Samband drottnara við þjóð sína Magnús Guðmundsson skrifar 1. apríl 2017 11:30 Í afskekktu og tilbreytingasnauðu sveitaþorpi á tímum einræðis og kúgunar í Argentíu býr virtur lögmaður ásamt eiginkonu sinni í ástlausu hjónabandi. Hjónaband lögmannsins Ponce og hinnar vel ættuðu og menntuðu Mörtu byggir á hugmyndum um heiður og rétta eftirbreytni en er í raun andstæða alls þess. Holdtekning karllægrar þöggunar og kúgunar sem einkenndi argentínskt samfélag á seinni hluta síðustu aldar. Samband manns og konu er samband drottnara við þjóð sína. Dag einn hættir rútan sem gengur í gegnum þorpið að stoppa. Hún brunar áfram og þar með eru þeir fáu einstaklingar, eitt par og systir Ponce lögmanns, strandaglópar í þorpinu. Dagarnir líða og ekki stoppar rútan sem verður þorpsbúum tilefni til þess að klæða sig upp og fylgjast með aðförunum. Horfa á valdinu beitt með offorsi, tala um allt hið hversdaglegasta og þegja um það sem skiptir máli. Rútan er ekki flókin saga en að sama skapi er hún ákaflega táknræn og áhrifarík í einfaldleika sínum. Bók sem fjallar um erfiða og dökka tíma í sögu Argentínu, tíma sem þjóðin er eflaust enn að takast á við ekki síst fyrir tilstilli þeirrar þöggunar sem innleidd var með henni á þessum árum. Einfaldir endurlitskaflar sem veita innsýn í líf Ponce lögmanns, systur hans og eiginkonu, fullkomna heildarmynd sögunnar og hvernig saga þeirra er um margt táknræn fyrir sögu þjóðarinnar. Saga sterkra tilfinninga og ástríðu en í senn saga græðgi eða öllu heldur greddu og kúgunar. Rútan er fyrsta skáldsaga Eugenia Almeida og ef tekið er mið af því þá er þetta sérdeilis þroskuð og vel skrifuð skáldsaga. Mannlýsingum, einkum aukapersóna, mætti á stundum gefa örlítið meiri gaum en samtöl og persónusköpun aðalpersóna er ljóslifandi og sterk. Persónurnar eru táknmyndir með afmarkað sögulegt hlutverk í pólitísku landslagi Argentínu en þó mannlegar og lifandi. Hið sama má í raun segja um umhverfið, veðrið, landslagið og umhverfið allt – það er allt táknrænt og hlaðið þeirri spennu sem einkenndi samfélagið á þessum árum og áratugum. Pólitíkin er þó ekki alltumlykjandi í textanum, heldur til staðar fyrir þá sem hana vilja lesa, því Rútan er ekki síður saga um manneskjur, líf þeirra og örlög. Vel skrifuð og skemmtileg skáldsaga sem óhætt er að mæla með, lipurlega þýdd og á góðu máli, þá er hún ekki alveg gallalaus með öllu. Og þó svo Rútan fjalli um og gerist í ákveðnu pólitísku landslagi Argentínu frá síðustu öld er þetta bók sem á erindi við okkur öll. Sú hugsun og stjórnun sem hún tekst á við stendur okkur því miður nær en margan grunar og það sýnir okkur vel mikilvægi þess að geta nálgast heimsbókmenntir samtímans og að taka virkan þátt í þeirri samræðu sem þær bjóða okkur til.Niðurstaða: Einföld, mannleg og áhrifarík skáldsaga um atferli valdsins hvar og hvenær sem er. Bókmenntir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Í afskekktu og tilbreytingasnauðu sveitaþorpi á tímum einræðis og kúgunar í Argentíu býr virtur lögmaður ásamt eiginkonu sinni í ástlausu hjónabandi. Hjónaband lögmannsins Ponce og hinnar vel ættuðu og menntuðu Mörtu byggir á hugmyndum um heiður og rétta eftirbreytni en er í raun andstæða alls þess. Holdtekning karllægrar þöggunar og kúgunar sem einkenndi argentínskt samfélag á seinni hluta síðustu aldar. Samband manns og konu er samband drottnara við þjóð sína. Dag einn hættir rútan sem gengur í gegnum þorpið að stoppa. Hún brunar áfram og þar með eru þeir fáu einstaklingar, eitt par og systir Ponce lögmanns, strandaglópar í þorpinu. Dagarnir líða og ekki stoppar rútan sem verður þorpsbúum tilefni til þess að klæða sig upp og fylgjast með aðförunum. Horfa á valdinu beitt með offorsi, tala um allt hið hversdaglegasta og þegja um það sem skiptir máli. Rútan er ekki flókin saga en að sama skapi er hún ákaflega táknræn og áhrifarík í einfaldleika sínum. Bók sem fjallar um erfiða og dökka tíma í sögu Argentínu, tíma sem þjóðin er eflaust enn að takast á við ekki síst fyrir tilstilli þeirrar þöggunar sem innleidd var með henni á þessum árum. Einfaldir endurlitskaflar sem veita innsýn í líf Ponce lögmanns, systur hans og eiginkonu, fullkomna heildarmynd sögunnar og hvernig saga þeirra er um margt táknræn fyrir sögu þjóðarinnar. Saga sterkra tilfinninga og ástríðu en í senn saga græðgi eða öllu heldur greddu og kúgunar. Rútan er fyrsta skáldsaga Eugenia Almeida og ef tekið er mið af því þá er þetta sérdeilis þroskuð og vel skrifuð skáldsaga. Mannlýsingum, einkum aukapersóna, mætti á stundum gefa örlítið meiri gaum en samtöl og persónusköpun aðalpersóna er ljóslifandi og sterk. Persónurnar eru táknmyndir með afmarkað sögulegt hlutverk í pólitísku landslagi Argentínu en þó mannlegar og lifandi. Hið sama má í raun segja um umhverfið, veðrið, landslagið og umhverfið allt – það er allt táknrænt og hlaðið þeirri spennu sem einkenndi samfélagið á þessum árum og áratugum. Pólitíkin er þó ekki alltumlykjandi í textanum, heldur til staðar fyrir þá sem hana vilja lesa, því Rútan er ekki síður saga um manneskjur, líf þeirra og örlög. Vel skrifuð og skemmtileg skáldsaga sem óhætt er að mæla með, lipurlega þýdd og á góðu máli, þá er hún ekki alveg gallalaus með öllu. Og þó svo Rútan fjalli um og gerist í ákveðnu pólitísku landslagi Argentínu frá síðustu öld er þetta bók sem á erindi við okkur öll. Sú hugsun og stjórnun sem hún tekst á við stendur okkur því miður nær en margan grunar og það sýnir okkur vel mikilvægi þess að geta nálgast heimsbókmenntir samtímans og að taka virkan þátt í þeirri samræðu sem þær bjóða okkur til.Niðurstaða: Einföld, mannleg og áhrifarík skáldsaga um atferli valdsins hvar og hvenær sem er.
Bókmenntir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið