Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Stjarnan 20-21 | Stjarnan náði að knýja fram oddaleik Kristinn Páll Teitsson skrifar 27. apríl 2017 21:00 Grótta vann síðasta heimaleik 10-0 eftir að hafa tilkynnt ólöglegan leikmann Stjörnunnar til HSÍ. vísir/ernir Stjarnan tryggði sér oddaleik upp á sæti í úrslitum Olís-deildar kvenna með 21-20 sigri á Gróttu í Hertz-hellinum í kvöld en eftir að hafa lent 0-2 undir í einvíginu eru Garðbæingar búnir að jafna metin. Var þetta fjórði leikur liðanna en síðast þegar þessi lið mættust á Seltjarnaresi vann Stjarnan leikinn en Gróttu var dæmdur sigur vegna ólöglegs leikmanns hjá Stjörnunni. Vakti málið töluverða athygli en leikmaðurinn sem um ræðir lék aðeins rúmlega tvær mínútur í leiknum. Spennustigið var hátt frá fyrstu mínútu og gekk sóknarleikurinn ekki vel fyrir sig. Skiptust liðin hægt og bítandi á mörkum. Var staðan 1-1 þegar tíu mínútur voru liðnar en þegar liðin fundu lausir á varnarleiknum voru markmennirnir tilbúnir í slaginn. Stjarnan var með frumkvæðið framan af og leiddi fyrstu mínúturnar en Grótta var aldrei langt undan. Fór svo að Seltirningar náðu forskotinu rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og leiddu 10-9 í hálfleik. Í seinni hálfleik var það Grótta sem leiddi fyrstu tíu mínúturnar og náði þegar mest var tveggja marka forskoti en alltaf náði Stjarnan að svara með áhlaupum og var staðan jöfn þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Á næstu fimm mínútum lagði Stjarnan grunninn að sigrinum þegar liðið náði þriggja marka forskoti í stöðunni 21-18 en sú rispa reyndist liðinu svo sannarlega mikilvæg. Stuttu síðar missti Stjarnan þær Rakeli Dögg og Helenu Rut af velli með brottvísanir og hleypti það Gróttu inn í leikinn á nýjan leik. Náðu þær að minnka muninn í eitt mark á sama tíma og Selma Jóhannsdóttir lokaði marki Gróttu en nær komst Grótta ekki. Það verður því oddaleikur í Mýrinni á laugardaginn þar sem í ljós kemur hvort liðið mætir Fram í úrslitum Olís-deildarinnar. Kemur Stjarnan með meðbyr í seglinu inn í leikinn á heimavelli eftir tæknilega þrjá sigurleiki í röð.20-21 (Leik lokið): Nataly sækir vítakast þegar tvær sekúndur eru eftir og innsiglar sigurinn. Það skiptir ekki máli að Hanna brennir af á vítapunktinum. Við erum að fara í oddaleik á fimmtudaginn.20-21 (60. mínúta): Hanna kemur inn úr horninu en Selma ver! Stjarnan heldur þó boltanum.20-21 (60. mínúta): Halldór Harri tekur leikhlé, hér eru allir komnir á fætur þegar tæplega mínúta er eftir. Takist Stjörnunni að skora hér erum við á leið í oddaleik en takist Gróttu að ná stoppi og marki hinumegin förum við í framlengingu.20-21 (59. mínúta): Stjarnan getur klárað þetta með marki hér.. en tapa boltanum!! Og Lovísa minnkar muninn hinumegin. Rúmlega mínúta eftir.19-21 (58. mínútur): Hvað var nú þetta. Tveimur fleiri er Grótta tvisvar nálægt því að kasta boltanum frá sér og enda á að tapa boltanum, skref dæmt.19-21 (56. mínútur): Og nú dæmdar tvær mínútur á Helenu. Hún ýtti greinilega við Lovísu og get ég skiliðþ þetta. Tveimur fleiri er Grótta í bölvuðum vandræðum að finna rétta skotið en ná því loksins og minnkar Unnur muninn.18-21 (56. mínúta): Tvær mínútur dæmdar á Rakeli Dögg og ég er jafn furða og hún á þessu. Virtist lítið gera af sér. Jafnt í liðum næstu hálfu mínútuna.18-21 (55. mínúta): Stefanía kemur inn úr horninu og kemur Stjörnunni þremur mörkum yfir! Góð sending hjá Helenu inn á Stefaníu í horninu.18-20 (55. mínúta): Helena kemur Stjörnunni tveimur mörkum yfir og strax í