Takata öryggispúðaframleiðandinn gjaldþrota Finnur Thorlacius skrifar 16. júní 2017 15:17 Sprunginn Takata öryggispúði. Heimildir herma að japanski öryggispúðaframleiðandinn Takata muni bera fram gjaldþrotabeiðni í næstu viku. Alls hafa verið innkallaðir yfir 100 milljón bíla með Takata loftpúða um heim allan á síðustu árum og er þar um að ræða stærstu innköllun bíla í sögunni. Takata útvegaði 19 bílaframleiðendum öryggispúða í bíla sína, þar á meðal, Ford, Honda, Volkswagen og Tesla. Takata þarf að greiða miklar bætur fyrir gallaða örygipúða sína, sem valdið hafa a.m.k. 16 dauðsföllum og fjölmörgum slysum á undanförnum árum. Takata hefur samþykkt að greiða 1 milljarð bandaríkjadala, eða 100 milljarða króna í sektir. Það versta í tilfelli Takata var að það uppgötvaðist að stjórnendur Takata vissu af göllunum án þess að bregðast við þeim og ekki hefur það orðið til að lækka sektirnar á höndum fyrirtækinu. Af þeim 46,2 milljónum bíla með Takata öryggispúða sem eru í Bandaríkjunum er aðeins búið að skipta út öryggispúðum í 35% þeirra, svo allt eins má búast við fleiri dauðsföllum og slysum af völdum gallaðra öryggispúða frá Takata. Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent
Heimildir herma að japanski öryggispúðaframleiðandinn Takata muni bera fram gjaldþrotabeiðni í næstu viku. Alls hafa verið innkallaðir yfir 100 milljón bíla með Takata loftpúða um heim allan á síðustu árum og er þar um að ræða stærstu innköllun bíla í sögunni. Takata útvegaði 19 bílaframleiðendum öryggispúða í bíla sína, þar á meðal, Ford, Honda, Volkswagen og Tesla. Takata þarf að greiða miklar bætur fyrir gallaða örygipúða sína, sem valdið hafa a.m.k. 16 dauðsföllum og fjölmörgum slysum á undanförnum árum. Takata hefur samþykkt að greiða 1 milljarð bandaríkjadala, eða 100 milljarða króna í sektir. Það versta í tilfelli Takata var að það uppgötvaðist að stjórnendur Takata vissu af göllunum án þess að bregðast við þeim og ekki hefur það orðið til að lækka sektirnar á höndum fyrirtækinu. Af þeim 46,2 milljónum bíla með Takata öryggispúða sem eru í Bandaríkjunum er aðeins búið að skipta út öryggispúðum í 35% þeirra, svo allt eins má búast við fleiri dauðsföllum og slysum af völdum gallaðra öryggispúða frá Takata.
Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent