Sport

Yfirgáfu völlinn og neituðu að spila síðustu mínútuna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Myndin er úr eldri leik Esju.
Myndin er úr eldri leik Esju. Vísir/Hanna
Það gekk á ýmsu í viðureign Esju og Bjarnarins á Íslandsmótinu í íshokkíi í Egilshöll í gær en leiknum lauk með 3-1 sigri Bjarnarins.

Leikmenn Esjunnar neituðu að spila síðustu mínútu leiksins, skömmu eftir að Björninn komst í 3-1 forystu. Yfirgáfu þeir svellið og komu ekki aftur inn á en það er mbl.is sem greinir frá þessu.

Halda þurfti aftur af Daniel Kolar, leikmanni Esjunnar, og segir í frétt mbl.is að hann hafi virst fella einn dómara leiksins. Skömmu áður brutust mikil slagsmál út og fengu þá fimm leikmenn brottvísun.

Víkingar eru efstir í deildinni með 35 stig, Esja er með 33 og Björninn 22. SR er án stiga og hefur þurft að gefa síðustu tvo leiki vegna manneklu.

Esja er ríkjandi Íslandsmeistari í greininni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×