næstu sókn stelur Sólveg Lára boltanum og fiskar um leið tvær mínútur á Laufey Ástu. Stjarnan getur nánast gert út um leikinn hérna á næstu mínutum.18-19 (53. mínúta): Heiða að taka mikilvæga bolta. Tekur fyrst skot frá Laufey en Grótta heldur boltanum. Seltirningar koma boltanum inn á Önnu inn á línunni en aftur ver Heiða.18-19 (52. mínútur): Selma tekur vítakast frá Hönnu, áætla að hún sé komin með hátt í tuttugu bolta í kvöld. Hinumegin kastar Sunna boltanum frá sér og Stjarnan heldur í sókn.18-19 (50. mínúta): Stjörnukonur komnar með fullskipað lið á nýjan leik en stuttu síðar fær Anna Úrsúla hjá Gróttu tvær mínútur og vítakast dæmt á sig. Hanna kemur Stjörnunni yfir á ný.17-18 (48. mínúta): Kári tekur annað leikhlé sitt, Stjarnan gjörsamlega galopnaði vörn Gróttu hérna áðan þegar þær komust yfir á nýjan leik.17-17 (47. mínúta): Þórey Anna keyrir inn að markinu og sækir vítakast og tvær mínútur á Elenu en Sunna María brennir af vítakastinu. Setur hann í slánna og langleiðina yfir í gryfjuna.16-17 (46. mínúta): Rakel Dögg kemur Stjörnunni aftur yfir þegar seinni hálfleikur er rúmlega hálfnaður, Seltirningar eru í smá vandræðum í sóknarleiknum með að leysa þessa 5-1 vörn.16-15 (44. mínúta): Stjarnan fer aftur í 5-1 vörn og reynir að klippa á Lovísu úr skyttustöðunni hjá Gróttu, það gekk frábærlega framan af.15-15 (43. mínúta): Hanna óhrædd við að koma aftur á vítalínuna þótt að hún hafi verið stálheppin að skora áðan. Núna setur hún boltann í hornið framhjá Selmu og jafnar þetta á ný.15-13 (41. mínúta): Lovísa keyrir á vörnina og skorar með skoti sem fer af Heiðu og í netið. Heiða var í boltanum en réði ekki við kraftinn í skotinu.14-13 (39. mínúta): Unnur krækir í víti og tvær mínútur á Hönnu. Sending á Unni í horninu og Hanna einfaldlega mætir henni og ýtir til baka af fullum krafti er hún var að fara inn úr horninu. Veit upp á sig sökina og labbar í rólegheitunum af velli.13-13 (38. mínúta): Selma ótrúlega óheppin! Hún ver vítakast frá Hönnu en boltinn skýst upp í loftið með miklum snúning og skoppar hann aftur fyrir sig og í netið þegar Selma er að leita að boltanum.12-12 (36. mínútur): Stjörnukonur strax búnar að jafna. Enn og aftur fá þær að taka skotið innan punktalínunar og Selma sér skotið seint.12-10 (34. mínúta): Anna Úrsúla tekur þetta á hörkunni. Með tvo varnarmenn í sér á línunni nær hún að taka skotið og koma boltanum yfir Heiðu í markinu sem fór í gólfið.10-9 (33. mínúta): Líkt og í fyrri hálfleik fara liðin hægt af stað í sóknarleiknum í upphafi seinni hálfleiks. Tapaðir boltar og góðar vörslur hjá markmönnum í fyrirúmi.10-9 (31. mínúta): Grótta hefur leik og getur náð tveggja marka forskoti hér í fyrsta sinn í leiknum.10-9 (Hálfleikur): Markaskorunin búin að dreifast vel hjá báðum liðum, hjá Gróttu er Unnur markahæst með þrjú mörk en hinumegin er það Rakel Dögg með þrjú.10-9 (Hálfleikur): Grótta leiðir í hálfleik, varnarleikur liðsins hefur verið flottur og Selma öflug þar fyrir aftan í markinu en það vantar aðeins upp á í sóknarleik beggja liða.10-9 (30. mínúta): Unnur kemur Gróttu aftur yfir með þriðja marki sínu, hún hefur verið hættuleg úr horninu en kollegi hennar hinumegin, Þórey Anna, hefur ekki náð takti.8-9 (28. mínúta): Grótta hefur átt í bölvuðum vandræðum með lengri skotin frá Stjörnunni þegar þær hleypa skyttunum upp innan punktalínunnar, núna skorar Rakel og vill fá tvær mínútur í þokkabót en það er árangurslaus krafa.8-8 (26. mínúta): Nú tekur Kári leikhlé til að taka til í sóknarleik Gróttu. Það er allt í járnum hérna þegar stutt er til hálfleiks.8-7 (23. mínúta): Laufey Ásta fiskar vítakast í sókninni á undan og keyrir svo sjálf á varnarlínuna og kemur Gróttu yfir í fyrsta sinn í leiknum. Halldór Harri ekki lengi að bregðast við og tekur leikhlé.6-6 (21. mínúta): Brynhildur kemur Stjörnunni aftur yfir með lausu skoti sem Selma sér seint en Laufey Ásta svarar um hæl. Halldór Harri er kominn með leikhlésspjaldið í hendurnar.5-5 (17. mínúta): Tapaður bolti og Unnur og Lovísa komast saman í hraðaupphlaup, sú síðarnefnda er örlát og gefur boltann á Unni þrátt fyrir að vera ekki komin á blað í kvöld.4-5 (15. mínúta): Betra boltaflæði komið hjá Gróttu, farnar að leita inn á línuna og í hornin.2-4 (13. mínúta): Sóknarleikur Gróttu hefur verið staður hérna í upphafi, Stjarnan klippir Lovísu út og það virðast fáir Seltirningar vera tilbúnir að taka af skarið. Þetta er of hægt. 2-3 (12. mínúta): Gamli refurinn Anna Úrsúla með flott mark. Lætur líta út fyrir að vera að stilla upp í skot fyrir Lovísu úr aukakasti en tekur skotið sjálf beint úr aukakastinu og Heiða er alls ekki tilbúin í markiun.1-2 (10. mínúta): Loksins kemur mark frá Stjörnunni eftir átta mínútur án marks. Helena Rut hoppar upp og hótar skotinu en laumar boltanum á Elenu sem skorar af línunni.1-1 (9. mínúta): Heyrðu það stefnir bara í fótboltatölur hérna í kvöld, liðin ætla ekkert að skora. Gestirnir búnir að fá fín færi og eru að opna vörn Gróttu nokkuð vel en Selma er vel á verði í markinu og hefur tekið nokkra mikilvæga bolta.1-1 (6. mínúta): Heiða í markinu hjá Stjörnunni byrjar vel, les núna Sunnu Maríu eins og opna bók og ver vítakast frá henni.0-1 (4. mínúta): Hörku varnarleikur hér í byrjun, sækja fram og gefa fá færi á sér en þegar færið hefur komið hefur nýtingin ekkert verið frábær. Það er þó hrikalega flott stemming hér í Hertz-höllinni.0-0 (1. mínúta): Jæja þá hefjast leikar hér á Seltjarnarnesi. Ná gestirnir að kreista fram oddaleik eða fer Grótta í úrslitin þriðja árið í röð?Fyrir leik: Þetta einvígi hefur auðvitað verið töluvert til umfjöllunar, síðast þegar liðin mættust hér sigraði Stjarnan en Gróttu var dæmdur sigur eftir að Nataly Sæunn Valencia kom inná þrátt fyrir að vera ekki á skýrslu. Fyrir leik: Framkonur sitja eflaust afslappaðar upp í sófa og fylgjast með liðunum berja úr hvor öðru líftóruna en sigurliðið í þessu einvígi mætir Fram í úrslitaeinvíginu. Fyrir leik: Dagskipunin er klár, Gróttusigur þýðir að liðið er komið í úrslitin þriðja árið í röð en takist gestunum að sigra í kvöld þarf oddaleik til að knýja um hvort liðið fer í úrslitin.Fyrir leik: Góða kvöldið og velkomin með okkur í beina textalýsingu frá leik Gróttu og Stjörnunnar í undanúrslitum Olís-deildar kvenna af Seltjarnarnesi. Rakel Dögg: Nú er bara að duga eða drepast„Ég er bara ótrúlega ánægð að hafa klárað þennan leik, það var mikið af mistökum í sóknarleiknum og varnarleikurinn og markvarslan var til fyrirmyndar í dag og við náum að kreista fram oddaleik,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir kát að leikslokum. Rakel sagði að leikmenn hefðu ekki rætt dramatíkin sem tengdist leik tvö í einvíginu. „Þetta gerðist, við vorum auðvitað hundfúlar en við vitum að þetta er fimm leikja sería og þú vinnur bara einn leik í einu. Við ákváðum að einbeita okkur bara að leikjunum í hvert sinn og okkur hefur tekist það.“ Rakel sagði það erfitt að bjóða upp á nýjungar í sóknarleiknum þegar komið er í leik fjögur en sóknarleikurinn gekk erfiðlega framan af. „Þetta var leikur tveggja sterkra varna og markmennirnir voru frábærir en það er erfitt að finna upp á einhverjum nýjungum á þessu stigi. Þegar þú ert kominn í leik fjögur og fimm er komin þreyta í skrokkana og liðin farin að þekkja hvort annað vel. Þá verður þetta oft þannig að það er lítið af mörkum,“ sagði Rakel og hélt áfram: „Þú færð einhvern 1-2 dag á milli leikja og þú ert ekkert beint að stökkbreyta leiknum þar á milli. Maður er bara í endurhæfingu, núna eru tveir dagar í nlæsta leik og ég á ekki von á neinum stórum breytingum. Þetta er einvígi varnar og baráttu.“ Rakel viðurkenndi að það hefði verið erfitt að horfa á af bekknum en hún og Helena fengu báðar brottvísanir þegar skammt var eftir og var Stjarnan tveimur mönnum færri. „Við verðum að gera betur, þetta voru klaufaleg mistök hjá okkur og við þurfum að gæta okkur betur. Það er alveg ömurlegt að sitja á bekknum í stöðum eins og þessari en stelpurnar leystu þetta vel í okkar fjarveru.“ Rakel sagði það æðislegt að hafa svona stutt á milli leikja. „Það er allt undir, oddaleikur og nú er bara að duga eða drepast og ég hlakka gríðarlega til. Maður getur ekki kvartað, þetta er erfitt og maður er þreyttur en maður getur ekki beðið,“ sagði Rakel að lokum. Þórey Anna: Fáum færi til að klára leikinn en nýtum þau ekki„Þetta er auðvitað gríðarlega svekkjandi, það eru kaflar í leiknum þar sem við getum klárað leikinn en við nýttum þá ekki nægilega vel,“ sagði Þórey Anna Ásgeirsdóttir, leikmaður Gróttu, svekkt að leikslokum. „Við fengum færin til að gera það, við skorum ekki og gerum okkur erfitt fyrir. Þetta var rosalega jafn og spennandi leikur en þetta einvígi er ekki búið, það er einn leikur eftir.“ Þórey tók jákvæða punkta þrátt fyrir tapið. „Mér fannst sóknarleikurinn miklu betri í dag heldur en í síðustu leikjum en það má enn bæta hann. Svo var Selma hrikalega öflug í markinu, hún er búin að vera frábær í allri úrslitakeppninni.“ Gróttu tókst ekki að nýta kaflann sem þær léku tveimur mönnum fleiri nægilega vel þegar skammt var til leiksloka. „Það má alveg segja að það verði okkur að falli, við fáum eitt mark eftir frekar brussulega sókn og köstum boltanum frá okkur í næstu sókn. Það má alveg horfa á það sem svo að þar höfum við misst af tækifæri til að jafna metin.“ Helena Rut: Sýndum karakter með því að klára þetta„Heldur betur, þetta var geðveikur sigur og við sýndum karakter með því að klára þetta. Þetta lið er alveg frábært,“ sagði Helena Rut Örvarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, alsæl er hún var spurð út í tilfinningarnar eftir leik. „Við erum búnar að vera með bakið upp við vegg núna síðustu tvo leiki. Þetta var algjör úrslitaleikur, sigur eða sumarfrí. Við komum af krafti inn í leikinn, sérstaklega varnarlega en sóknarleikurinn gékk brösulega.“ Markverðirnir tóku marga mikilvæga bolta en Helena hrósaði Selmu, markmanni Gróttu, að leikslokum. „Hún var frábær í markinu, hún gerði okkur erfitt fyrir og er frábær markmaður en sem betur fer náðum við að setja einu marki meira en Grótta á töfluna að leik loknum. Við héldum vörnininni vel og Heiða var flott okkar megin í markinu.“ Helena sagði það vera skiljanlegt að sóknarleikurinn hafi verið brösugur framan af. „Ég er búin að missa töluna á því hversu oft þessi lið eru búin að mætast undanfarið og við erum farnar að þekkja hvora aðra vel inn á vellinum. Þessir leikir eru alltaf erfiðir og það er ekki margt nýtt en það kemur í ljós hvernig þetta fer á sunnudaginn,“ sagði Helena og bætti við: „Það verður bara annar úrslitaleikur fyrir okkur, við þurfum að vinna til að halda þessu áfram og við getum ekki beðið eftir þessum leik.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Stjarnan tryggði sér oddaleik upp á sæti í úrslitum Olís-deildar kvenna með 21-20 sigri á Gróttu í Hertz-hellinum í kvöld en eftir að hafa lent 0-2 undir í einvíginu eru Garðbæingar búnir að jafna metin. Var þetta fjórði leikur liðanna en síðast þegar þessi lið mættust á Seltjarnaresi vann Stjarnan leikinn en Gróttu var dæmdur sigur vegna ólöglegs leikmanns hjá Stjörnunni. Vakti málið töluverða athygli en leikmaðurinn sem um ræðir lék aðeins rúmlega tvær mínútur í leiknum. Spennustigið var hátt frá fyrstu mínútu og gekk sóknarleikurinn ekki vel fyrir sig. Skiptust liðin hægt og bítandi á mörkum. Var staðan 1-1 þegar tíu mínútur voru liðnar en þegar liðin fundu lausir á varnarleiknum voru markmennirnir tilbúnir í slaginn. Stjarnan var með frumkvæðið framan af og leiddi fyrstu mínúturnar en Grótta var aldrei langt undan. Fór svo að Seltirningar náðu forskotinu rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og leiddu 10-9 í hálfleik. Í seinni hálfleik var það Grótta sem leiddi fyrstu tíu mínúturnar og náði þegar mest var tveggja marka forskoti en alltaf náði Stjarnan að svara með áhlaupum og var staðan jöfn þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Á næstu fimm mínútum lagði Stjarnan grunninn að sigrinum þegar liðið náði þriggja marka forskoti í stöðunni 21-18 en sú rispa reyndist liðinu svo sannarlega mikilvæg. Stuttu síðar missti Stjarnan þær Rakeli Dögg og Helenu Rut af velli með brottvísanir og hleypti það Gróttu inn í leikinn á nýjan leik. Náðu þær að minnka muninn í eitt mark á sama tíma og Selma Jóhannsdóttir lokaði marki Gróttu en nær komst Grótta ekki. Það verður því oddaleikur í Mýrinni á laugardaginn þar sem í ljós kemur hvort liðið mætir Fram í úrslitum Olís-deildarinnar. Kemur Stjarnan með meðbyr í seglinu inn í leikinn á heimavelli eftir tæknilega þrjá sigurleiki í röð.20-21 (Leik lokið): Nataly sækir vítakast þegar tvær sekúndur eru eftir og innsiglar sigurinn. Það skiptir ekki máli að Hanna brennir af á vítapunktinum. Við erum að fara í oddaleik á fimmtudaginn.20-21 (60. mínúta): Hanna kemur inn úr horninu en Selma ver! Stjarnan heldur þó boltanum.20-21 (60. mínúta): Halldór Harri tekur leikhlé, hér eru allir komnir á fætur þegar tæplega mínúta er eftir. Takist Stjörnunni að skora hér erum við á leið í oddaleik en takist Gróttu að ná stoppi og marki hinumegin förum við í framlengingu.20-21 (59. mínúta): Stjarnan getur klárað þetta með marki hér.. en tapa boltanum!! Og Lovísa minnkar muninn hinumegin. Rúmlega mínúta eftir.19-21 (58. mínútur): Hvað var nú þetta. Tveimur fleiri er Grótta tvisvar nálægt því að kasta boltanum frá sér og enda á að tapa boltanum, skref dæmt.19-21 (56. mínútur): Og nú dæmdar tvær mínútur á Helenu. Hún ýtti greinilega við Lovísu og get ég skiliðþ þetta. Tveimur fleiri er Grótta í bölvuðum vandræðum að finna rétta skotið en ná því loksins og minnkar Unnur muninn.18-21 (56. mínúta): Tvær mínútur dæmdar á Rakeli Dögg og ég er jafn furða og hún á þessu. Virtist lítið gera af sér. Jafnt í liðum næstu hálfu mínútuna.18-21 (55. mínúta): Stefanía kemur inn úr horninu og kemur Stjörnunni þremur mörkum yfir! Góð sending hjá Helenu inn á Stefaníu í horninu.18-20 (55. mínúta): Helena kemur Stjörnunni tveimur mörkum yfir og strax í næstu sókn stelur Sólveg Lára boltanum og fiskar um leið tvær mínútur á Laufey Ástu. Stjarnan getur nánast gert út um leikinn hérna á næstu