Leiðarvísir að góðri HM-ferð til Rússlands Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. október 2017 06:00 Katrínarborg er nútímaleg iðnaðarborg í Rússlandi. Nordicphotos/Getty Íslenska landsliðið í knattspyrnu karla hefur tryggt sér þátttökurétt á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. Er þetta annað stórmótið sem strákarnir okkar keppa á í röð. Mótið fer að þessu sinni fram á tólf knattspyrnuvöllum í alls ellefu borgum. Sú borg sem er í mestri fjarlægð frá Reykjavík er Katrínarborg (Yekaterinburg) sem jafnframt er eina borgin af ellefu sem er í Asíuhluta Rússlands. Þurfi landsliðið að spila þar mega Íslendingar gera ráð fyrir rúmlega 6.000 kílómetra löngu ferðalagi. Dregið verður í riðla þann 1. desember næstkomandi og mun þá koma í ljós hvaða þremur liðum Íslendingar mæta í þessum fyrsta hluta keppninnar. Vonandi verða leikirnir þó fleiri. Í ljósi þess að fæstir Íslendingar hafa ferðast til Rússlands tók Fréttablaðið saman hagnýtar upplýsingar um áfangastaðina og mótið sjálft.Dómkirkja endurupprisins Krists í Sankti Pétursborg er afar falleg.nordicphotos/gettySamgöngur Nokkuð auðvelt er að ferðast í Rússlandi og eru almenningssamgöngur sterkar ef marka má vef heimsmeistaramótsins. Jarðlestakerfi má finna í sex af keppnisborgunum, Moskvu, Skt. Pétursborg, Kazan, Nizhny Novgorod, Samara og Katrínarborg. Þá ganga lestir á milli borga og strætisvagnar og leigubílar innan borga. Hægt er að reikna með að hálftímalöng leigubílsferð kosti um þúsund íslenskar krónur. Bílaleigur finnast á flestum flugvöllum og þarf að uppfylla ýmis skilyrði til að fá að leigja bíl. Ökumaður þarf að vera að minnsta kosti 21 árs og hafa haft bílpróf í að minnsta kosti ár. Greiða þarf um átta þúsund krónur í tryggingu sem fást til baka ef bílnum er skilað með fullum tanki af eldsneyti og ósködduðum. Sextíu kílómetra hámarkshraði er á flestum götum innanbæjar en níutíu á vegum utanbæjar. Þó getur verið allt að 130 kílómetra hámarkshraði á hraðbrautum. Flestir vegir í Rússlandi eru tollalausir. Á einungis átta vegum í öllu ríkinu þarf að greiða vegtolla. Í flestum stórborgum er hægt að greiða með greiðslukorti víða og er það nærri algilt í útibúum stórra veitingastaða- eða verslanakeðja. Engin lágmarksupphæð þarf að vera á kaupunum til þess að hægt sé að nota greiðslukort.Sumargarðurinn í Sankti Pétursborg og kirkja heilags Ísaks.nordicphotos/AFPNeyðarlína og heilsa Líkt og á Íslandi er hægt að hringja í 112 ef þörf er á að ná í neyðarlínuna. Einnig er hægt að hringja í númerið 103 úr farsíma til þess að fá ríkisrekinn sjúkrabíl. Hægt er að nálgast upplýsingar um einkarekna sjúkrabíla og sjúkrahús á netinu. Einungis er hægt að kaupa lyf í apótekum. Í Rússlandi má ýmist finna ríkisrekin apótek sem venjulega eru ekki merkt nema með grænum krossi og orðinu „Apteka“ og svo einkareknar keðjur. Flest apótek eru opin alla daga vikunnar og í hverri heimsmeistaramótsborg má finna apótek sem opin eru allan sólarhringinn. Rússneska lögreglan á rétt