Birgir Leifur: Virkilega gott pútt skilaði sigrinum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. september 2017 17:30 Birgir Leifur mundar pútterinn. vísir/daníel Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, varð í dag fyrstur Íslendinga til að vinna mót á Áskorendamótaröð Evrópu.Sjá einnig: Fyrsti sigur Birgis á atvinnumóti erlendisKjartan Atli Kjartansson heyrði í Birgi hljóðið fyrr í dag og fór yfir mótið með honum og hvað það var sem skilaði sigrinum. „Oft hefur vantað að pútta vel, ég hef oft verið góður að pútta stundum og næsti dagur ekki nógu góður, vantaði oft að halda það út. Ég virkilega púttaði vel núna, þannig að það var það sem skóp þennan sigur,“ sagði Birgir Leifur. „Ég hef oft verið góður í langa spilinu og það hefur haldið sér. Það hélt sér núna og skilar sér í svona frábærum árangri og gefur manni aukið sjálfstraust fyrir framhaldið.“The winning formula Hafthorsson seemed to be playing a different course as he won the #CordonOpen by an incredible seven shots pic.twitter.com/bjLHE9ObuL — Challenge Tour (@Challenge_Tour) September 3, 2017 Birgir hefur áður spilað á Áskorendamótaröðinni en þá ekki náð eins góðum árangri og í ár. Birgir segist hafa lagt allt undir í ár og það hafi skilað sér. „Ég lagði mikið púður í árið, að koma mér á beinu brautina. Lagði meiri áherslu á að vera meira í golfi og elta allar keppnir sem ég komst inn í og undirbúningstímabilið var miklu strangara hjá mér en síðustu ár vegna þess að ég var þá meira í vinnu og annað. Tók smá áhættu í ár og hún er sannarlega að ganga upp.“ „Byrjaði með krafti og með látum og stóð mig vel í fyrstu mótunum. Svo kom smá hiksti í miðbikið vegna þess að það var mikil törn í byrjun. Svo ætlaði ég að vera í toppformi í haust og það er virkilega að ganga vel núna þannig að planið allt er að ganga upp. Hrikalega ánægður með að það skili sér í sigri núna og hleypi manni svona hátt upp töfluna. Gaman að því þó svo maður sé enn bara 41 árs og geti virkilega sýnt sínar bestu hliðar,“ bætti Birgir við. Hringurinn í gær var einstaklega góður hjá Birgi og var hann með sjö högga forystu fyrir lokahringinn í dag. Birgir lagði þó aldrei af stað út í brautina í dag því hætt var við leik vegna veðurs.WATCH: Catch up on how @biggigolf became Iceland's first ever Challenge Tour winner at the #CordonOpen - without even hitting a shot! pic.twitter.com/bJICdTXRMY — Challenge Tour (@Challenge_Tour) September 3, 2017 „Þriðji hringurinn er alltaf crucial í þessum mótum. Hann hefur oft strítt en stundum verið góður,“ sagði Birgir og bætti við: „Í þessari stöðu þá hefur hann frekar strítt mér svo þetta var virkilega persónulegur sigur hjá mér í gær. Ég náði að læra af reynslunni, hvernig mér leið og hvað ég þurfti að gera til að láta mér líða aðeins betur. Heimavinnan skilaði því í hús.“ Góður árangur á Áskorendamótaröðinni er lykillinn að því að komast á sjálfa Evrópumótaröðina og er Birgir nú í góðri stöðu með að komast aftur þangað, en Birgir lék á mótaröðinni árin 2007-2009. „Topp 20 fá kortið, en topp 15 fá betri ranking, þannig að jú ég set það náttúrulega sem markmið núna [að komast í topp 15]. Þetta er svo fljótt að breytast. Ég var ekki með góða stöðu [í upphafi árs] og gat ekki valið mér mót, svo ég þurfti að detta inn og út á síðustu stundu, svo markmiðið mitt fyrir ári var að lenda í topp 70. Þetta breytir öllu og setur þetta á allt annað level. Ég fæ núna stóru mótin í lok árs þannig að ég þarf að setjast aðeins niður og skipuleggja lok tímabilsins. Ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu, þetta er svo stutt á milli í þessu og þetta breytir öllu.“ „Ég held þetta sé lang jafnasta golf sem ég hef leikið á ferlinum og bara lang besta golfið sem ég hef leikið, það er ekki spurning. Það eru fleiri sem koma að málunum og hafa hjálpað mér í gegnum tíðina og þetta er allt að skila sér. Þetta er sigur okkar sem komu að þessu, fjölskyldunnar og annara,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson. Golf Tengdar fréttir Birgir Leifur með 7 högga forystu Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, leiðir keppni á Opna Cordon-mótinu í golfi sem fram fer í Frakklandi 2. september 2017 22:15 Fyrsti sigur Birgis á atvinnumóti erlendis Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, stóð uppi sem sigurvegari á Opna Cordon-mótinu sem fór fram í Frakklandi. Mótið var hluti af Áskorendamótaröðinni. 3. september 2017 11:42 Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, varð í dag fyrstur Íslendinga til að vinna mót á Áskorendamótaröð Evrópu.Sjá einnig: Fyrsti sigur Birgis á atvinnumóti erlendisKjartan Atli Kjartansson heyrði í Birgi hljóðið fyrr í dag og fór yfir mótið með honum og hvað það var sem skilaði sigrinum. „Oft hefur vantað að pútta vel, ég hef oft verið góður að pútta stundum og næsti dagur ekki nógu góður, vantaði oft að halda það út. Ég virkilega púttaði vel núna, þannig að það var það sem skóp þennan sigur,“ sagði Birgir Leifur. „Ég hef oft verið góður í langa spilinu og það hefur haldið sér. Það hélt sér núna og skilar sér í svona frábærum árangri og gefur manni aukið sjálfstraust fyrir framhaldið.“The winning formula Hafthorsson seemed to be playing a different course as he won the #CordonOpen by an incredible seven shots pic.twitter.com/bjLHE9ObuL — Challenge Tour (@Challenge_Tour) September 3, 2017 Birgir hefur áður spilað á Áskorendamótaröðinni en þá ekki náð eins góðum árangri og í ár. Birgir segist hafa lagt allt undir í ár og það hafi skilað sér. „Ég lagði mikið púður í árið, að koma mér á beinu brautina. Lagði meiri áherslu á að vera meira í golfi og elta allar keppnir sem ég komst inn í og undirbúningstímabilið var miklu strangara hjá mér en síðustu ár vegna þess að ég var þá meira í vinnu og annað. Tók smá áhættu í ár og hún er sannarlega að ganga upp.“ „Byrjaði með krafti og með látum og stóð mig vel í fyrstu mótunum. Svo kom smá hiksti í miðbikið vegna þess að það var mikil törn í byrjun. Svo ætlaði ég að vera í toppformi í haust og það er virkilega að ganga vel núna þannig að planið allt er að ganga upp. Hrikalega ánægður með að það skili sér í sigri núna og hleypi manni svona hátt upp töfluna. Gaman að því þó svo maður sé enn bara 41 árs og geti virkilega sýnt sínar bestu hliðar,“ bætti Birgir við. Hringurinn í gær var einstaklega góður hjá Birgi og var hann með sjö högga forystu fyrir lokahringinn í dag. Birgir lagði þó aldrei af stað út í brautina í dag því hætt var við leik vegna veðurs.WATCH: Catch up on how @biggigolf became Iceland's first ever Challenge Tour winner at the #CordonOpen - without even hitting a shot! pic.twitter.com/bJICdTXRMY — Challenge Tour (@Challenge_Tour) September 3, 2017 „Þriðji hringurinn er alltaf crucial í þessum mótum. Hann hefur oft strítt en stundum verið góður,“ sagði Birgir og bætti við: „Í þessari stöðu þá hefur hann frekar strítt mér svo þetta var virkilega persónulegur sigur hjá mér í gær. Ég náði að læra af reynslunni, hvernig mér leið og hvað ég þurfti að gera til að láta mér líða aðeins betur. Heimavinnan skilaði því í hús.“ Góður árangur á Áskorendamótaröðinni er lykillinn að því að komast á sjálfa Evrópumótaröðina og er Birgir nú í góðri stöðu með að komast aftur þangað, en Birgir lék á mótaröðinni árin 2007-2009. „Topp 20 fá kortið, en topp 15 fá betri ranking, þannig að jú ég set það náttúrulega sem markmið núna [að komast í topp 15]. Þetta er svo fljótt að breytast. Ég var ekki með góða stöðu [í upphafi árs] og gat ekki valið mér mót, svo ég þurfti að detta inn og út á síðustu stundu, svo markmiðið mitt fyrir ári var að lenda í topp 70. Þetta breytir öllu og setur þetta á allt annað level. Ég fæ núna stóru mótin í lok árs þannig að ég þarf að setjast aðeins niður og skipuleggja lok tímabilsins. Ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu, þetta er svo stutt á milli í þessu og þetta breytir öllu.“ „Ég held þetta sé lang jafnasta golf sem ég hef leikið á ferlinum og bara lang besta golfið sem ég hef leikið, það er ekki spurning. Það eru fleiri sem koma að málunum og hafa hjálpað mér í gegnum tíðina og þetta er allt að skila sér. Þetta er sigur okkar sem komu að þessu, fjölskyldunnar og annara,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson.
Golf Tengdar fréttir Birgir Leifur með 7 högga forystu Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, leiðir keppni á Opna Cordon-mótinu í golfi sem fram fer í Frakklandi 2. september 2017 22:15 Fyrsti sigur Birgis á atvinnumóti erlendis Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, stóð uppi sem sigurvegari á Opna Cordon-mótinu sem fór fram í Frakklandi. Mótið var hluti af Áskorendamótaröðinni. 3. september 2017 11:42 Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Birgir Leifur með 7 högga forystu Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, leiðir keppni á Opna Cordon-mótinu í golfi sem fram fer í Frakklandi 2. september 2017 22:15
Fyrsti sigur Birgis á atvinnumóti erlendis Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, stóð uppi sem sigurvegari á Opna Cordon-mótinu sem fór fram í Frakklandi. Mótið var hluti af Áskorendamótaröðinni. 3. september 2017 11:42