Hærri tollar á mótorhjól vegna nautakjötsbanns Finnur Thorlacius skrifar 23. janúar 2017 10:17 BMW mótorhjól. Bandaríkin vilja hækka tolla á mótorhjólum frá Evrópusambandinu til að mótmæla banni Evrópusambandsins á nautakjöti sem inniheldur vaxtarhormón. Bannið myndi ná til fjölda vöruflokka, meðal annars mótorhjóla af stærðinni 51-500 rúmsentimetrar. Wayne Allard, forseti AMA sem er Ameríska Mótorhjólasambandið segir að það sé engin rökrétt tenging milli nautakjöts og mótorhjóla. “Það er fáránlegt að láta sér detta þetta í hug” segir hann og bætir við að verndartollar eigi aðeins við innan tiltekins málaflokks, í þessu tilfelli landbúnaðarvara. Dolf Willigers, aðalritari FEMA sem er Evrópska Mótorhjólasambandið hefur áhyggjur af hugsanlegu banni og að það geti leitt til minna framboðs á minni gerðum mótorhjóla, einnig í Evrópu. “Dæmigert svar Evrópusambandsins yrði svo að hækka tolla á mótorhjól frá Bandaríkjunum þannig að enginn hefði efni á þeim lengur” sagði Dolf. Árið 2015 seldi Harley-Davidson 37.000 mótorhjól í Evrópu svo líklegt er að það hefði mikil áhrif á mótorhjólaframleiðandann. Fréttin birtist fyrst á bifhjol.is. Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent
Bandaríkin vilja hækka tolla á mótorhjólum frá Evrópusambandinu til að mótmæla banni Evrópusambandsins á nautakjöti sem inniheldur vaxtarhormón. Bannið myndi ná til fjölda vöruflokka, meðal annars mótorhjóla af stærðinni 51-500 rúmsentimetrar. Wayne Allard, forseti AMA sem er Ameríska Mótorhjólasambandið segir að það sé engin rökrétt tenging milli nautakjöts og mótorhjóla. “Það er fáránlegt að láta sér detta þetta í hug” segir hann og bætir við að verndartollar eigi aðeins við innan tiltekins málaflokks, í þessu tilfelli landbúnaðarvara. Dolf Willigers, aðalritari FEMA sem er Evrópska Mótorhjólasambandið hefur áhyggjur af hugsanlegu banni og að það geti leitt til minna framboðs á minni gerðum mótorhjóla, einnig í Evrópu. “Dæmigert svar Evrópusambandsins yrði svo að hækka tolla á mótorhjól frá Bandaríkjunum þannig að enginn hefði efni á þeim lengur” sagði Dolf. Árið 2015 seldi Harley-Davidson 37.000 mótorhjól í Evrópu svo líklegt er að það hefði mikil áhrif á mótorhjólaframleiðandann. Fréttin birtist fyrst á bifhjol.is.
Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent