Lífið

Steypustöðin hitti í mark: Bjössi smiður þarf knús

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gamanþættirnir Steypustöðin hófu göngu sína á Stöð 2 á föstudagskvöldið en um er að ræða einskonar sketsaþætti.

Með aðalhlutverk fara Steindi Jr., Sverrir Þór Sverrisson, Saga Garðarsdóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Auðunn Blöndal og María Guðmundsdóttir.

Fyrsti þátturinn var í opinni dagskrá og fékk hann mjög góðar viðtökur ef marka má samfélagsmiðlana og þá sérstaklega Twitter.

Einn skemmtilegur karakter sló sérstaklega í gegn og var það Bjössi smiður sem elskar ekkert meira en að vera í vinnunni með strákunum, reyndar svo mikið að hann getur varla kvatt þá og grætur þegar hann saknar vinnufélaganna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.