Til stóð að Samoilova myndi flytja framlag Rússlands í keppninni en henni var neitað um komu til Úkraínu þar sem hún hafði komið fram á tónleikum á Krím árið 2015. Rússland innlimaði Krímskaga ári fyrr. Rússar ákváðu í kjölfar ákvörðunar úkraínskra yfirvalda að sniðganga keppnina í ár.
Úkraína vann óvænt Eurovision í fyrra með flutningi söngkonunnar Jamala á laginu 1944. Lagið fjallar um fjöldafólksflutninga Josef Stalín á Tatörum frá Krímstaga á tímum síðari heimsstyrjaldar.
Að neðan má sjá lag Samoilova sem upphaflega stóð til að hún myndi flytja í Eurovision í ár. Lagið ber nafnið Flame Is Burning.