Í breskum miðlum er því haldið fram að John Lewis sé fyrsta stóra fatamerkið til að losa sig alfarið við kynjaskiptingu fatnaðar. Framleiðandinn hefur ekki aðeins látið kynjastimplanir lönd og leið því stráka-og stelpudeild víkur fyrir einni stórri barnafatadeild.
Talsmenn Johns Lewis segja að stíll merkisins breytist ekki. Viðskiptavinirnir muni enn finna fyrir „John Lewis stílnum.“ Með breytingunni sé verið að auka valfrelsi neytenda. Stúlkum, jafnt sem strákum, sé frjálst að ganga í kjólum.

Víða um netheima er framtakinu fagnað en á sama tíma súpa margir hveljur. Sumir segja að John Lewis gangi á undan með góðu fordæmi og vonast er til þess að fleiri merki snúi af braut kynjaskiptingar en aðrir óttast breytinguna.
Read your tweet, saw #johnlewis gender neutral story. Wtf is happening to this country?! This sort of Liberalism borders on mental illness.
— Neil (@Neil_G_WFC) September 2, 2017
We are absolutely thrilled by this announcement from John Lewis!
— LetClothesBeClothes (@letclothesbe) September 2, 2017
Alongside changes coming at Clarks Shoes, THIS... https://t.co/3mDf87A4vK