á að stöðva vegfarendur á götum úti og biðja um að fá að sjá vegabréf eða önnur skilríki. Á Welcome 2018, vefsíðu og appi fyrir gesti mótsins, kemur fram að Rússland sé ekki hættulegra en hvert annað land. Þó beri að varast vasaþjófa og ólöglega leigubílstjóra. Hægt er að hafa samband við sendiráð Íslands í Rússlandi í síma +7 (495) 956-7604 ef eitthvað kemur upp á. Vistið númerið.Engar vegabréfsáritanir Engin þörf er á vegabréfsáritun ætli maður að ferðast til Rússlands til þess að sjá landsliðið keppa. Nóg er að sækja um sérstakt stuðningsmannaskírteini, eða „Fan ID“, á vefsíðunni www.fan-id.ru. Með skírteininu má viðkomandi stuðningsmaður ferðast sér að endurgjaldslausu með sérstökum lestum á milli keppnisborga og sömuleiðis með almenningssamgöngum á keppnisdegi.Þeir sem ferðast til Rússlands ættu að nota tækifærið og fara á menningarviðburð, ballett eða tónleika.nordicphotos/AFPHvað er skemmtilegt? Í borgunum ellefu verður haldin knattspyrnuveisla í sumar sem ber nafnið Fan Festival. Samkvæmt heimasíðu heimsmeistaramótsins verður boðið upp á tónlist og ýmiss konar skemmtiatriði og verða þessar veislur oftar en ekki haldnar á sögufrægum og fallegum stöðum í hverri borg fyrir sig. Að sjálfsögðu er hægt að versla í Rússlandi líkt og annars staðar. Götumarkaði má finna í hverri borg fyrir sig og einnig verslunargötur og verslunarmiðstöðvar. Verðlag í Rússlandi er lægra en á Íslandi og því gætu ferðamenn sparað sér pening eða gert góð kaup. Í nokkrum borganna má þar að auki finna verslunarmiðstöðvar sem sjálfar hafa orðið að vinsælum ferðamannastöðum sökum hönnunar og/eða sögu. Til að mynda Glavnyi Universalnyi Magazin í Moskvu. Allir þurfa líka að borða og er rík matarvagnamenning í Rússlandi. Finna má fjölda matarvagna sem bjóða upp á allt frá pylsum til kóreskra samloka. Rússneskir skyndibitastaðir eru vinsælir og svo má ekki gleyma Íslandsóvininum McDonald’s. Áfengi er langt frá því að vera bannað í Rússlandi en átján ára aldurstakmark er á áfengiskaupum og tóbakskaupum. Samkvæmt ferðamannasíðunni Numbeo mun stór rússneskur bjór kosta um 170 krónur íslenskar á meðalveitingastað í Moskvu en þriggja rétta máltíð fyrir tvo kostar samtals um 4.500 krónur. Vínflaskan úti í búð kostar um 900 krónur og bjórinn um hundrað kall. Fréttablaðið hvetur þó ekki til óhóflegrar neyslu áfengis.Rússnesk frasabók Já – da Nei - Njet Halló – Zdrastvuite Bless – Da svidania Takk – Spasiba Ég heiti – Menya Zovut Hvað kostar þetta? – Skolko eto stoit? Takið þið kreditkort? – Vi prinimaete kreditniye karty? Talar þú ensku? – Vy govorite po angliyski? Hvað er wifi lykilorðið? – Kakoy u vas parol ot vay-fai?Sankti Basils dómkirkjan á Rauða torginu í Moskvu.nordicphotos/AFPBorgirnar ellefuMoskvaMoskva er höfuðborg Rússlands og er henni skipt upp í tólf hverfi. Knattspyrna er mikilvægur þáttur í menningu Moskvu og eru fjögur stærstu lið borgarinnar CSKA, Spartak, Dynamo og Lokomotiv. Öll hafa þau notið nokkurrar velgengni. Helsti kennileiti sem vert er að skoða eru Kreml, Rauða torgið, dómkirkja Sankti Basils (litríka kirkjan með turnunum sem allir þekkja) og Gorky-skemmtigarðurinn.Stór bjór á bar: 170 kr. Máltíð á McDonalds: 545 kr. Kaffibolli á kaffihúsi: 300 kr.Sankti PétursborgNafn Sankti Pétursborgar hefur breyst fjórum sinnum á undanfarinni öld og hefur hún meðal annars verið nefnd í höfuðið á byltingarleiðtoganum Lenín. Borgin er við ánna Nevu og er sögð Evrópumeistari í brúarsmíði. Miðborg Sankti Pétursborgar er á heimsminjaskrá UNESCO og er borgin oftar en ekki kölluð menningarhöfuðborg Rússlands. Helstu kennileiti sem vert er að skoða eru Hermitage-safnið, Peterhof-höll, Vetrarhöllin, Dómkirkja Sankti Ísaks, Rússneska listasafnið og Hallartorgið.Stór bjór á bar: 218 kr. Máltíð á McDonalds: 545 kr. Kaffibolli á kaffihúsi: 259 kr.KazanKazan er þúsund ára gömul borg á vesturbakka Volgu. Hún er miðstöð trúar, efnahags og menningar og kölluð þriðja höfuðborgin. Borgin er ein sú fjölmenningarlegasta í Rússlandi en þar má finna múslima, réttrúnaðarkristna, gyðinga og kaþólikka. Matarmenningin í Kazan á rætur að rekja til Tatara og er einn frægasti rétturinn djúpsteikta bakkelsið chak-chak. Helstu kennileiti eru Qolsarif moskan, Þúsaldargarðurinn, Þjóðmenningarsafnið, Svartavatn og Kazan Kreml.Stór bjór á bar: 106 kr. Máltíð á McDonalds: 545 kr. Kaffibolli á kaffihúsi: 260 kr.SochiSochi hélt Vetrarólympíuleikana árið 2014 en borgin er við Svartahaf í suðvesturhluta Rússlands. Helstu kennileyti eru grasagarður borgarinnar, höfrungagarðurinn Riviera, Orlinye Skaly-klettar og sögusafnið í Sochi.Stór bjór á bar: 199 kr. Máltíð á McDonalds: 545 kr. Kaffibolli á kaffihúsi: 168 kr.VolgogradVolgograd hét áður Stalíngrad og er að minnsta kosti 400 ára gömul. Borgin er, eins og nafnið gefur til kynna, við ánna Volgu. Miðborgin er miðpunktur mannlífsins má þar finna flesta garða, söfn og leikhús borgarinnar. Helstu kennileiti eru styttan Móðurlandið kallar, hús Pavlovs, skipaskurðurinn og Mamayev Kurgan-hæð þar sem finna má ýmsa minnisvarða.Stór bjór á bar: 127 kr. Máltíð á McDonalds: 384 kr. Kaffibolli á kaffihúsi: 127 kr.Við Svartahafið. Í Gelenzhik þar sem íslenska landsliðið mun dvelja.nordicphotos/GettyKatrínarborgKatrínarborg er eina borg mótsins sem er í Asíu en hún er höfuðborg Úralfjalla og Sverdlovsk-svæðis. Borgin var stofnuð árið 1723. Borgin stendur við ánna Iset og Gorodskoy Prud-vatn. Helstu kennileiti eru dýragarður borgarinnar, Sögutorgið, Jarðfræðisafnið og safn Boris Jeltsíns forseta.Stór bjór á bar: 102 kr. Máltíð á McDonalds: 454 kr. Kaffibolli á kaffihúsi: 193 kr.KaliníngradKaliníngrad er vestasti hluti Rússlands og stendur við Eystrasalt, utan hefðbundinna landamæra ríkisins.Borgin var stofnuð árið 1255 og hét þá Königsberg. Hún varð höfuðborg Prússa á sextándu öld en féll í hlut Sovétríkjanna i síðari heimsstyrjöld. Helstu kennileiti eru dómkirkja og kastali borgarinnar, kennd við Königsberg, og dýragarðurinn.Stór bjór á bar: 145kr Máltíð á McDonalds 725kr Kaffibolli á