„Jólin eru ekki tími til að vera hlekkjaður við örtrefjaklút og skúringamoppu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. desember 2017 09:00 Margir upplifa kvíða og vanlíðan í kringum jólin. Vísir/Getty Dagana fyrir jól byrja margir setningarnar sínar á „Ég á eftir að“ eða „Ég þarf að“ og flestir eru með lista yfir allt sem þarf að kaupa, þrífa og gera. Þjálfarinn og sálfræðingurinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, hvetur fólk til að sleppa því að setja of mikla pressu á sig og passa að leyfa ekki stressinu að heltaka jólaundirbúninginn. „Þú hlammar þér í sófann í aðgerðarlömun. Opnar símann. Öppin sem gefa sýnishorn af veruleika náungans í gegnum tvívíðan veruleika á tölvuskjá. Vinkonurnar pósta myndum af bakstursafrekum. Óaðfinnanlegar Sörur. Sjö sortir á sunnudegi. Mannvirki úr piparkökum. Ein gerði Hallgrímskirkju. Önnur gerði Hörpu. Þriðja skellti í Buckingham Palace. Þú keyptir tilbúið piparkökuhús í Tiger. Lakkrístopparnir hvítar sorglegar klessur sem festust við bökunarplötuna.“ Á samfélagsmiðlum eins og Instagram og Snapchat eru myndir og myndbönd frá fólki sem er búið að þrífa allt og kaupa allt og gera allt. Ragga bendir á að fyrir jólin eru mörg heimilin sem sjást á samfélagsmiðlum, uppstillt eins og Hús og híbýli séu að koma í heimsókn. „Jólaskrautið þitt er tilviljanakennt samansafn frá mömmu, Kolaportinu og tombólum. Serían flækt og ein peran ónýt. Jólakvíðinn hríslast niður hryggjarsúluna. Hann hvíslar í eyrað á þér: Þú munt aldrei ná þessu öllu. Ekki-nógan mætir á kantinn og minnir þig á hversu léleg þú ert. „Þú átt eftir að setja upp jólagardínurnar... og það kortér í jól.” Hvað þér sé að mistakast á mörgum sviðum.“Ragga nagli hvetur Íslendinga til þess að slappa af um jólin og sleppa kvíðahnútnum yfir því að eitthvað sé ekki nóg.Aðsent/Andrea JónsdóttirÞað koma alltaf jól Ragga segir að fólk setji sér kröfur sem fari með himinskautum og ekki sé neinum fært nema fuglinum fljúgandi að ná þeim. „Jólin eru ekki tími til að vera hlekkjaður við örtrefjaklút og skúringamoppu. Jólin eru ekki tími til að vera andvaka af áhyggjum af óskrifuðum kortum. Jólin eru ekki tími til að vera lítill í sér yfir rykugum gluggakistum. Jólin eru tíminn til að vera með fjölskyldu og vinum. Drekka glögg. Sötra kakó. Smjatta Sörur. Sjoppa óþarfa á jólamarkaði. Fara á skauta. Máta kjóla.“ Hún hvetur fólk til þess að hylla myllumerkið #nógugott og sleppa óraunhæfum kröfum með tilheyrandi stressi, ekki láta kvíðahnút og vanlíðan eyðileggja jólin. „Það koma jól. Hvort sem það er ryk í hornunum. Sængin óviðruð. Eldhússkáparnir skipulagt kaos. Piparkökuhúsið E-efnafylltur fabrikkuskúr. Það koma alltaf jól. Spurningin er bara hvort við ætlum að njóta þeirra.“ Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Fleiri fréttir Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Sjá meira
Dagana fyrir jól byrja margir setningarnar sínar á „Ég á eftir að“ eða „Ég þarf að“ og flestir eru með lista yfir allt sem þarf að kaupa, þrífa og gera. Þjálfarinn og sálfræðingurinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, hvetur fólk til að sleppa því að setja of mikla pressu á sig og passa að leyfa ekki stressinu að heltaka jólaundirbúninginn. „Þú hlammar þér í sófann í aðgerðarlömun. Opnar símann. Öppin sem gefa sýnishorn af veruleika náungans í gegnum tvívíðan veruleika á tölvuskjá. Vinkonurnar pósta myndum af bakstursafrekum. Óaðfinnanlegar Sörur. Sjö sortir á sunnudegi. Mannvirki úr piparkökum. Ein gerði Hallgrímskirkju. Önnur gerði Hörpu. Þriðja skellti í Buckingham Palace. Þú keyptir tilbúið piparkökuhús í Tiger. Lakkrístopparnir hvítar sorglegar klessur sem festust við bökunarplötuna.“ Á samfélagsmiðlum eins og Instagram og Snapchat eru myndir og myndbönd frá fólki sem er búið að þrífa allt og kaupa allt og gera allt. Ragga bendir á að fyrir jólin eru mörg heimilin sem sjást á samfélagsmiðlum, uppstillt eins og Hús og híbýli séu að koma í heimsókn. „Jólaskrautið þitt er tilviljanakennt samansafn frá mömmu, Kolaportinu og tombólum. Serían flækt og ein peran ónýt. Jólakvíðinn hríslast niður hryggjarsúluna. Hann hvíslar í eyrað á þér: Þú munt aldrei ná þessu öllu. Ekki-nógan mætir á kantinn og minnir þig á hversu léleg þú ert. „Þú átt eftir að setja upp jólagardínurnar... og það kortér í jól.” Hvað þér sé að mistakast á mörgum sviðum.“Ragga nagli hvetur Íslendinga til þess að slappa af um jólin og sleppa kvíðahnútnum yfir því að eitthvað sé ekki nóg.Aðsent/Andrea JónsdóttirÞað koma alltaf jól Ragga segir að fólk setji sér kröfur sem fari með himinskautum og ekki sé neinum fært nema fuglinum fljúgandi að ná þeim. „Jólin eru ekki tími til að vera hlekkjaður við örtrefjaklút og skúringamoppu. Jólin eru ekki tími til að vera andvaka af áhyggjum af óskrifuðum kortum. Jólin eru ekki tími til að vera lítill í sér yfir rykugum gluggakistum. Jólin eru tíminn til að vera með fjölskyldu og vinum. Drekka glögg. Sötra kakó. Smjatta Sörur. Sjoppa óþarfa á jólamarkaði. Fara á skauta. Máta kjóla.“ Hún hvetur fólk til þess að hylla myllumerkið #nógugott og sleppa óraunhæfum kröfum með tilheyrandi stressi, ekki láta kvíðahnút og vanlíðan eyðileggja jólin. „Það koma jól. Hvort sem það er ryk í hornunum. Sængin óviðruð. Eldhússkáparnir skipulagt kaos. Piparkökuhúsið E-efnafylltur fabrikkuskúr. Það koma alltaf jól. Spurningin er bara hvort við ætlum að njóta þeirra.“
Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Fleiri fréttir Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Sjá meira