Bullock sló í gegn síðast þegar hann var hér á landi og hefur verið reglulega orðaður við félagið síðan þá. Hann snýr aftur nú eftir að Grindavík ákvað að segja upp samningi við Rashad Whack.
Bullock skoraði 21,4 stig og tók 9,6 fráköst að meðaltali þegar hann spilaði hér á landi. Grindavík varð þá deildarmeistri eftir að hafa unnið nítján af 22 leikjum og tryggði sér svo Íslandsmeistaratitilinn eftir sigur á Þór Þorlákshöfn, 3-1, í lokaúrslitunum.
Eftir tímabilið hélt Bullock til Finnland en hefur síðan þá spilað meðal annars í Írak, Ísrael og Filippseyjunum. Eftir háskólaferilinn reyndi hann til að mynda fyrir sér hjá NFL-liðinu New York Jets en fékk ekki samning þar.
Grindavík mætir næst Þór Þorlákshöfn á útivelli þann 5. janúar næstkomandi.