mínutum.18-19 (53. mínúta): Heiða að taka mikilvæga bolta. Tekur fyrst skot frá Laufey en Grótta heldur boltanum. Seltirningar koma boltanum inn á Önnu inn á línunni en aftur ver Heiða.18-19 (52. mínútur): Selma tekur vítakast frá Hönnu, áætla að hún sé komin með hátt í tuttugu bolta í kvöld. Hinumegin kastar Sunna boltanum frá sér og Stjarnan heldur í sókn.18-19 (50. mínúta): Stjörnukonur komnar með fullskipað lið á nýjan leik en stuttu síðar fær Anna Úrsúla hjá Gróttu tvær mínútur og vítakast dæmt á sig. Hanna kemur Stjörnunni yfir á ný.17-18 (48. mínúta): Kári tekur annað leikhlé sitt, Stjarnan gjörsamlega galopnaði vörn Gróttu hérna áðan þegar þær komust yfir á nýjan leik.17-17 (47. mínúta): Þórey Anna keyrir inn að markinu og sækir vítakast og tvær mínútur á Elenu en Sunna María brennir af vítakastinu. Setur hann í slánna og langleiðina yfir í gryfjuna.16-17 (46. mínúta): Rakel Dögg kemur Stjörnunni aftur yfir þegar seinni hálfleikur er rúmlega hálfnaður, Seltirningar eru í smá vandræðum í sóknarleiknum með að leysa þessa 5-1 vörn.16-15 (44. mínúta): Stjarnan fer aftur í 5-1 vörn og reynir að klippa á Lovísu úr skyttustöðunni hjá Gróttu, það gekk frábærlega framan af.15-15 (43. mínúta): Hanna óhrædd við að koma aftur á vítalínuna þótt að hún hafi verið stálheppin að skora áðan. Núna setur hún boltann í hornið framhjá Selmu og jafnar þetta á ný.15-13 (41. mínúta): Lovísa keyrir á vörnina og skorar með skoti sem fer af Heiðu og í netið. Heiða var í boltanum en réði ekki við kraftinn í skotinu.14-13 (39. mínúta): Unnur krækir í víti og tvær mínútur á Hönnu. Sending á Unni í horninu og Hanna einfaldlega mætir henni og ýtir til baka af fullum krafti er hún var að fara inn úr horninu. Veit upp á sig sökina og labbar í rólegheitunum af velli.13-13 (38. mínúta): Selma ótrúlega óheppin! Hún ver vítakast frá Hönnu en boltinn skýst upp í loftið með miklum snúning og skoppar hann aftur fyrir sig og í netið þegar Selma er að leita að boltanum.12-12 (36. mínútur): Stjörnukonur strax búnar að jafna. Enn og aftur fá þær að taka skotið innan punktalínunar og Selma sér skotið seint.12-10 (34. mínúta): Anna Úrsúla tekur þetta á hörkunni. Með tvo varnarmenn í sér á línunni nær hún að taka skotið og koma boltanum yfir Heiðu í markinu sem fór í gólfið.10-9 (33. mínúta): Líkt og í fyrri hálfleik fara liðin hægt af stað í sóknarleiknum í upphafi seinni hálfleiks. Tapaðir boltar og góðar vörslur hjá markmönnum í fyrirúmi.10-9 (31. mínúta): Grótta hefur leik og getur náð tveggja marka forskoti hér í fyrsta sinn í leiknum.10-9 (Hálfleikur): Markaskorunin búin að dreifast vel hjá báðum liðum, hjá Gróttu er Unnur markahæst með þrjú mörk en hinumegin er það Rakel Dögg með þrjú.10-9 (Hálfleikur): Grótta leiðir í hálfleik, varnarleikur liðsins hefur verið flottur og Selma öflug þar fyrir aftan í markinu en það vantar aðeins upp á í sóknarleik beggja liða.10-9 (30. mínúta): Unnur kemur Gróttu aftur yfir með þriðja marki sínu, hún hefur verið hættuleg úr horninu en kollegi hennar hinumegin, Þórey Anna, hefur ekki náð takti.8-9 (28. mínúta): Grótta hefur átt í bölvuðum vandræðum með lengri skotin frá Stjörnunni þegar þær hleypa skyttunum upp innan punktalínunnar, núna skorar Rakel og vill fá tvær mínútur í þokkabót en það er árangurslaus krafa.8-8 (26. mínúta): Nú tekur Kári leikhlé til að taka til í sóknarleik Gróttu. Það er allt í járnum hérna þegar stutt er til hálfleiks.8-7 (23. mínúta): Laufey Ásta fiskar vítakast í sókninni á undan og keyrir svo sjálf á varnarlínuna og kemur Gróttu yfir í fyrsta sinn í leiknum. Halldór Harri ekki lengi að bregðast við og tekur leikhlé.6-6 (21. mínúta): Brynhildur kemur Stjörnunni aftur yfir með lausu skoti sem Selma sér seint en Laufey Ásta svarar um hæl. Halldór Harri er kominn með leikhlésspjaldið í hendurnar.5-5 (17. mínúta): Tapaður bolti og Unnur og Lovísa komast saman í hraðaupphlaup, sú síðarnefnda er örlát og gefur boltann á Unni þrátt fyrir að vera ekki komin á blað í kvöld.4-5 (15. mínúta): Betra boltaflæði komið hjá Gróttu, farnar að leita inn á línuna og í hornin.2-4 (13. mínúta): Sóknarleikur Gróttu hefur verið staður hérna í upphafi, Stjarnan klippir Lovísu út og það virðast fáir Seltirningar vera tilbúnir að taka af skarið. Þetta er of hægt. 2-3 (12. mínúta): Gamli refurinn Anna Úrsúla með flott mark. Lætur líta út fyrir að vera að stilla upp í skot fyrir Lovísu úr aukakasti en tekur skotið sjálf beint úr aukakastinu og Heiða er alls ekki tilbúin í markiun.1-2 (10. mínúta): Loksins kemur mark frá Stjörnunni eftir átta mínútur án marks. Helena Rut hoppar upp og hótar skotinu en laumar boltanum á Elenu sem skorar af línunni.1-1 (9. mínúta): Heyrðu það stefnir bara í fótboltatölur hérna í kvöld, liðin ætla ekkert að skora. Gestirnir búnir að fá fín færi og eru að opna vörn Gróttu nokkuð vel en Selma er vel á verði í markinu og hefur tekið nokkra mikilvæga bolta.1-1 (6. mínúta): Heiða í markinu hjá Stjörnunni byrjar vel, les núna Sunnu Maríu eins og opna bók og ver vítakast frá henni.0-1 (4. mínúta): Hörku varnarleikur hér í byrjun, sækja fram og gefa fá færi á sér en þegar færið hefur komið hefur nýtingin ekkert verið frábær. Það er þó hrikalega flott stemming hér í Hertz-höllinni.0-0 (1. mínúta): Jæja þá hefjast leikar hér á Seltjarnarnesi. Ná gestirnir að kreista fram oddaleik eða fer Grótta í úrslitin þriðja árið í röð?Fyrir leik: Þetta einvígi hefur auðvitað verið töluvert til umfjöllunar, síðast þegar liðin mættust hér sigraði Stjarnan en Gróttu var dæmdur sigur eftir að Nataly Sæunn Valencia kom inná þrátt fyrir að vera ekki á skýrslu. Fyrir leik: Framkonur sitja eflaust afslappaðar upp í sófa og fylgjast með liðunum berja úr hvor öðru líftóruna en sigurliðið í þessu einvígi mætir Fram í úrslitaeinvíginu. Fyrir leik: Dagskipunin er klár, Gróttusigur þýðir að liðið er komið í úrslitin þriðja árið í röð en takist gestunum að sigra í kvöld þarf oddaleik til að knýja um hvort liðið fer í úrslitin.Fyrir leik: Góða kvöldið og velkomin með okkur í beina textalýsingu frá leik Gróttu og Stjörnunnar í undanúrslitum Olís-deildar kvenna af Seltjarnarnesi. Rakel Dögg: Nú er bara að duga eða drepast„Ég er bara ótrúlega ánægð að hafa klárað þennan leik, það var mikið af mistökum í sóknarleiknum og varnarleikurinn og markvarslan var til fyrirmyndar í dag og við náum að kreista fram oddaleik,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir kát að leikslokum. Rakel sagði að leikmenn hefðu ekki rætt dramatíkin sem tengdist leik tvö í einvíginu. „Þetta gerðist, við vorum auðvitað hundfúlar en við vitum að þetta er fimm leikja sería og þú vinnur bara einn leik í einu. Við ákváðum að einbeita okkur bara að leikjunum í hvert sinn og okkur hefur tekist það.