kaffihúsi 167krNizhny NovgorodNizhny Novgorod var stofnuð árið 1221 og var á fjórtándu öld sjálfstætt borgríki sem hafði álíka ítök og Moskva. Borgin hét Gorky á tímum Sovétríkjanna. Helstu kennileiti eru Svissneski garðurinn, Limpopo-dýragarðurinn, Nizhny Novgorod Kreml og Ríkislistasafnið.Stór bjór á bar: 181 kr. Máltíð á McDonalds: 545 kr. Kaffibolli á kaffihúsi: 231 kr.Rostov-na-DonuRostov-na-Donu er óopinber suðurhöfuðborg Rússlands og var stofnuð árið 1749 við ánna Don. Nasistar réðust á borgina í seinni heismstyrjöld og var hún nærri gereyðilögð í stríðinu. Það tók um áratug að byggja borgina á ný. Helstu kennileiti eru dýragarður borgarinnar, Druzhba-garður og Gorky garðurinn.Stór bjór á bar: 145 kr. Máltíð á McDonalds 508 kr. Kaffibolli á kaffihúsi: 190 kr.SamaraSamara stendur við mót ánna Samöru og Volgu og hét Kuibyshev til ársins 1991. Var borgin eins konar varahöfuðborg Sovétríkjanna. Geimfar Júrís Gagarín var byggt í borginni sem og fyrsti gervihnötturinn Spútnik. Helstu kennileiti eru Gagarín garðurinn, Neðanjarðarbyrgi Stalíns og dýragarður borgarinnar.Stór bjór á bar: 113 kr. Máltíð á McDonalds 568 kr. Kaffibolli á kaffihúsi: 205 kr.SaranskSaransk er höfuðborg Mordóvíu og þar býr um þriðjungur þjóðflokksins Mordóva. Því er Mordóvíska annað opinbert tungumál héraðsins og er hún kennd í skólum. Borgin stendur við ánna Insar og var stofnuð árið 1641. Helstu kennileiti eru Zoopark, Listasafn Mordóvíu og Lenínstyttan.Stór bjór á bar: 116 kr. Máltíð á McDonalds 272 kr. Kaffibolli á kaffihúsi 145 kr. Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Íslenska landsliðið í knattspyrnu karla hefur tryggt sér þátttökurétt á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. Er þetta annað stórmótið sem strákarnir okkar keppa á í röð. Mótið fer að þessu sinni fram á tólf knattspyrnuvöllum í alls ellefu borgum. Sú borg sem er í mestri fjarlægð frá Reykjavík er Katrínarborg (Yekaterinburg) sem jafnframt er eina borgin af ellefu sem er í Asíuhluta Rússlands. Þurfi landsliðið að spila þar mega Íslendingar gera ráð fyrir rúmlega 6.000 kílómetra löngu ferðalagi. Dregið verður í riðla þann 1. desember næstkomandi og mun þá koma í ljós hvaða þremur liðum Íslendingar mæta í þessum fyrsta hluta keppninnar. Vonandi verða leikirnir þó fleiri. Í ljósi þess að fæstir Íslendingar hafa ferðast til Rússlands tók Fréttablaðið saman hagnýtar upplýsingar um áfangastaðina og mótið sjálft.Dómkirkja endurupprisins Krists í Sankti Pétursborg er afar falleg.nordicphotos/gettySamgöngur Nokkuð auðvelt er að ferðast í Rússlandi og eru almenningssamgöngur sterkar ef marka má vef heimsmeistaramótsins. Jarðlestakerfi má finna í sex af keppnisborgunum, Moskvu, Skt. Pétursborg, Kazan, Nizhny Novgorod, Samara og Katrínarborg. Þá ganga lestir á milli borga og strætisvagnar og leigubílar innan borga. Hægt er að reikna með að hálftímalöng leigubílsferð kosti um þúsund íslenskar krónur. Bílaleigur finnast á flestum flugvöllum og þarf að uppfylla ýmis skilyrði til að fá að leigja bíl. Ökumaður þarf að vera að minnsta kosti 21 árs og hafa haft bílpróf í að minnsta kosti ár. Greiða þarf um átta þúsund krónur í tryggingu sem fást til baka ef bílnum er skilað með fullum tanki af eldsneyti og ósködduðum. Sextíu kílómetra hámarkshraði er á flestum götum innanbæjar en níutíu á vegum utanbæjar. Þó getur verið allt að 130 kílómetra hámarkshraði á hraðbrautum. Flestir vegir í Rússlandi eru tollalausir. Á einungis átta vegum í öllu ríkinu þarf að greiða vegtolla. Í flestum stórborgum er hægt að greiða með greiðslukorti víða og er það nærri algilt í útibúum stórra veitingastaða- eða verslanakeðja. Engin lágmarksupphæð þarf að vera á kaupunum til þess að hægt sé að nota greiðslukort.Sumargarðurinn í Sankti Pétursborg og kirkja heilags Ísaks.nordicphotos/AFPNeyðarlína og heilsa Líkt og á Íslandi er hægt að hringja í 112 ef þörf er á að ná í neyðarlínuna. Einnig er hægt að hringja í númerið 103 úr farsíma til þess að fá ríkisrekinn sjúkrabíl. Hægt er að nálgast upplýsingar um einkarekna sjúkrabíla og sjúkrahús á netinu. Einungis er hægt að kaupa lyf í apótekum. Í Rússlandi má ýmist finna ríkisrekin apótek sem venjulega eru ekki merkt nema með grænum krossi og orðinu „Apteka“ og svo einkareknar keðjur. Flest apótek eru opin alla daga vikunnar og í hverri heimsmeistaramótsborg má finna apótek sem opin eru allan sólarhringinn. Rússneska lögreglan á rétt á að stöðva vegfarendur á götum úti og biðja um að fá að sjá vegabréf eða önnur skilríki. Á Welcome 2018, vefsíðu og appi fyrir gesti mótsins, kemur fram að Rússland sé ekki hættulegra en hvert annað land. Þó beri að varast vasaþjófa og ólöglega leigubílstjóra. Hægt er að hafa samband við sendiráð Íslands í Rússlandi í síma +7 (495) 956-7604 ef eitthvað kemur upp á. Vistið númerið.Engar vegabréfsáritanir Engin þörf er á vegabréfsáritun ætli maður að ferðast til Rússlands til þess að sjá landsliðið keppa. Nóg er að sækja um sérstakt stuðningsmannaskírteini, eða „Fan ID“, á vefsíðunni www.fan-id.ru. Með skírteininu má viðkomandi stuðningsmaður ferðast sér að endurgjaldslausu með sérstökum lestum á milli keppnisborga og sömuleiðis með almenningssamgöngum á keppnisdegi.Þeir sem ferðast til Rússlands ættu að nota tækifærið og fara á menningarviðburð, ballett eða tónleika.nordicphotos/AFPHvað er skemmtilegt? Í borgunum ellefu verður haldin knattspyrnuveisla í sumar sem ber nafnið Fan Festival. Samkvæmt heimasíðu heimsmeistaramótsins verður boðið upp á tónlist og ýmiss konar skemmtiatriði og verða þessar veislur oftar en ekki haldnar á sögufrægum og fallegum stöðum í hverri borg fyrir sig. Að sjálfsögðu er hægt að versla í Rússlandi líkt og annars staðar. Götumarkaði má finna í hverri borg fyrir sig og einnig verslunargötur og verslunarmiðstöðvar. Verðlag í Rússlandi er lægra en á Íslandi og því gætu ferðamenn sparað sér pening eða gert góð kaup. Í nokkrum borganna má þar að auki finna verslunarmiðstöðvar sem sjálfar hafa orðið að vinsælum ferðamannastöðum sökum hönnunar