Toppurinn toppaður Finnur Thorlacius skrifar 6. september 2017 11:00 Fólksbílar verða ekkert betri en þetta, glæsilegri né fágaðri. Reynsluakstur - Mercedes Benz S-ClassMercedes Benz S-Class hefur ávallt verið táknmynd hins sanna lúxus, enda þar á ferð flaggskip lúxusbílaframleiðandans Mercedes Benz. Svo vel er S-Class yfirleitt heppnaður að Benz selur miklu meira af honum en BMW og Audi selur samtals af flaggskipsbílum sínum, 7-línunni og A8. Síðasta kynslóð S-Class, sú sjötta í röðinni, kom á markað árið 2013, en nú er komið að andlitslyftingu á bílnum og voru því bílablaðamenn víðsvegar að úr heiminum boðaðir til Zurich til að prófa gripinn og sannfærast enn einu sinni um gæði þessa magnaða bíls. Greinarritari var einn þeirra heppnu sem það fengu að gera og því verður ekki neitað að vart hefur meiri spenningur hríslast um sálartetrið fyrir nokkurn reynsluakstur. Það var ekki nóg með það að prófa ætti S-Class, heldur líka 612 hestafla AMG útgáfu hans, S63 AMG. Þar hlaut að fara hreint klikkaður bíll og var það fljótsannað við kynnin. Reyndar var reynsluakstrinum þannig háttað, sem betur fer, að fyrst var reyndur S 560 með 469 hestafla átta strokka vél. Flestum myndi reyndar duga bæði allur sá lúxus sem í honum finnst og allt það afl sem er til taks. Akstur hans var hreinn unaður, en enn betra átti eftir að taka við. Benzinn á flugbrautinni þar sem öryggisbúnaður bílsins var prófaður við ýmsar aðstæður og hindranir.Troðinn nýrri tækni og öryggisbúnaðiÁ milli reynsluaksturs S 560 og S63 AMG sýndu starfsmenn Mercedes Benz blaðamönnum þá einstöku tækni sem finna má nú í S-Class eftir heilmiklar endurbætur á bílnum. Snéru þær meðal annars að sjálfakandi búnaði bílsins og var alveg magnað að sjá hve bíllinn fór létt með að aka um sjálfur og það var bara sú lagalega skilda að þurfa stundum að snerta stýrið sem kom í veg fyrir að ökutúr sá væri alfarið í boði sjálfakandi búnaðarins. Þá var einnig farið útá lítið notaða flugbraut sem Benz hafði þarna til afnota til að sýna okkur öryggiskerfi bílsins og var það ekki síður áhrifamikið og guð hvað ég hélt oft að við værum að fara að aka á hinar ýmsu hindranir sem í veginum urðu. Þá var líka boðið uppá að kynnast öryggisbúnaði bílsins með mögnuðum sýndarveruleikagleraugum og allt var þetta svo áhrifaríkt að tungan lá oftast úti. Algherlega klikkaðan lúxus má finna inní S-Class og þar getur engum liðið öðruvísi en sem kóngi.Nýjar aflmeiri vélarÞó svo margt nýtt sé að finna í andlitslyftum S-Class nú er ef til vill það markverðasta fólgið í aflmeiri vélum og 9 gíra sjálfskiptingu í stað 7 gíra. Nú má fá S-Class í sinni ódýrustu mynd með 3,5 lítra V6 vél með tveimur forþjöppum sem skilar 362 hestöflum og skoppar upp um 33 hestöfl frá fyrri gerð. Í S 560 bílnum hefur 5,5 lítra V8 vél verið skipt út fyrir 4,0 lítra V8 með tveimur forþjöppum og eyðir þessi vél miklu mun minna en forverinn, enda slekkur hún á sílindrum þegar þeirra er ekki þörf. Er þessi vél úr smiðju AMG deildarinnar. Í S63 AMG bílnum er líka „aðeins“ 4,0 lítra V8 vél, en í meðhöndlun galdramannanna frá AMG pumpar hún út 612 hestöflum til allra hjólanna. Vélarnar í þessum S63 AMG bílum eru handsmíðaðar af einum starfsmanni hver vél. Aflið sem frá þessari vél kemur er engu líkt og kemur hún þessum mikla og töluvert þunga bíl í 100 km hraða á 3,5 sekúndum og fyrir vikið er þessi lúxusbíll eins og öflugasti sportbíll hvað snerpu varðar þrátt fyrir 2.070 kg vigt. Því má segja að í þessum bíl sameinist endalaus lúxus og fágun og hrikalegt afl magnaðasta sportbíls. Ekki slæmur kokteill þar! Það að upplifa þennan bíl er bara fáránlegt og skildi greinarritari loksins af hverju S-Class er langvinsælasti stóri lúxusbíll í heimi, það gerir bara enginn betur en þetta. Mercedes Benz S-Class má fá með miklu úrvali véla, bæði bensín- og dísilvélum, fleirum en svo svo að slíkt verði hér upp talið. Kynnin við AMG útgáfu S-Class munu seint gleymast. Þvílíkt afl!Spretturinn tekinn á „Autobahn“Það var ekki boðið uppá leiðinlegt leiðarval um sveitirnar í nágrenni Zurich og fegurð Sviss verður ekki dregin í efa við þennan reynsluakstur, en einn er þó ókosturinn við að rúnta um sveitir Sviss, þar í landi er hvergi að finna hraðbrautir með ótakmarkaðan hámarkshraða. Því bar leiðarkerfið í S63 AMG bílnum leiðangursmenn yfir landamærin til Þýskalands og þar skildi hitta fyrir hraðbrautir þar sem Þjóðverjar hafa ekki bara glatt okkur með frábæri vegalagningu á sínum Autobahn vegum, heldur var þar að finna nógu langan kafla til að prófa hvað raunverulega býr í svona kraftaköggli sem S63 AMG. Í fyrstu á þeim kafla var ekki rými til að spretta nægjanlega úr spori, en svo var eins og himnarnir opnuðust eða Rauða hafið fyrir Móses forðum. Var þá hægri fóturinn settur í gólfið og bæði ég og farþegar í bílnum supum hveljur og mikið af þeim. Bakið þrýstist í sætið og látum var ekki linnt fyrr en stóð 276 á hraðamælinum. Við þann hraða var eins og aflinu væri slegið út rafrænt og ekki hraðara farið þó vilji stæði til og næg geta bílsins enn til staðar. Þarna sannfærðust leiðangursmenn um getu þessa bíls, svitnuðu smá og endurnýjuðu kynnin við hús gæsa. Þeir kunna að gera mælaborð þarna hjá Benz.Betri vélar lækka verðiðEins og eðlilega á við stærstu gerðir þýsku lúxusbílaframleiðendanna eru þeir seint ódýrir bílar, en þó. Þar sem Benz eins og aðrir bílaframleiðendur eru sífellt að ná niður CO2 mengun bíla sinna þá er S-Class nú að lækka í verði frá forveranum í flestum sínum myndum. Sem dæmi þá verður hægt að fá S 560h með tengiltvinntækni og 49g CO2 mengun, bíl sem er heil 469 hestöfl og innan við 5 sekúndur í hundraðið á undir 14 milljónir króna. Það telst seint hátt verð fyrir slíkan lúxusbíl með krafta í kögglum. S 350d dísilútgáfa bílsins verður þó enn ódýrari og á 12.950.000 kr. miðað við gengi evrunnar í dag. Víst er að S63 AMG bíllinn verður ekki ódýr, en þar sem CO2 mengunin fer niður með nýrri vél má fullt eins búast við því að hann lækki í verði. Kannski er bara tími stóru lúxusbílanna upprisinn og það vonandi á kostnað dýrra jeppa sem allir eru að fá sér í dag. Það er bara svo miklu skemmtilegra að aka svona bílum en jeppunum og þeir kosta hæglega það sama. Allt fer þetta þó eftir notagildinu, en sumir jeppanna sjá aldrei malarveg. Þeir sem prófa þessa andlitslyftu gerð S-Class munu sannfærast. Hægt er að fá Mercedes Benz S-Class á undir 13 milljónum króna.Kostir: Aflmiklar vélar, útlit, tækninýjungar, þægindiÓkostir: S-Class verður seint ódýr S-Class 400d 3,0 lítra dísilvél, 340 hestöfl Afturhjóladrif Eyðsla: 5,2 l./100 km í bl. akstri Mengun: 135 g/km CO2 Hröðun: 5,4 sek. Hámarkshraði: 250 km/klst Verð frá: 13.650.000 kr. Umboð: Askja Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent
Reynsluakstur - Mercedes Benz S-ClassMercedes Benz S-Class hefur ávallt verið táknmynd hins sanna lúxus, enda þar á ferð flaggskip lúxusbílaframleiðandans Mercedes Benz. Svo vel er S-Class yfirleitt heppnaður að Benz selur miklu meira af honum en BMW og Audi selur samtals af flaggskipsbílum sínum, 7-línunni og A8. Síðasta kynslóð S-Class, sú sjötta í röðinni, kom á markað árið 2013, en nú er komið að andlitslyftingu á bílnum og voru því bílablaðamenn víðsvegar að úr heiminum boðaðir til Zurich til að prófa gripinn og sannfærast enn einu sinni um gæði þessa magnaða bíls. Greinarritari var einn þeirra heppnu sem það fengu að gera og því verður ekki neitað að vart hefur meiri spenningur hríslast um sálartetrið fyrir nokkurn reynsluakstur. Það var ekki nóg með það að prófa ætti S-Class, heldur líka 612 hestafla AMG útgáfu hans, S63 AMG. Þar hlaut að fara hreint klikkaður bíll og var það fljótsannað við kynnin. Reyndar var reynsluakstrinum þannig háttað, sem betur fer, að fyrst var reyndur S 560 með 469 hestafla átta strokka vél. Flestum myndi reyndar duga bæði allur sá lúxus sem í honum finnst og allt það afl sem er til taks. Akstur hans var hreinn unaður, en enn betra átti eftir að taka við. Benzinn á flugbrautinni þar sem öryggisbúnaður bílsins var prófaður við ýmsar aðstæður og hindranir.Troðinn nýrri tækni og öryggisbúnaðiÁ milli reynsluaksturs S 560 og S63 AMG sýndu starfsmenn Mercedes Benz blaðamönnum þá einstöku tækni sem finna má nú í S-Class eftir heilmiklar endurbætur á bílnum. Snéru þær meðal annars að sjálfakandi búnaði bílsins og var alveg magnað að sjá hve bíllinn fór létt með að aka um sjálfur og það var bara sú lagalega skilda að þurfa stundum að snerta stýrið sem kom í veg fyrir að ökutúr sá væri alfarið í boði sjálfakandi búnaðarins. Þá var einnig farið útá lítið notaða flugbraut sem Benz hafði þarna til afnota til að sýna okkur öryggiskerfi bílsins og var það ekki síður áhrifamikið og guð hvað ég hélt oft að við værum að fara að aka á hinar ýmsu hindranir sem í veginum urðu. Þá var líka boðið uppá að kynnast öryggisbúnaði bílsins með mögnuðum sýndarveruleikagleraugum og allt var þetta svo áhrifaríkt að tungan lá oftast úti. Algherlega klikkaðan lúxus má finna inní S-Class og þar getur engum liðið öðruvísi en sem kóngi.Nýjar aflmeiri vélarÞó svo margt nýtt sé að finna í andlitslyftum S-Class nú er ef til vill það markverðasta fólgið í aflmeiri vélum og 9 gíra sjálfskiptingu í stað 7 gíra. Nú má fá S-Class í sinni ódýrustu mynd með 3,5 lítra V6 vél með tveimur forþjöppum sem skilar 362 hestöflum og skoppar upp um 33 hestöfl frá fyrri gerð. Í S 560 bílnum hefur 5,5 lítra V8 vél verið skipt út fyrir 4,0 lítra V8 með tveimur forþjöppum og eyðir þessi vél miklu mun minna en forverinn, enda slekkur hún á sílindrum þegar þeirra er ekki þörf. Er þessi vél úr smiðju AMG deildarinnar. Í S63 AMG bílnum er líka „aðeins“ 4,0 lítra V8 vél, en í meðhöndlun galdramannanna frá AMG pumpar hún út 612 hestöflum til allra hjólanna. Vélarnar í þessum S63 AMG bílum eru handsmíðaðar af einum starfsmanni hver vél. Aflið sem frá þessari vél kemur er engu líkt og kemur hún þessum mikla og töluvert þunga bíl í 100 km hraða á 3,5 sekúndum og fyrir vikið er þessi lúxusbíll eins og öflugasti sportbíll hvað snerpu varðar þrátt fyrir 2.070 kg vigt. Því má segja að í þessum bíl sameinist endalaus lúxus og fágun og hrikalegt afl magnaðasta sportbíls. Ekki slæmur kokteill þar! Það að upplifa þennan bíl er bara fáránlegt og skildi greinarritari loksins af hverju S-Class er langvinsælasti stóri lúxusbíll í heimi, það gerir bara enginn betur en þetta. Mercedes Benz S-Class má fá með miklu úrvali véla, bæði bensín- og dísilvélum, fleirum en svo svo að slíkt verði hér upp talið. Kynnin við AMG útgáfu S-Class munu seint gleymast. Þvílíkt afl!Spretturinn tekinn á „Autobahn“Það var ekki boðið uppá leiðinlegt leiðarval um sveitirnar í nágrenni Zurich og fegurð Sviss verður ekki dregin í efa við þennan reynsluakstur, en einn er þó ókosturinn við að rúnta um sveitir Sviss, þar í landi er hvergi að finna hraðbrautir með ótakmarkaðan hámarkshraða. Því bar leiðarkerfið í S63 AMG bílnum leiðangursmenn yfir landamærin til Þýskalands og þar skildi hitta fyrir hraðbrautir þar sem Þjóðverjar hafa ekki bara glatt okkur með frábæri vegalagningu á sínum Autobahn vegum, heldur var þar að finna nógu langan kafla til að prófa hvað raunverulega býr í svona kraftaköggli sem S63 AMG. Í fyrstu á þeim kafla var ekki rými til að spretta nægjanlega úr spori, en svo var eins og himnarnir opnuðust eða Rauða hafið fyrir Móses forðum. Var þá hægri fóturinn settur í gólfið og bæði ég og farþegar í bílnum supum hveljur og mikið af þeim. Bakið þrýstist í sætið og látum var ekki linnt fyrr en stóð 276 á hraðamælinum. Við þann hraða var eins og aflinu væri slegið út rafrænt og ekki hraðara farið þó vilji stæði til og næg geta bílsins enn til staðar. Þarna sannfærðust leiðangursmenn um getu þessa bíls, svitnuðu smá og endurnýjuðu kynnin við hús gæsa. Þeir kunna að gera mælaborð þarna hjá Benz.Betri vélar lækka verðiðEins og eðlilega á við stærstu gerðir þýsku lúxusbílaframleiðendanna eru þeir seint ódýrir bílar, en þó. Þar sem Benz eins og aðrir bílaframleiðendur eru sífellt að ná niður CO2 mengun bíla sinna þá er S-Class nú að lækka í verði frá forveranum í flestum sínum myndum. Sem dæmi þá verður hægt að fá S 560h með tengiltvinntækni og 49g CO2 mengun, bíl sem er heil 469 hestöfl og innan við 5 sekúndur í hundraðið á undir 14 milljónir króna. Það telst seint hátt verð fyrir slíkan lúxusbíl með krafta í kögglum. S 350d dísilútgáfa bílsins verður þó enn ódýrari og á 12.950.000 kr. miðað við gengi evrunnar í dag. Víst er að S63 AMG bíllinn verður ekki ódýr, en þar sem CO2 mengunin fer niður með nýrri vél má fullt eins búast við því að hann lækki í verði. Kannski er bara tími stóru lúxusbílanna upprisinn og það vonandi á kostnað dýrra jeppa sem allir eru að fá sér í dag. Það er bara svo miklu skemmtilegra að aka svona bílum en jeppunum og þeir kosta hæglega það sama. Allt fer þetta þó eftir notagildinu, en sumir jeppanna sjá aldrei malarveg. Þeir sem prófa þessa andlitslyftu gerð S-Class munu sannfærast. Hægt er að fá Mercedes Benz S-Class á undir 13 milljónum króna.Kostir: Aflmiklar vélar, útlit, tækninýjungar, þægindiÓkostir: S-Class verður seint ódýr S-Class 400d 3,0 lítra dísilvél, 340 hestöfl Afturhjóladrif Eyðsla: 5,2 l./100 km í bl. akstri Mengun: 135 g/km CO2 Hröðun: 5,4 sek. Hámarkshraði: 250 km/klst Verð frá: 13.650.000 kr. Umboð: Askja
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent