„Ég er svo spennt,“ segir Terri sem er mikill aðdáandi Chaka Khan sem spilaði á Valhallarsviðinu í gærkvöldi. „Ég er meira að segja mætt með Chaka Khan hárið mitt.“
Vinkonurnar voru nýlentar og komu svo til beint í Laugardalinn eftir flugið frá Bandaríkjunum. Þær hafa engar áhyggjur af þotuþreytu vegna tímamismunar.
„Þú sefur þegar þú ert dauður,“ segja þær og skella upp úr. Þeim finnst dagskráin á Solstice afar góð og það hafi verið stóra ástæða þess að þær skelltu sér til Íslands. Þær ætla að kafa í Silfru, hafa nýverið sótt sér köfunarréttindi til þess, og svo er Bláa lónið og miðnætursól á óskalistanum.
Aðspurðar hvort kærastarnir hafi verið skildir eftir heima segjast þær einhleypar.
„Ég er að leita að víkingi,“ segir Terri. „Hann á helst að heita Leifur,“ segir Nicole er ekki jafnafdráttarlaus varðandi möguleika á rómantískri helgi og víkingaleit.
„Ef hún vill ekki víking þá tek ég tvo,“ segir Terri og hlær.
Viðtalið við þær Terri og Nicole má sjá hér að neðan.