Megum ekki brynja okkur Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 14. október 2017 09:00 „Fólk er að opna augun fyrir því að kynferði hefur áhrif og líka stétt og staða,“ segir Kolbrún. Visir/Anton Brink Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari er nýkomin úr fríi á Ítalíu með eiginmanni sínum, Hauki Agnarssyni. Á Ítalíu safnaði hún kröftum eftir vinnutörn í málssókn gegn Thomas Møller Olsen sem var í lok september dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana og fyrir fíkniefnalagabrot. Kolbrún segir það hafa verið gott að hvíla sig aðeins eftir málið. Réttarhöldin hófust í sumar en svo var gert hlé á þeim í nokkrar vikur. „Málið var í huga mér allan þann tíma. Þó að réttarhöldunum hefði verið frestað. Það var mjög gott að ná hvíld og sólskini fyrir veturinn,“ segir Kolbrún og segir það hafa glatt sig við heimkomuna hvað það er gott haustveður í Reykjavík þessa dagana. Útsýnið frá Kjarvalsstöðum út á Klambratún sýnir það. Haustlitirnir eru margbrotnir.Nánast bein útsending Fjölmiðlar og almenningur fylgdust grannt með málinu. Fréttaflutningur af réttarhöldunum var ítarlegri en áður í íslensku samfélagi. Kolbrún segir jákvætt að fjölmiðlar fylgist með þótt það geti verið vandkvæðum bundið. „Það hafa áður komið upp mál þar sem maður situr í dómssal með miklum fjölda fjölmiðlafólks. Það hafa þó aldrei borist svo miklar og nákvæmar lýsingar í fjölmiðla. Það er jákvætt að fjölmiðlar fylgist með störfum réttarins því það verður til þess að almenningur kynnist réttarkerfinu og því hvernig réttarhöld fara fram. En það getur orðið flókið í ákveðnum málum. Sérstaklega þegar það eru svona miklar textalýsingar á framburðum vitna sem eru að gefa skýrslu fyrir dómi,“ segir Kolbrún og jafnar því nánast við beina útsendingu úr réttarhaldinu. „Sem getur verið vandasamt. Fólk situr heima og getur skoðað á netinu hvað sagt er og fær aukið aðgengi og skilning á réttarkerfinu. En það er verra þegar vitni sem bíða þess að gefa skýrslu sitja frammi og lesa hvað fer fram. Þannig var þetta stundum í hrunmálunum. Fólk sat frammi, las framburð annarra á netinu, vitnaði svo í hann þegar það kom inn í réttarsal og gaf skýrslu,“ bendir Kolbrún á og segir að stundum óski ákæruvaldið eftir því að fjölmiðlar bíði með fréttaflutning sinn. „Það hefur verið gott samstarf við fjölmiðla þegar eftir því er óskað.“Upplýsingaréttur almennings Kolbrún segir samskipti við fjölmiðla um dómsmál að aukast. „Það hefur lengi verið hræðsla í okkar stétt. Hvað megi segja og hvað megi ekki segja. Það vill enginn brjóta trúnaðarskyldu. En upplýsingaréttur almennings er á sama tíma alltaf að verða sterkari. Lögreglan er að opna á samskipti, við hjá ákæruvaldinu erum líka að gera það en þurfum að vanda okkur að brjóta ekki trúnað. Við erum öll að læra á það að auka aðgengi almennings að upplýsingum, erum að stíga okkar fyrstu skref. Erlendis fær fólk þjálfun í þessu. En við þurfum að sjóast í þessu, við jafnt sem fjölmiðlar. Og svo án þess að vera með hroka, þá er bara mjög erfitt að lesa dóma. Eg var búin að vera eitt ár í íslensku áður en ég ákvað að leggja fyrir mig lögfræði í Háskólanum. Ég skildi ekki dómana! Það er ekkert skrýtið að það sé erfitt fyrir fólk að lesa þá og það er þá okkar hlutverk að skýra hvað í þeim felst.“Sextán ár er meginreglan Refsiramminn var fullnýttur og meira en það í héraðsdómi. Kolbrún segir það meginregluna í manndrápsmálum. „Á síðustu tíu til fimmtán árum hafa menn nærri því undantekningarlaust fengið sextán ár fyrir dómi. Ég man eftir undantekningu á þessu. Það er í máli manns sem fékk ellefu ár fyrir að kyrkja sambýliskonu sína. Það er sérstakt að lesa dóminn með hliðsjón af því hvaða ástæður réttlættu styttri dóm,“ segir Kolbrún en í dómnum var vísað í afbrýðisemi mannsins vegna framhjáhalds konu hans sem hefði valdið því að hann missti stjórn á sér. „Annars er meginreglan sextán ár. Hvort sem um er að ræða skipulagðan verknað, verknað þar sem játning liggur fyrir eða verknað sem er framinn tilviljunarkennt, kannski í æðiskasti. Þá virðist ekki skipta máli hvort menn játa eða neita sök og reyna að varpa henni á aðra. Það virðist ekki skipta máli, sextán ár eru dómafordæmin. Dómur í þessu máli sýnist mér þó vera þyngri. Ég les það á milli lína í dómsorðum því vanalega er gefinn afsláttur af dómi þegar það er dæmt fyrir fleiri brot. En við sjáum til hvernig þetta fer í áfrýjun til Hæstaréttar.“Um kannabis og refsingar Kolbrún hefur starfað sem saksóknari í tólf ár. Á þessum tíma hefur reynslan mótað skoðanir hennar á réttarkerfinu og ýmsum samfélagslegum málefnum. Talið berst að afglæpavæðingu fíkniefna. „Ég get ekki vísað í rannsóknir en get lýst minni reynslu. Ég hef horft upp á svo marga fara í gegnum réttarkerfið sem hafa gert hræðilega hluti í geðrofi vegna langvarandi kannabisneyslu. Það er ákveðinn ruglingur í umræðunni. Sumir tala um að eigin neysla eigi ekki að vera refsiverð. Raunin er sú að engum er refsað fyrir neyslu, aðeins vörslu, en það fer enginn í fangelsi vegna vörsluskammta. Málin sem fólk situr inni fyrir eru vegna brota sem eru framin í neyslu, auðgunar- og ofbeldisbrot. Þá eru sumir sem vilja lögleiða neysluskammta og aðrir sem vilja bara lögleiða kannabis, svo fólk geti hreinlega flutt inn allt það hass sem það vill. Staðreyndin er þessi, það er enginn dæmdur í fangelsi fyrir að vera með einhver grömm af hassi á sér, refsingin er sekt. Þeir lenda hins vegar á sakaskrá. Mér finnst alveg mega skoða það að breyta því, að svona brot fari ekki á sakaskrá.“Manneskjur eins og ég og þú Kolbrún er oft spurð að því hvernig henni líði eiginlega að mæta í dómssal fólki sem hefur framið alvarlega glæpi. Hvort hún sé ekki hrædd eða full viðbjóðs. „Þetta eru engin skrímsli, það eru engin skrímsli til. Ég er oft spurð hvort ég sé hrædd eða hvernig mér líði eiginlega. En við megum ekki gleyma því að þótt þetta sé fólk sem hefur framið hræðilega glæpi, þá er það manneskjur. Manneskjur eins og ég og þú. Maður sér auðvitað fólk á sínum verstu stundum. Bæði þolendur og gerendur. Það er oft erfitt og mikil glíma en það er að mínu mati mikilvægt að halda í samkenndina. Fangelsin eru full af fólki sem þarf að hjálpa. Við leysum engan vanda með því að horfa fram hjá því.“ Hún viðurkennir þó að oft fylgi vanlíðan og vanmáttur með erfiðum verkefnum heim. „Manndrápsmálin og sársauki þolenda. Og mál þar sem er brotið alvarlega gegn börnum. Mál þar sem menn eru að taka börn upp í bíla á götum. Ræna þeim, þá upplifi ég að ég sé berskjölduð. Það er erfitt að hlusta á framburð foreldra af þeim skaða sem börn hafa orðið fyrir eftir að hafa verið beitt ofbeldi. Auðvitað er þetta sjaldgæft, það er miklu algengara að einhver sem er náinn börnum brjóti á þeim. Börn eru svo saklaus og það er alveg sama hvað ég segi við börnin mín, ég get ekki endilega komið í veg fyrir að eitthvað hendi þau. Einhver blekki þau og beiti þau ofbeldi.“Brennum frekar út ef við lokum á tilfinningar Og þegar Kolbrún nefnir þetta þá spyr fólk hana oft hvort það sé ekki erfitt að burðast með þessar tilfinningar, hvort hún brenni ekki út í starfi. En Kolbrún bendir á mikilvægt atriði. „Fólk áttar sig fljótt á því hvort þetta starf á við það. Hvort það þoli það. Mér finnst miklu frekar hætta á því að fólk brenni út ef það lokar of mikið á tilfinningar sínar. Ég hef aðeins orðið vör við þetta hjá sjálfri mér. Ég sit kannski með vinum og það eru sagðar slæmar fréttir og fólk bregst við með miklum tilfinningum en ég fer í framkvæmdagírinn. Fer að hugsa og tala um hvað þurfi að gera. Þetta er ekki gott. Við megum ekki brynja okkur of mikið tilfinningalega. Þá verðum við líka að passa að þótt maður hafi verið með mjög stór og erfið mál þá eru öll mál mikilvæg þótt þau varði hugsanlega vægari ákvæði. Fyrir manneskjuna sem lendir í broti þá er það kannski bara stóra áfallið. Þetta er kúnst og ákveðið jafnvægi sem fólk þarf að finna í starfi. Þú vilt aldrei að það hendi þig að þú bregðist við kærendum með kulda, hvort sem þú ert lögreglumaður eða saksóknari.“Óþægilegt og niðurlægjandi Í miðjum réttarhöldum varð mikið fár þegar fjölmiðlamaðurinn Eiríkur Jónsson birti á síðu sinni eirikur.is grein um brjóstaskoru Kolbrúnar sem væri sýnileg í klæðaburði hennar við aðalmeðferðina. Greinin vakti mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum. Margir gagnrýndu greinina en þá voru líka aðrir sem gagnrýndu Kolbrúnu fyrir að tjá sig um málið á Facebook-síðu sinni. „Úff, hvað skal segja? Mér fannst þetta eins og að lenda í hvirfilbyl. Það er margt breytt í dag í réttarsal. Dómarar, verjendur og saksóknarar eru nafngreindir og myndbirtir. Ég vil geta haldið minni persónu fyrir utan og fá að vera fulltrúi í friði en svo gerist þetta. Það er ofboðslega skrýtið að reyna á eigin skinni að lenda í svona séríslensku upphlaupi. Það ærðist hreinlega allt á samfélagsmiðlum. Þetta var óþægilegt. Mér fannst þetta niðurlægjandi og það var ágætt að finna stuðning fólks í því. En ég vildi ekki taka þátt í almennri umræðu um það, ég sagði nokkur orð á minni eigin persónulegu Facebook-síðu til vina minna um málið og finnst ég mega það. Það er ótrúlegt hvað fólk er tilbúið að tjá sig á netinu um annað fólk sem það þekkir ekki neitt. Fólk var til að mynda að tala um hárið á mér, pæla í því hvað ég væri lengi að hafa mig til á morgnana. Það sem var samt erfiðast var að þetta henti í þessu máli þar sem mikið af fólki átti um mjög sárt að binda. Á einum tíma var þetta mest lesna fréttin en ekki sú um framvindu málsins. Mér fannst það mjög leiðinlegt,“ segir Kolbrún frá.Fjölbreytt starf Það eru ekki allir sem í raun vita í hverju starf saksóknara felst. Kolbrún lýsir starfi sínu. „Það er rosalega fjölbreytt. Starf mitt felst mikið í lestri, í því að lesa málsgögn og fara yfir þau. Ég er mikið með kynferðisbrotamál. Í þeim þarf að sökkva sér dálítið í málin og lesa þau af athygli. Sérstaklega framburði fólks. Horfa á upptökur. Horfa í trúverðugleika og meta framburðina. En í örstuttu máli þá felst starfið í því að við tökum við málum sem koma frá lögreglu, metum þau og förum yfir rannsóknargögnin. Fyrsta spurningin er auðvitað alltaf hvort málið sé fullrannsakað, þarf að gera eitthvað meira? Eru einhverjir steinar sem þarf að velta frekar við, eru einhver vitni sem þarf að tala við eða spyrja frekari spurninga? Ef ekki þá þarf að meta málið út frá málsgögnum, er eitthvað sem ég get sannað? Er mál þarna? Svo er auðvitað stór hluti af starfinu að flytja mál fyrir dómstólum.“Framsækni og hlutleysiEn hvaða mannkosti þarf til? „Það er að hafa dómgreind. Að geta lesið framburði, hlustað á þá, fundið veikleikana. Hvort eitthvað gengur ekki upp, er eitthvað sem styður, eitthvað sem er ekki í samræmi? Þú þarft að hafa þetta nef en á sama tíma að hafa fræðin á hreinu, kröfur dómstóla. Kynferðisbrot eru til að mynda erfiður málaflokkur vegna þess að hann byggir mikið á munnlegum framburði. Með tímanum þróast þessi tilfinning og fólk þarf hreinlega að fá tækifæri til að þróa hana með sér. Þú þarft líka að hafa opinn huga sem góður saksóknari. Og fyrst og fremst að vera hlutlaus ákærandi en líka tilbúinn til að vera framsækinn upp að einhverju marki. Það skiptir máli fyrir ákæruvaldið og þróun refsiréttarins hér á landi. Ákæruvaldið hefur tækifæri til að hafa áhrif á þróun refsiréttarins með því að láta reyna á nýja hluti. Í því samhengi höfum við verið að sjá áhugaverða dóma síðustu ár þar sem ákæruvaldið er að láta reyna á ákveðna nýja túlkun á lögunum. En það eru ákæruvaldið sem þarf að leggja málin þannig fyrir dómstóla að þeir hafi tækifæri til að þróa réttinn.“Kerfið að breytastEn er þetta kynjaður heimur í dómssal? Því það hefur vakið athygli að konur skila séráliti í kynferðisbrotamálum til dæmis. „Það er ekki hægt að segja að konur dæmi svona og karlar hinsegin. En kyn hefur áhrif því að öll okkar reynsla skiptir máli. Hvernig við horfum á hlutina. Það hefur verið gagnrýnt hversu einsleitur hópur hefur starfað á æðstu stigum dómskerfisins. Þetta séu allt miðaldra lögfræðingakarlar úr MR og MA. Það er ekki þannig og þess utan þá finnst þetta vera svolítið að breytast. Ég hef starfað í meira en áratug í þessu umhverfi. Mér finnst ég finna mun. Ég finn mun á sjálfri mér. Ég finn mun á kerfinu, hvernig það mætir þolendum. En það er samt alltaf þörf á að bæta rannsóknir og bæta ákærumeðferðina þannig að við förum áfram með fleiri mál. Á sama tíma má samt aldrei víkja frá hlutlægniskyldunni og þeirri reglu að málið sé líklegt til sakfellingar. Fyrsta skrefið er að vanda rannsóknirnar, annað skrefið er að bæta ákærumeðferðina og við sjáum líka breytingu í dómum sem endurspegla breytingar í samfélagi okkar.“#höfumhátt og krafa um breytingar Kolbrún segir það verða áhugavert að fylgjast með þróun í meðferð kynferðisbrotamála á næstunni. Þolendur og aðstandendur sem hafi stigið fram í sumar undir formerkinu #höfumhátt hafi haft mikil áhrif á samfélag sitt. „Mér finnst ég vera að upplifa merkilega tíma núna. Þessi bylgja sem er í gangi núna og sprettur út af þessu máli er varðar uppreist æru hefur gert það að verkum að fólk er að opna augun fyrir því að kynferði hefur áhrif og líka stétt og staða. Fólk er líka að opna augun fyrir því hversu alvarleg kynferðisbrot eru, hversu mikil áhrif þau hafa á þolendur, hversu skaðleg þau eru okkur öllum í samfélaginu. Ég er mjög spennt að sjá hvað gerist í þessum málaflokki eftir kosningar því það er krafa um breytingar. Mér finnst skipta svo miklu máli að þolendur þurfi ekki að búa við skömm og þöggun.“ Birna Brjánsdóttir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Sjá meira
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari er nýkomin úr fríi á Ítalíu með eiginmanni sínum, Hauki Agnarssyni. Á Ítalíu safnaði hún kröftum eftir vinnutörn í málssókn gegn Thomas Møller Olsen sem var í lok september dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana og fyrir fíkniefnalagabrot. Kolbrún segir það hafa verið gott að hvíla sig aðeins eftir málið. Réttarhöldin hófust í sumar en svo var gert hlé á þeim í nokkrar vikur. „Málið var í huga mér allan þann tíma. Þó að réttarhöldunum hefði verið frestað. Það var mjög gott að ná hvíld og sólskini fyrir veturinn,“ segir Kolbrún og segir það hafa glatt sig við heimkomuna hvað það er gott haustveður í Reykjavík þessa dagana. Útsýnið frá Kjarvalsstöðum út á Klambratún sýnir það. Haustlitirnir eru margbrotnir.Nánast bein útsending Fjölmiðlar og almenningur fylgdust grannt með málinu. Fréttaflutningur af réttarhöldunum var ítarlegri en áður í íslensku samfélagi. Kolbrún segir jákvætt að fjölmiðlar fylgist með þótt það geti verið vandkvæðum bundið. „Það hafa áður komið upp mál þar sem maður situr í dómssal með miklum fjölda fjölmiðlafólks. Það hafa þó aldrei borist svo miklar og nákvæmar lýsingar í fjölmiðla. Það er jákvætt að fjölmiðlar fylgist með störfum réttarins því það verður til þess að almenningur kynnist réttarkerfinu og því hvernig réttarhöld fara fram. En það getur orðið flókið í ákveðnum málum. Sérstaklega þegar það eru svona miklar textalýsingar á framburðum vitna sem eru að gefa skýrslu fyrir dómi,“ segir Kolbrún og jafnar því nánast við beina útsendingu úr réttarhaldinu. „Sem getur verið vandasamt. Fólk situr heima og getur skoðað á netinu hvað sagt er og fær aukið aðgengi og skilning á réttarkerfinu. En það er verra þegar vitni sem bíða þess að gefa skýrslu sitja frammi og lesa hvað fer fram. Þannig var þetta stundum í hrunmálunum. Fólk sat frammi, las framburð annarra á netinu, vitnaði svo í hann þegar það kom inn í réttarsal og gaf skýrslu,“ bendir Kolbrún á og segir að stundum óski ákæruvaldið eftir því að fjölmiðlar bíði með fréttaflutning sinn. „Það hefur verið gott samstarf við fjölmiðla þegar eftir því er óskað.“Upplýsingaréttur almennings Kolbrún segir samskipti við fjölmiðla um dómsmál að aukast. „Það hefur lengi verið hræðsla í okkar stétt. Hvað megi segja og hvað megi ekki segja. Það vill enginn brjóta trúnaðarskyldu. En upplýsingaréttur almennings er á sama tíma alltaf að verða sterkari. Lögreglan er að opna á samskipti, við hjá ákæruvaldinu erum líka að gera það en þurfum að vanda okkur að brjóta ekki trúnað. Við erum öll að læra á það að auka aðgengi almennings að upplýsingum, erum að stíga okkar fyrstu skref. Erlendis fær fólk þjálfun í þessu. En við þurfum að sjóast í þessu, við jafnt sem fjölmiðlar. Og svo án þess að vera með hroka, þá er bara mjög erfitt að lesa dóma. Eg var búin að vera eitt ár í íslensku áður en ég ákvað að leggja fyrir mig lögfræði í Háskólanum. Ég skildi ekki dómana! Það er ekkert skrýtið að það sé erfitt fyrir fólk að lesa þá og það er þá okkar hlutverk að skýra hvað í þeim felst.“Sextán ár er meginreglan Refsiramminn var fullnýttur og meira en það í héraðsdómi. Kolbrún segir það meginregluna í manndrápsmálum. „Á síðustu tíu til fimmtán árum hafa menn nærri því undantekningarlaust fengið sextán ár fyrir dómi. Ég man eftir undantekningu á þessu. Það er í máli manns sem fékk ellefu ár fyrir að kyrkja sambýliskonu sína. Það er sérstakt að lesa dóminn með hliðsjón af því hvaða ástæður réttlættu styttri dóm,“ segir Kolbrún en í dómnum var vísað í afbrýðisemi mannsins vegna framhjáhalds konu hans sem hefði valdið því að hann missti stjórn á sér. „Annars er meginreglan sextán ár. Hvort sem um er að ræða skipulagðan verknað, verknað þar sem játning liggur fyrir eða verknað sem er framinn tilviljunarkennt, kannski í æðiskasti. Þá virðist ekki skipta máli hvort menn játa eða neita sök og reyna að varpa henni á aðra. Það virðist ekki skipta máli, sextán ár eru dómafordæmin. Dómur í þessu máli sýnist mér þó vera þyngri. Ég les það á milli lína í dómsorðum því vanalega er gefinn afsláttur af dómi þegar það er dæmt fyrir fleiri brot. En við sjáum til hvernig þetta fer í áfrýjun til Hæstaréttar.“Um kannabis og refsingar Kolbrún hefur starfað sem saksóknari í tólf ár. Á þessum tíma hefur reynslan mótað skoðanir hennar á réttarkerfinu og ýmsum samfélagslegum málefnum. Talið berst að afglæpavæðingu fíkniefna. „Ég get ekki vísað í rannsóknir en get lýst minni reynslu. Ég hef horft upp á svo marga fara í gegnum réttarkerfið sem hafa gert hræðilega hluti í geðrofi vegna langvarandi kannabisneyslu. Það er ákveðinn ruglingur í umræðunni. Sumir tala um að eigin neysla eigi ekki að vera refsiverð. Raunin er sú að engum er refsað fyrir neyslu, aðeins vörslu, en það fer enginn í fangelsi vegna vörsluskammta. Málin sem fólk situr inni fyrir eru vegna brota sem eru framin í neyslu, auðgunar- og ofbeldisbrot. Þá eru sumir sem vilja lögleiða neysluskammta og aðrir sem vilja bara lögleiða kannabis, svo fólk geti hreinlega flutt inn allt það hass sem það vill. Staðreyndin er þessi, það er enginn dæmdur í fangelsi fyrir að vera með einhver grömm af hassi á sér, refsingin er sekt. Þeir lenda hins vegar á sakaskrá. Mér finnst alveg mega skoða það að breyta því, að svona brot fari ekki á sakaskrá.“Manneskjur eins og ég og þú Kolbrún er oft spurð að því hvernig henni líði eiginlega að mæta í dómssal fólki sem hefur framið alvarlega glæpi. Hvort hún sé ekki hrædd eða full viðbjóðs. „Þetta eru engin skrímsli, það eru engin skrímsli til. Ég er oft spurð hvort ég sé hrædd eða hvernig mér líði eiginlega. En við megum ekki gleyma því að þótt þetta sé fólk sem hefur framið hræðilega glæpi, þá er það manneskjur. Manneskjur eins og ég og þú. Maður sér auðvitað fólk á sínum verstu stundum. Bæði þolendur og gerendur. Það er oft erfitt og mikil glíma en það er að mínu mati mikilvægt að halda í samkenndina. Fangelsin eru full af fólki sem þarf að hjálpa. Við leysum engan vanda með því að horfa fram hjá því.“ Hún viðurkennir þó að oft fylgi vanlíðan og vanmáttur með erfiðum verkefnum heim. „Manndrápsmálin og sársauki þolenda. Og mál þar sem er brotið alvarlega gegn börnum. Mál þar sem menn eru að taka börn upp í bíla á götum. Ræna þeim, þá upplifi ég að ég sé berskjölduð. Það er erfitt að hlusta á framburð foreldra af þeim skaða sem börn hafa orðið fyrir eftir að hafa verið beitt ofbeldi. Auðvitað er þetta sjaldgæft, það er miklu algengara að einhver sem er náinn börnum brjóti á þeim. Börn eru svo saklaus og það er alveg sama hvað ég segi við börnin mín, ég get ekki endilega komið í veg fyrir að eitthvað hendi þau. Einhver blekki þau og beiti þau ofbeldi.“Brennum frekar út ef við lokum á tilfinningar Og þegar Kolbrún nefnir þetta þá spyr fólk hana oft hvort það sé ekki erfitt að burðast með þessar tilfinningar, hvort hún brenni ekki út í starfi. En Kolbrún bendir á mikilvægt atriði. „Fólk áttar sig fljótt á því hvort þetta starf á við það. Hvort það þoli það. Mér finnst miklu frekar hætta á því að fólk brenni út ef það lokar of mikið á tilfinningar sínar. Ég hef aðeins orðið vör við þetta hjá sjálfri mér. Ég sit kannski með vinum og það eru sagðar slæmar fréttir og fólk bregst við með miklum tilfinningum en ég fer í framkvæmdagírinn. Fer að hugsa og tala um hvað þurfi að gera. Þetta er ekki gott. Við megum ekki brynja okkur of mikið tilfinningalega. Þá verðum við líka að passa að þótt maður hafi verið með mjög stór og erfið mál þá eru öll mál mikilvæg þótt þau varði hugsanlega vægari ákvæði. Fyrir manneskjuna sem lendir í broti þá er það kannski bara stóra áfallið. Þetta er kúnst og ákveðið jafnvægi sem fólk þarf að finna í starfi. Þú vilt aldrei að það hendi þig að þú bregðist við kærendum með kulda, hvort sem þú ert lögreglumaður eða saksóknari.“Óþægilegt og niðurlægjandi Í miðjum réttarhöldum varð mikið fár þegar fjölmiðlamaðurinn Eiríkur Jónsson birti á síðu sinni eirikur.is grein um brjóstaskoru Kolbrúnar sem væri sýnileg í klæðaburði hennar við aðalmeðferðina. Greinin vakti mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum. Margir gagnrýndu greinina en þá voru líka aðrir sem gagnrýndu Kolbrúnu fyrir að tjá sig um málið á Facebook-síðu sinni. „Úff, hvað skal segja? Mér fannst þetta eins og að lenda í hvirfilbyl. Það er margt breytt í dag í réttarsal. Dómarar, verjendur og saksóknarar eru nafngreindir og myndbirtir. Ég vil geta haldið minni persónu fyrir utan og fá að vera fulltrúi í friði en svo gerist þetta. Það er ofboðslega skrýtið að reyna á eigin skinni að lenda í svona séríslensku upphlaupi. Það ærðist hreinlega allt á samfélagsmiðlum. Þetta var óþægilegt. Mér fannst þetta niðurlægjandi og það var ágætt að finna stuðning fólks í því. En ég vildi ekki taka þátt í almennri umræðu um það, ég sagði nokkur orð á minni eigin persónulegu Facebook-síðu til vina minna um málið og finnst ég mega það. Það er ótrúlegt hvað fólk er tilbúið að tjá sig á netinu um annað fólk sem það þekkir ekki neitt. Fólk var til að mynda að tala um hárið á mér, pæla í því hvað ég væri lengi að hafa mig til á morgnana. Það sem var samt erfiðast var að þetta henti í þessu máli þar sem mikið af fólki átti um mjög sárt að binda. Á einum tíma var þetta mest lesna fréttin en ekki sú um framvindu málsins. Mér fannst það mjög leiðinlegt,“ segir Kolbrún frá.Fjölbreytt starf Það eru ekki allir sem í raun vita í hverju starf saksóknara felst. Kolbrún lýsir starfi sínu. „Það er rosalega fjölbreytt. Starf mitt felst mikið í lestri, í því að lesa málsgögn og fara yfir þau. Ég er mikið með kynferðisbrotamál. Í þeim þarf að sökkva sér dálítið í málin og lesa þau af athygli. Sérstaklega framburði fólks. Horfa á upptökur. Horfa í trúverðugleika og meta framburðina. En í örstuttu máli þá felst starfið í því að við tökum við málum sem koma frá lögreglu, metum þau og förum yfir rannsóknargögnin. Fyrsta spurningin er auðvitað alltaf hvort málið sé fullrannsakað, þarf að gera eitthvað meira? Eru einhverjir steinar sem þarf að velta frekar við, eru einhver vitni sem þarf að tala við eða spyrja frekari spurninga? Ef ekki þá þarf að meta málið út frá málsgögnum, er eitthvað sem ég get sannað? Er mál þarna? Svo er auðvitað stór hluti af starfinu að flytja mál fyrir dómstólum.“Framsækni og hlutleysiEn hvaða mannkosti þarf til? „Það er að hafa dómgreind. Að geta lesið framburði, hlustað á þá, fundið veikleikana. Hvort eitthvað gengur ekki upp, er eitthvað sem styður, eitthvað sem er ekki í samræmi? Þú þarft að hafa þetta nef en á sama tíma að hafa fræðin á hreinu, kröfur dómstóla. Kynferðisbrot eru til að mynda erfiður málaflokkur vegna þess að hann byggir mikið á munnlegum framburði. Með tímanum þróast þessi tilfinning og fólk þarf hreinlega að fá tækifæri til að þróa hana með sér. Þú þarft líka að hafa opinn huga sem góður saksóknari. Og fyrst og fremst að vera hlutlaus ákærandi en líka tilbúinn til að vera framsækinn upp að einhverju marki. Það skiptir máli fyrir ákæruvaldið og þróun refsiréttarins hér á landi. Ákæruvaldið hefur tækifæri til að hafa áhrif á þróun refsiréttarins með því að láta reyna á nýja hluti. Í því samhengi höfum við verið að sjá áhugaverða dóma síðustu ár þar sem ákæruvaldið er að láta reyna á ákveðna nýja túlkun á lögunum. En það eru ákæruvaldið sem þarf að leggja málin þannig fyrir dómstóla að þeir hafi tækifæri til að þróa réttinn.“Kerfið að breytastEn er þetta kynjaður heimur í dómssal? Því það hefur vakið athygli að konur skila séráliti í kynferðisbrotamálum til dæmis. „Það er ekki hægt að segja að konur dæmi svona og karlar hinsegin. En kyn hefur áhrif því að öll okkar reynsla skiptir máli. Hvernig við horfum á hlutina. Það hefur verið gagnrýnt hversu einsleitur hópur hefur starfað á æðstu stigum dómskerfisins. Þetta séu allt miðaldra lögfræðingakarlar úr MR og MA. Það er ekki þannig og þess utan þá finnst þetta vera svolítið að breytast. Ég hef starfað í meira en áratug í þessu umhverfi. Mér finnst ég finna mun. Ég finn mun á sjálfri mér. Ég finn mun á kerfinu, hvernig það mætir þolendum. En það er samt alltaf þörf á að bæta rannsóknir og bæta ákærumeðferðina þannig að við förum áfram með fleiri mál. Á sama tíma má samt aldrei víkja frá hlutlægniskyldunni og þeirri reglu að málið sé líklegt til sakfellingar. Fyrsta skrefið er að vanda rannsóknirnar, annað skrefið er að bæta ákærumeðferðina og við sjáum líka breytingu í dómum sem endurspegla breytingar í samfélagi okkar.“#höfumhátt og krafa um breytingar Kolbrún segir það verða áhugavert að fylgjast með þróun í meðferð kynferðisbrotamála á næstunni. Þolendur og aðstandendur sem hafi stigið fram í sumar undir formerkinu #höfumhátt hafi haft mikil áhrif á samfélag sitt. „Mér finnst ég vera að upplifa merkilega tíma núna. Þessi bylgja sem er í gangi núna og sprettur út af þessu máli er varðar uppreist æru hefur gert það að verkum að fólk er að opna augun fyrir því að kynferði hefur áhrif og líka stétt og staða. Fólk er líka að opna augun fyrir því hversu alvarleg kynferðisbrot eru, hversu mikil áhrif þau hafa á þolendur, hversu skaðleg þau eru okkur öllum í samfélaginu. Ég er mjög spennt að sjá hvað gerist í þessum málaflokki eftir kosningar því það er krafa um breytingar. Mér finnst skipta svo miklu máli að þolendur þurfi ekki að búa við skömm og þöggun.“
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Sjá meira