Kaia Gerber hefur útlitið og hæfileikana ekki langt að sækja, en móðir hennar er ofurfyrirsætan Cindy Crawford.
Kaia er nú hluti af Versace herferð og voru myndirnar birtar í dag. Það verður að segja að hún líkist móður sinni ansi mikið þegar við berum saman auglýsingu sem Cindy lék í fyrir þrjátíu árum síðan, árið 1987, fyrir Gianni Versace. Kaia hefur greinilega fengið fyrirsæturáð hjá móður sinni, þar sem pósan er nánast sú sama, lítið opinn munnur og lyfting í augabrúnum.
Við eigum eftir að sjá meira frá Kaia á næsta ári, það skulum við vera viss um!

