Hvert fór hún? Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. desember 2017 07:00 Pakkar glitra undir jólatrénu. Rjúpur krauma á pönnunni. Í dag er glatt í döprum hjörtum ómar í útvarpinu. Tár trítlar niður kinnina á pabba, honum finnst lagið svo fallegt. Fjögur kerti loga á skenknum. Jólin. Já, jólin. Þau voru einu sinni svo mystísk, svo ósnertanleg og svo brjálæðislega mikið tilhlökkunarefni að manni kom vart dúr á auga í desember. Jólaföndur, jólalög, jólaleikrit og jólaböll héldu manni við efnið í skólanum og heima taldi maður niður mínúturnar. Ein jólin kastaði Steina systir mín upp við matarborðið. Hún var ekki veik. Það var æsingurinn sem bar hana ofurliði í augnablik, fiðrildunum varð ólíft í maganum. Steina hlakkaði bara svo ótrúlega mikið til. Nú nálgast jólin hins vegar með slíkum ógnarhraða að það er eiginlega kvíðvænlegt. Hvað gerðist eiginlega með hana, tilhlökkunina? Hvenær dró hún sig í hlé? Hvenær vék hún fyrir öðrum og íþyngjandi tilfinningum í aðdraganda heilagra, ljósaskreyttra og ilmandi jóla? Ég er með nokkrar tilgátur. Kannski varð hún viðskila við okkur í mannþrönginni í Smáralind, einhvern tímann þegar jólagjafakapphlaupið stóð sem hæst. Það getur líka verið að við höfum glutrað henni niður í próflestri fram eftir aðventu og á aukavöktum í vinnunni. Og ætli hún hafi ekki yfirgefið okkur endanlega við jólahreingerninguna, og þegar við athuguðum svo stöðuna á bankareikningnum á Þorláksmessu. En svo koma þau auðvitað alltaf á endanum, jólin, og það eru meira að segja fjórir heilir dagar til stefnu. Tilhlökkunin getur enn hreiðrað um sig í brjóstum okkar. Það þarf bara að passa að hleypa henni þangað inn. Gleðilega hátíð. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Pakkar glitra undir jólatrénu. Rjúpur krauma á pönnunni. Í dag er glatt í döprum hjörtum ómar í útvarpinu. Tár trítlar niður kinnina á pabba, honum finnst lagið svo fallegt. Fjögur kerti loga á skenknum. Jólin. Já, jólin. Þau voru einu sinni svo mystísk, svo ósnertanleg og svo brjálæðislega mikið tilhlökkunarefni að manni kom vart dúr á auga í desember. Jólaföndur, jólalög, jólaleikrit og jólaböll héldu manni við efnið í skólanum og heima taldi maður niður mínúturnar. Ein jólin kastaði Steina systir mín upp við matarborðið. Hún var ekki veik. Það var æsingurinn sem bar hana ofurliði í augnablik, fiðrildunum varð ólíft í maganum. Steina hlakkaði bara svo ótrúlega mikið til. Nú nálgast jólin hins vegar með slíkum ógnarhraða að það er eiginlega kvíðvænlegt. Hvað gerðist eiginlega með hana, tilhlökkunina? Hvenær dró hún sig í hlé? Hvenær vék hún fyrir öðrum og íþyngjandi tilfinningum í aðdraganda heilagra, ljósaskreyttra og ilmandi jóla? Ég er með nokkrar tilgátur. Kannski varð hún viðskila við okkur í mannþrönginni í Smáralind, einhvern tímann þegar jólagjafakapphlaupið stóð sem hæst. Það getur líka verið að við höfum glutrað henni niður í próflestri fram eftir aðventu og á aukavöktum í vinnunni. Og ætli hún hafi ekki yfirgefið okkur endanlega við jólahreingerninguna, og þegar við athuguðum svo stöðuna á bankareikningnum á Þorláksmessu. En svo koma þau auðvitað alltaf á endanum, jólin, og það eru meira að segja fjórir heilir dagar til stefnu. Tilhlökkunin getur enn hreiðrað um sig í brjóstum okkar. Það þarf bara að passa að hleypa henni þangað inn. Gleðilega hátíð. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun