Nýtt líf Magnús Guðmundsson skrifar 2. janúar 2017 07:00 Já, já, við getum alveg komið á morgun. Með Herjólfi? Nei, bíddu. Hver er þessu Herjólfur? Já, skipið. Já, ég vissi það, jú, jú. Ég var nú bara svona að spauga. Já, já, þú segir það já. Heyrðu, hvernig hérna?… Halló?“ Og þar með lauk símtalinu og þeir Þór og Danni voru komnir í vinnu hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Reiðubúnir til þess að hefja nýtt líf í samnefndri kvikmynd eftir Þráin Bertelsson. Nýtt líf sló í gegn hjá Íslendingum og er enn vinsæl einhverjum kynslóðum síðar. Ekki aðeins vegna þess að myndin er fyndin og skemmtileg heldur vegna þess að þjóðin tengdi, sá sig og landa sína í Þór og Danna og gerir enn. Tengir við drauminn um að hefja nýtt líf. Taka sig í gegn og rífa sig upp á rassgatinu og allt það. Og rétt eins og það er gott að byrja nýja árið brosandi yfir Þór og Danna þá eru áramót líka einmitt tíminn til þess að byrja nýtt líf. Þjóðin krafðist kosninga á árinu vegna þess að hún þráir nýtt stjórnmálalíf, langþreytt á spillingu, sérhagsmunabrölti og vondum vinnubrögðum. Og svo kaus þjóðin, margklofin og sundruð í því hvaða leið sé rétt að fara til hins nýja Íslands og stjórnmálamenn virðast eiga enn erfiðara með að átta sig á því hvað þjóðin vill. Íslenskir stjórnmálamenn hafa reyndar ekkert alltaf verið í því að láta vilja þjóðarinnar trufla sig svo eðlilega hefur þetta verið erfið fæðing, þó svo nú stefni allt í nýja ríkisstjórn á nýju ári. Það er fólgin áskorun í því fyrir nýja ríkisstjórn og reyndar þingheim allan að sýna þjóðinni að við getum öll hafið nýtt og betra stjórnmálalíf á nýju ári. Stjórnmálalíf þar sem almannahagsmunir eru ætíð hafðir að leiðarljósi og vinnubrögðin verða þingi og þjóð til sóma. Allt er þetta spurning um grundvallarviðhorf. Viðhorf sem hefur sig upp yfir þunglamalegt valdabrölt bjarndýrsins og dansar á trjátoppunum eins og íkorninn, svo vitnað sé til jómfrúarræðu Óttars Proppé frá því um árið. Íslendingar kusu sér líka forseta á árinu sem leið og þeir kusu sér íkorna. Guðni Th. Jóhannesson er maður sem hefur tileinkað sér aðra hugsun, framkomu og viðhorf en við þekkjum úr ranni íslenskra stjórnmála. Og þjóðinni þykir vænt um sinn nýja forseta vegna þess að þjóðin finnur að hann er hluti af þessari þjóð. Tilheyrir henni og lætur sig varða hagsmuni hennar allrar. Það var auðfinnanlegt á nýársávarpi forsetans og vonandi hafa stjórnmálaöflin lagt vel við hlustir og leitast í framhaldinu við vinna í anda þeirra orða. Í nýársávarpi forseta Íslands var að finna ákall um samfélag jafnra tækifæra og góðra manngilda. Samfélag þar sem öll börn fá að njóta sín og allir njóta heilbrigðisþjónustu og umönnunar eftir þörfum. Samfélag þar sem allt er ekki metið í krónum og aurum heldur gildum sem varða okkur öll, líðan okkar og framtíð. Það er því vonandi að það fari ekki fyrir næstu ríkisstjórn eins og þeim Þór og Danna sem höfðu aldrei annað en eigin hagsmuni að leiðarljósi í leit að nýju lífi og viðhorfið var aldrei annað en eitt og hið sama: „Við erum komnir í uppgrip, maður.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. janúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun
Já, já, við getum alveg komið á morgun. Með Herjólfi? Nei, bíddu. Hver er þessu Herjólfur? Já, skipið. Já, ég vissi það, jú, jú. Ég var nú bara svona að spauga. Já, já, þú segir það já. Heyrðu, hvernig hérna?… Halló?“ Og þar með lauk símtalinu og þeir Þór og Danni voru komnir í vinnu hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Reiðubúnir til þess að hefja nýtt líf í samnefndri kvikmynd eftir Þráin Bertelsson. Nýtt líf sló í gegn hjá Íslendingum og er enn vinsæl einhverjum kynslóðum síðar. Ekki aðeins vegna þess að myndin er fyndin og skemmtileg heldur vegna þess að þjóðin tengdi, sá sig og landa sína í Þór og Danna og gerir enn. Tengir við drauminn um að hefja nýtt líf. Taka sig í gegn og rífa sig upp á rassgatinu og allt það. Og rétt eins og það er gott að byrja nýja árið brosandi yfir Þór og Danna þá eru áramót líka einmitt tíminn til þess að byrja nýtt líf. Þjóðin krafðist kosninga á árinu vegna þess að hún þráir nýtt stjórnmálalíf, langþreytt á spillingu, sérhagsmunabrölti og vondum vinnubrögðum. Og svo kaus þjóðin, margklofin og sundruð í því hvaða leið sé rétt að fara til hins nýja Íslands og stjórnmálamenn virðast eiga enn erfiðara með að átta sig á því hvað þjóðin vill. Íslenskir stjórnmálamenn hafa reyndar ekkert alltaf verið í því að láta vilja þjóðarinnar trufla sig svo eðlilega hefur þetta verið erfið fæðing, þó svo nú stefni allt í nýja ríkisstjórn á nýju ári. Það er fólgin áskorun í því fyrir nýja ríkisstjórn og reyndar þingheim allan að sýna þjóðinni að við getum öll hafið nýtt og betra stjórnmálalíf á nýju ári. Stjórnmálalíf þar sem almannahagsmunir eru ætíð hafðir að leiðarljósi og vinnubrögðin verða þingi og þjóð til sóma. Allt er þetta spurning um grundvallarviðhorf. Viðhorf sem hefur sig upp yfir þunglamalegt valdabrölt bjarndýrsins og dansar á trjátoppunum eins og íkorninn, svo vitnað sé til jómfrúarræðu Óttars Proppé frá því um árið. Íslendingar kusu sér líka forseta á árinu sem leið og þeir kusu sér íkorna. Guðni Th. Jóhannesson er maður sem hefur tileinkað sér aðra hugsun, framkomu og viðhorf en við þekkjum úr ranni íslenskra stjórnmála. Og þjóðinni þykir vænt um sinn nýja forseta vegna þess að þjóðin finnur að hann er hluti af þessari þjóð. Tilheyrir henni og lætur sig varða hagsmuni hennar allrar. Það var auðfinnanlegt á nýársávarpi forsetans og vonandi hafa stjórnmálaöflin lagt vel við hlustir og leitast í framhaldinu við vinna í anda þeirra orða. Í nýársávarpi forseta Íslands var að finna ákall um samfélag jafnra tækifæra og góðra manngilda. Samfélag þar sem öll börn fá að njóta sín og allir njóta heilbrigðisþjónustu og umönnunar eftir þörfum. Samfélag þar sem allt er ekki metið í krónum og aurum heldur gildum sem varða okkur öll, líðan okkar og framtíð. Það er því vonandi að það fari ekki fyrir næstu ríkisstjórn eins og þeim Þór og Danna sem höfðu aldrei annað en eigin hagsmuni að leiðarljósi í leit að nýju lífi og viðhorfið var aldrei annað en eitt og hið sama: „Við erum komnir í uppgrip, maður.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. janúar.