Það er gaman að hafa hátt Benedikt Bóas skrifar 17. október 2017 07:00 Einu sinni fyrir 12 árum síðan var Courtney Love fengin í viðtal. Þar var hún spurð að því hvort hún hefði einhverjar ráðleggingar handa ungum og upprennandi leikkonum sem væru að stíga sín fyrstu spor í Hollywood. Hún svaraði: „Ef Harvey Weinstein býður ykkur í partí – segið þá nei.“ Love er epískur töffari og grjóthörð. Búin að syngja þungarokk í mörg ár og var gift Kurt Cobain. Hún kallar ekki allt ömmu sína en samt, áður en hún sagði þessi orð fyrir 12 árum, hlóð hún í: „Mér gæti verið stefnt fyrir þetta.“ Þetta situr í mér. Hin ömurlega hegðun Weinsteins var á allra vitorði og ef einhver ætlaði að tala um hana gæti þeirri hinni sömu verið stefnt. Love kærði sig samt kollótta þótt hún óttaðist málssókn. Valdið sem þessi gæi hafði á skemmtanaiðnaðinum er auðvitað með ólíkindum. Ég er ánægður yfir að stelpurnar mínar alast upp á þeim tímum sem brengluð kynferðisleg hegðun er ekki í lagi. Bara alveg langt frá því. Og að konur nútímans séu orðnar það miklir meistarar að þær þegja ekki um vandamálin heldur segja frá. Reyndar eiga mínar stelpur einhvern almesta töffara sem ég veit um sem móður en það er önnur saga. Hún hendir vondu fólki í fangelsi og hikar hvergi. Eðalmanneskja svo því sé haldið til haga. Á þessum síðustu og verstu tímum eru fyrirmyndir fyrir stelpurnar mínar orðnar margar. Fótboltalandsliðið, Annie Mist og Katrín Tanja, Björt Ólafs, forsetafrúin og fleiri og fleiri. Það er ábyggilega hægt að telja upp svona hundrað aðrar sem eru að gera stórkostlega hluti. En þetta er stuttur pistill og því ekki hægt að koma þeim öllum fyrir. Það er ekkert að því að segja frá. Það er miklu skemmtilegra að hafa hátt og hafa smá læti. Þögnin er svo leiðinleg. Ég segi því, höfum hátt og höfum gaman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun
Einu sinni fyrir 12 árum síðan var Courtney Love fengin í viðtal. Þar var hún spurð að því hvort hún hefði einhverjar ráðleggingar handa ungum og upprennandi leikkonum sem væru að stíga sín fyrstu spor í Hollywood. Hún svaraði: „Ef Harvey Weinstein býður ykkur í partí – segið þá nei.“ Love er epískur töffari og grjóthörð. Búin að syngja þungarokk í mörg ár og var gift Kurt Cobain. Hún kallar ekki allt ömmu sína en samt, áður en hún sagði þessi orð fyrir 12 árum, hlóð hún í: „Mér gæti verið stefnt fyrir þetta.“ Þetta situr í mér. Hin ömurlega hegðun Weinsteins var á allra vitorði og ef einhver ætlaði að tala um hana gæti þeirri hinni sömu verið stefnt. Love kærði sig samt kollótta þótt hún óttaðist málssókn. Valdið sem þessi gæi hafði á skemmtanaiðnaðinum er auðvitað með ólíkindum. Ég er ánægður yfir að stelpurnar mínar alast upp á þeim tímum sem brengluð kynferðisleg hegðun er ekki í lagi. Bara alveg langt frá því. Og að konur nútímans séu orðnar það miklir meistarar að þær þegja ekki um vandamálin heldur segja frá. Reyndar eiga mínar stelpur einhvern almesta töffara sem ég veit um sem móður en það er önnur saga. Hún hendir vondu fólki í fangelsi og hikar hvergi. Eðalmanneskja svo því sé haldið til haga. Á þessum síðustu og verstu tímum eru fyrirmyndir fyrir stelpurnar mínar orðnar margar. Fótboltalandsliðið, Annie Mist og Katrín Tanja, Björt Ólafs, forsetafrúin og fleiri og fleiri. Það er ábyggilega hægt að telja upp svona hundrað aðrar sem eru að gera stórkostlega hluti. En þetta er stuttur pistill og því ekki hægt að koma þeim öllum fyrir. Það er ekkert að því að segja frá. Það er miklu skemmtilegra að hafa hátt og hafa smá læti. Þögnin er svo leiðinleg. Ég segi því, höfum hátt og höfum gaman.