og/eða sögu. Til að mynda Glavnyi Universalnyi Magazin í Moskvu. Allir þurfa líka að borða og er rík matarvagnamenning í Rússlandi. Finna má fjölda matarvagna sem bjóða upp á allt frá pylsum til kóreskra samloka. Rússneskir skyndibitastaðir eru vinsælir og svo má ekki gleyma Íslandsóvininum McDonald’s. Áfengi er langt frá því að vera bannað í Rússlandi en átján ára aldurstakmark er á áfengiskaupum og tóbakskaupum. Samkvæmt ferðamannasíðunni Numbeo mun stór rússneskur bjór kosta um 170 krónur íslenskar á meðalveitingastað í Moskvu en þriggja rétta máltíð fyrir tvo kostar samtals um 4.500 krónur. Vínflaskan úti í búð kostar um 900 krónur og bjórinn um hundrað kall. Fréttablaðið hvetur þó ekki til óhóflegrar neyslu áfengis.Rússnesk frasabók Já – da Nei - Njet Halló – Zdrastvuite Bless – Da svidania Takk – Spasiba Ég heiti – Menya Zovut Hvað kostar þetta? – Skolko eto stoit? Takið þið kreditkort? – Vi prinimaete kreditniye karty? Talar þú ensku? – Vy govorite po angliyski? Hvað er wifi lykilorðið? – Kakoy u vas parol ot vay-fai?Sankti Basils dómkirkjan á Rauða torginu í Moskvu.nordicphotos/AFPBorgirnar ellefuMoskvaMoskva er höfuðborg Rússlands og er henni skipt upp í tólf hverfi. Knattspyrna er mikilvægur þáttur í menningu Moskvu og eru fjögur stærstu lið borgarinnar CSKA, Spartak, Dynamo og Lokomotiv. Öll hafa þau notið nokkurrar velgengni. Helsti kennileiti sem vert er að skoða eru Kreml, Rauða torgið, dómkirkja Sankti Basils (litríka kirkjan með turnunum sem allir þekkja) og Gorky-skemmtigarðurinn.Stór bjór á bar: 170 kr. Máltíð á McDonalds: 545 kr. Kaffibolli á kaffihúsi: 300 kr.Sankti PétursborgNafn Sankti Pétursborgar hefur breyst fjórum sinnum á undanfarinni öld og hefur hún meðal annars verið nefnd í höfuðið á byltingarleiðtoganum Lenín. Borgin er við ánna Nevu og er sögð Evrópumeistari í brúarsmíði. Miðborg Sankti Pétursborgar er á heimsminjaskrá UNESCO og er borgin oftar en ekki kölluð menningarhöfuðborg Rússlands. Helstu kennileiti sem vert er að skoða eru Hermitage-safnið, Peterhof-höll, Vetrarhöllin, Dómkirkja Sankti Ísaks, Rússneska listasafnið og Hallartorgið.Stór bjór á bar: 218 kr. Máltíð á McDonalds: 545 kr. Kaffibolli á kaffihúsi: 259 kr.KazanKazan er þúsund ára gömul borg á vesturbakka Volgu. Hún er miðstöð trúar, efnahags og menningar og kölluð þriðja höfuðborgin. Borgin er ein sú fjölmenningarlegasta í Rússlandi en þar má finna múslima, réttrúnaðarkristna, gyðinga og kaþólikka. Matarmenningin í Kazan á rætur að rekja til Tatara og er einn frægasti rétturinn djúpsteikta bakkelsið chak-chak. Helstu kennileiti eru Qolsarif moskan, Þúsaldargarðurinn, Þjóðmenningarsafnið, Svartavatn og Kazan Kreml.Stór bjór á bar: 106 kr. Máltíð á McDonalds: 545 kr. Kaffibolli á kaffihúsi: 260 kr.SochiSochi hélt Vetrarólympíuleikana árið 2014 en borgin er við Svartahaf í suðvesturhluta Rússlands. Helstu kennileyti eru grasagarður borgarinnar, höfrungagarðurinn Riviera, Orlinye Skaly-klettar og sögusafnið í Sochi.Stór bjór á bar: 199 kr. Máltíð á McDonalds: 545 kr. Kaffibolli á kaffihúsi: 168 kr.VolgogradVolgograd hét áður Stalíngrad og er að minnsta kosti 400 ára gömul. Borgin er, eins og nafnið gefur til kynna, við ánna Volgu. Miðborgin er miðpunktur mannlífsins má þar finna flesta garða, söfn og leikhús borgarinnar. Helstu kennileiti eru styttan Móðurlandið kallar, hús Pavlovs, skipaskurðurinn og Mamayev Kurgan-hæð þar sem finna má ýmsa minnisvarða.Stór bjór á bar: 127 kr. Máltíð á McDonalds: 384 kr. Kaffibolli á kaffihúsi: 127 kr.Við Svartahafið. Í Gelenzhik þar sem íslenska landsliðið mun dvelja.nordicphotos/GettyKatrínarborgKatrínarborg er eina borg mótsins sem er í Asíu en hún er höfuðborg Úralfjalla og Sverdlovsk-svæðis. Borgin var stofnuð árið 1723. Borgin stendur við ánna Iset og Gorodskoy Prud-vatn. Helstu kennileiti eru dýragarður borgarinnar, Sögutorgið, Jarðfræðisafnið og safn Boris Jeltsíns forseta.Stór bjór á bar: 102 kr. Máltíð á McDonalds: 454 kr. Kaffibolli á kaffihúsi: 193 kr.KaliníngradKaliníngrad er vestasti hluti Rússlands og stendur við Eystrasalt, utan hefðbundinna landamæra ríkisins.Borgin var stofnuð árið 1255 og hét þá Königsberg. Hún varð höfuðborg Prússa á sextándu öld en féll í hlut Sovétríkjanna i síðari heimsstyrjöld. Helstu kennileiti eru dómkirkja og kastali borgarinnar, kennd við Königsberg, og dýragarðurinn.Stór bjór á bar: 145kr Máltíð á McDonalds 725kr Kaffibolli á kaffihúsi 167krNizhny NovgorodNizhny Novgorod var stofnuð árið 1221 og var á fjórtándu öld sjálfstætt borgríki sem hafði álíka ítök og Moskva. Borgin hét Gorky á tímum Sovétríkjanna. Helstu kennileiti eru Svissneski garðurinn, Limpopo-dýragarðurinn, Nizhny Novgorod Kreml og Ríkislistasafnið.Stór bjór á bar: 181 kr. Máltíð á McDonalds: 545 kr. Kaffibolli á kaffihúsi: 231 kr.Rostov-na-DonuRostov-na-Donu er óopinber suðurhöfuðborg Rússlands og var stofnuð árið 1749 við ánna Don. Nasistar réðust á borgina í seinni heismstyrjöld og var hún nærri gereyðilögð í stríðinu. Það tók um áratug að byggja borgina á ný. Helstu kennileiti eru dýragarður borgarinnar, Druzhba-garður og Gorky garðurinn.Stór bjór á bar: 145 kr. Máltíð á McDonalds 508 kr. Kaffibolli á kaffihúsi: 190 kr.SamaraSamara stendur við mót ánna Samöru og Volgu og hét Kuibyshev til ársins 1991. Var borgin eins konar varahöfuðborg Sovétríkjanna. Geimfar Júrís Gagarín var byggt í borginni sem og fyrsti gervihnötturinn Spútnik. Helstu kennileiti eru Gagarín garðurinn, Neðanjarðarbyrgi Stalíns og dýragarður borgarinnar.Stór bjór á bar: 113 kr. Máltíð á McDonalds 568 kr. Kaffibolli á kaffihúsi: 205 kr.SaranskSaransk er höfuðborg Mordóvíu og þar býr um þriðjungur þjóðflokksins Mordóva. Því er Mordóvíska annað opinbert tungumál héraðsins og er hún kennd í skólum. Borgin stendur við ánna Insar og var stofnuð árið 1641. Helstu kennileiti eru Zoopark, Listasafn Mordóvíu og Lenínstyttan.Stór bjór á bar: 116 kr. Máltíð á McDonalds 272 kr. Kaffibolli á kaffihúsi 145 kr.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira