórum í slík fyrirtæki nýverið. Í sumum þeirra er ekki einu sinni kvennaklósett. Þar starfa bara karlar og þar er mikil karlamenning. Þá eru í stétt verkfræðinga hér mest karlar. En það hefur orðið mikil vakning í kjölfar umræðu og frétta af ástandinu hér. Maður finnur fyrir baráttunni og því að þetta er að koma meira upp á yfirborðið. Það er mikil viðleitni til þess að fjölga konum í áhrifastöðum í Kísildalnum en líka fjölbreytni almennt.“Á setti þáttanna Pretty Little Liars með Keegan Allen og Janell Parish.Gjörbreytt líf Líney hefur innsýn í það hvernig heimurinn þróast hjá ungu fólki. Hún segir ótrúlegar breytingar hafa átt sér stað á örfáum árum. „Deilihagkerfið er að stækka. Það tekur enginn leigubíl lengur, það er bara Uber. Það fer enginn óvart á góðan veitingastað. Það nota allir öpp á borð við Yelp til að tékka áður en það er farið út að borða. Við gerðum könnun í vinnunni og komumst að því að 13-14 ára stúlkur, nítján prósent þeirra tékkar á símanum sínum í sturtu! Það er rosalegt. Svo horfir okkar kynslóð bara ekki á sjónvarpið lengur. Ef fólk horfir á eitthvað, þá er það Netflix. Við eyðum helmingi tíma okkar á samfélagsmiðlum og í öppum. Þetta eru gjörbreyttir tímar sem einkennast af miklum framförum og breytingum. Eldri kynslóðir eiga bágt með að ná utan um þetta. Þetta eru að minnsta kosti afar áhugaverðir tímar í markaðssetningu hvað sem þessar breytingar þýða fyrir samfélagið í heild,“ segir Líney.
Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Sjá meira