Hljóp fimmtíu fjallvegi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. apríl 2017 09:45 Stefán í Kjósinni, þar sem leiðin yfir Svínaskarð endar. Mynd/Jón Gauti Jónsson Sextugsafmælið var 18 mars, þá kom bókin Fjallvegahlaup út. Það var veislan. Ég var svo séður að ég lét bókaútgáfuna Sölku halda upp á afmælið fyrir mig,“ segir Stefán Gíslason glaðlega. Bókin hans inniheldur lýsingar á 50 fjallvegum, ljósmyndir, kort og GPS-hnit, auk margs konar fróðleiks. Hann kveðst hafa gefið sér þessi 50 fjallvegahlaup í afmælisgjöf þegar hann varð fimmtugur. Stefán er alinn upp í Gröf í Bitrufirði á Ströndum og kveðst hafa hlaupið sér til gamans frá 10 ára aldri. „Ég byrjaði að hlaupa á eftir heyvagninum þegar farið var á milli túna og í smalamennskum, svo byrjaði ég að keppa og gerði það um árabil en þegar ég varð fimmtugur ákvað ég að gera hlaup að lífsstíl. Mér fannst um tvennt að velja, hægfara afturför eða markvissa líkamsrækt og hægfara afturför, því auðvitað flýr maður ekki aldurinn. Konan mín, Björk Jóhannsdóttir, á mikið í þessu brölti með mér, því hún hefur oft keyrt mig. Fyrir bragðið fórum við út um allt land saman.“ Reglur sem Stefán setti sér voru þær að hlaupa gjarnan leiðir sem sögur væru bundnar við og minnst níu kílómetra langar. Oftast hefur hann haft félagsskap. Sumar leiðir eru honum eftirminnilegri en aðrar, vegna veðurs, fegurðar eða stemningar. Hann nefnir Stuðlaheiði milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar og Reyndalsheiði á milli Fáskrúðsfjarðar og Norðurdals Breiðdals sem dæmi. Báðar yfir 900 metrar yfir sjó og fjölbreyttar. „Svo stendur Sléttuheiði líka upp úr, milli Aðalvíkur og Hesteyrar á Vestfjörðum. Þar býr sagan og bæði gleðin og sorgin,“ segir Stefán og kveðst hafa notað veturna til að velja sér leiðir og grúska í þeim. Verið er að plana hlaup í maí í tengslum við útkomu bókarinnar. Sennilega um Svínaskarð milli Esjumela og Kjósar, sem var aðalleiðin milli Reykjavíkur og Vesturlands, áður en vegur kom um Hvalfjörð og fyrir Hafnarfjall. „Svo verð ég með fleiri hlaup í sumar. Það er ekki hægt að hætta,“ segir hlaupagikkurinn Stefán.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl 2017 Lífið Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Sjá meira
Sextugsafmælið var 18 mars, þá kom bókin Fjallvegahlaup út. Það var veislan. Ég var svo séður að ég lét bókaútgáfuna Sölku halda upp á afmælið fyrir mig,“ segir Stefán Gíslason glaðlega. Bókin hans inniheldur lýsingar á 50 fjallvegum, ljósmyndir, kort og GPS-hnit, auk margs konar fróðleiks. Hann kveðst hafa gefið sér þessi 50 fjallvegahlaup í afmælisgjöf þegar hann varð fimmtugur. Stefán er alinn upp í Gröf í Bitrufirði á Ströndum og kveðst hafa hlaupið sér til gamans frá 10 ára aldri. „Ég byrjaði að hlaupa á eftir heyvagninum þegar farið var á milli túna og í smalamennskum, svo byrjaði ég að keppa og gerði það um árabil en þegar ég varð fimmtugur ákvað ég að gera hlaup að lífsstíl. Mér fannst um tvennt að velja, hægfara afturför eða markvissa líkamsrækt og hægfara afturför, því auðvitað flýr maður ekki aldurinn. Konan mín, Björk Jóhannsdóttir, á mikið í þessu brölti með mér, því hún hefur oft keyrt mig. Fyrir bragðið fórum við út um allt land saman.“ Reglur sem Stefán setti sér voru þær að hlaupa gjarnan leiðir sem sögur væru bundnar við og minnst níu kílómetra langar. Oftast hefur hann haft félagsskap. Sumar leiðir eru honum eftirminnilegri en aðrar, vegna veðurs, fegurðar eða stemningar. Hann nefnir Stuðlaheiði milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar og Reyndalsheiði á milli Fáskrúðsfjarðar og Norðurdals Breiðdals sem dæmi. Báðar yfir 900 metrar yfir sjó og fjölbreyttar. „Svo stendur Sléttuheiði líka upp úr, milli Aðalvíkur og Hesteyrar á Vestfjörðum. Þar býr sagan og bæði gleðin og sorgin,“ segir Stefán og kveðst hafa notað veturna til að velja sér leiðir og grúska í þeim. Verið er að plana hlaup í maí í tengslum við útkomu bókarinnar. Sennilega um Svínaskarð milli Esjumela og Kjósar, sem var aðalleiðin milli Reykjavíkur og Vesturlands, áður en vegur kom um Hvalfjörð og fyrir Hafnarfjall. „Svo verð ég með fleiri hlaup í sumar. Það er ekki hægt að hætta,“ segir hlaupagikkurinn Stefán.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl 2017
Lífið Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Sjá meira