“ Rakel sagði það erfitt að bjóða upp á nýjungar í sóknarleiknum þegar komið er í leik fjögur en sóknarleikurinn gekk erfiðlega framan af. „Þetta var leikur tveggja sterkra varna og markmennirnir voru frábærir en það er erfitt að finna upp á einhverjum nýjungum á þessu stigi. Þegar þú ert kominn í leik fjögur og fimm er komin þreyta í skrokkana og liðin farin að þekkja hvort annað vel. Þá verður þetta oft þannig að það er lítið af mörkum,“ sagði Rakel og hélt áfram: „Þú færð einhvern 1-2 dag á milli leikja og þú ert ekkert beint að stökkbreyta leiknum þar á milli. Maður er bara í endurhæfingu, núna eru tveir dagar í nlæsta leik og ég á ekki von á neinum stórum breytingum. Þetta er einvígi varnar og baráttu.“ Rakel viðurkenndi að það hefði verið erfitt að horfa á af bekknum en hún og Helena fengu báðar brottvísanir þegar skammt var eftir og var Stjarnan tveimur mönnum færri. „Við verðum að gera betur, þetta voru klaufaleg mistök hjá okkur og við þurfum að gæta okkur betur. Það er alveg ömurlegt að sitja á bekknum í stöðum eins og þessari en stelpurnar leystu þetta vel í okkar fjarveru.“ Rakel sagði það æðislegt að hafa svona stutt á milli leikja. „Það er allt undir, oddaleikur og nú er bara að duga eða drepast og ég hlakka gríðarlega til. Maður getur ekki kvartað, þetta er erfitt og maður er þreyttur en maður getur ekki beðið,“ sagði Rakel að lokum. Þórey Anna: Fáum færi til að klára leikinn en nýtum þau ekki„Þetta er auðvitað gríðarlega svekkjandi, það eru kaflar í leiknum þar sem við getum klárað leikinn en við nýttum þá ekki nægilega vel,“ sagði Þórey Anna Ásgeirsdóttir, leikmaður Gróttu, svekkt að leikslokum. „Við fengum færin til að gera það, við skorum ekki og gerum okkur erfitt fyrir. Þetta var rosalega jafn og spennandi leikur en þetta einvígi er ekki búið, það er einn leikur eftir.“ Þórey tók jákvæða punkta þrátt fyrir tapið. „Mér fannst sóknarleikurinn miklu betri í dag heldur en í síðustu leikjum en það má enn bæta hann. Svo var Selma hrikalega öflug í markinu, hún er búin að vera frábær í allri úrslitakeppninni.“ Gróttu tókst ekki að nýta kaflann sem þær léku tveimur mönnum fleiri nægilega vel þegar skammt var til leiksloka. „Það má alveg segja að það verði okkur að falli, við fáum eitt mark eftir frekar brussulega sókn og köstum boltanum frá okkur í næstu sókn. Það má alveg horfa á það sem svo að þar höfum við misst af tækifæri til að jafna metin.“ Helena Rut: Sýndum karakter með því að klára þetta„Heldur betur, þetta var geðveikur sigur og við sýndum karakter með því að klára þetta. Þetta lið er alveg frábært,“ sagði Helena Rut Örvarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, alsæl er hún var spurð út í tilfinningarnar eftir leik. „Við erum búnar að vera með bakið upp við vegg núna síðustu tvo leiki. Þetta var algjör úrslitaleikur, sigur eða sumarfrí. Við komum af krafti inn í leikinn, sérstaklega varnarlega en sóknarleikurinn gékk brösulega.“ Markverðirnir tóku marga mikilvæga bolta en Helena hrósaði Selmu, markmanni Gróttu, að leikslokum. „Hún var frábær í markinu, hún gerði okkur erfitt fyrir og er frábær markmaður en sem betur fer náðum við að setja einu marki meira en Grótta á töfluna að leik loknum. Við héldum vörnininni vel og Heiða var flott okkar megin í markinu.“ Helena sagði það vera skiljanlegt að sóknarleikurinn hafi verið brösugur framan af. „Ég er búin að missa töluna á því hversu oft þessi lið eru búin að mætast undanfarið og við erum farnar að þekkja hvora aðra vel inn á vellinum. Þessir leikir eru alltaf erfiðir og það er ekki margt nýtt en það kemur í ljós hvernig þetta fer á sunnudaginn,“ sagði Helena og bætti við: „Það verður bara annar úrslitaleikur fyrir okkur, við þurfum að vinna til að halda þessu áfram og við getum ekki beðið eftir þessum leik.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira