
Fundi slitið án árangurs

Verkfallið hófst klukkan 6 í gærmorgun og hefur valdið mikilli röskun á flugi Icelandair. Að jafnaði ferðast um 10 þúsund manns með flugfélaginu á hverjum degi á þessum árstíma.
Alls var um tuttugu flugferðum til og frá Íslandi aflýst auk þess sem að seinkun varð á öllum flugferðum Icelandair frá Íslandi í gærmorgun. Einungis þær vélar sem þegar höfðu verið skoðaðar af flugvirkjum í Keflavík fóru af stað, að sögn Guðjóns Arngrímssonar upplýsingafulltrúa Icelandair.
Varð það til þess að um 3000 farþegar flugfélagsins komust ekki leiðar sinnar en Guðjón vonar að þeir komist á áfangastað í dag.
Uppfært klukkan 9:10
Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að fundi hefði verið slitið eftir að Icelandair hafnaði sáttatillögu ríkissáttasemjara. Magnús Jónsson, aðstoðarsáttasemjari, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að ekki hafi verið lögð fram formleg sáttatillaga milli deiluaðila í nótt heldur að aðeins hafi verið þreifingar á milli manna. Beðist er velvirðingar á þessu.
Tengdar fréttir

Verkfallið hefur áhrif á þessar flugferðir Icelandair
Verkfall flugvirkja Icelandair hófst klukkan sex í morgun og búist er við röskunum á flugáætlun Icelandair vegna þess.

Símkerfi Icelandair lá niðri vegna álags
Fjölmargir óánægðir farþegar hafa einnig látið í sér heyra í gegnum samfélagsmiðla félagsins en flugferðum hefur verið aflýst vegna verkfalls flugvirkja.

Svefnvana og gefa falleinkunn í krísustjórnun
Örtröð myndaðist við söluskrifstofu Icelandair á flugvellinum í Keflavík í dag en verkfall flugvirkja félagsins skall á klukkan sex í morgun. Fundur deiluaðila hófst klukkan fimm í dag en samningur var ekki í sjónmáli þegar síðasta fundi var slitið í nótt.

Meint verkfallsbrot tekin til skoðunar
Meðal þess sem verður tekið til skoðunar er hvort gengið hafi verið í störf flugvirkja á meðan á verkfalli stóð.

Verkfall flugvirkja Icelandair hafið
Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Fundi samninganefnda flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins lauk í nótt án árangurs.