Sport

Fjórar náðu HM-lágmarki

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hrafnhildur náði lágmarki í 100 metra bringusundi.
Hrafnhildur náði lágmarki í 100 metra bringusundi. vísir/getty
Fjórar sundkonur náðu lágmarki fyrir HM í Búdapest í sumar á Íslandsmótinu í sundi í dag.

Hrafnhildur Lúthersdóttir vann öruggan sigur í 100 metra bringusundi og náði um leið lágmarki fyrir HM. Hrafnhildur synti á 1:07,44 mínútum.

Eygló Ósk Gústafsdóttir átti ekki í neinum vandræðum með að tryggja sér sigur 200 metra baksundi en hún synti á 2:11,20 og var rúmum 13 sekúndum á undan næstu konu. Þessi tími tryggði Eygló þátttökurétt á HM.

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir og Bryndís Rún Hansen náðu báðar lágmarki í 50 metra skriðsundi. Ingibjörg hafði betur í úrslitasundinu en hún synti á 25,72 sekúndum. Bryndís Rún kom í bakkann á 26,04 sekúndum. Bryndís Rún vann hins vegar sigur í 100 metra flugsundi á tímanum 1:02,68.

Aron Örn Stefánsson vann sigur í bæði 50 og 100 metra bringusundi. Hann synti á 23,66 í 50 metra bringusundinu og 1:07,78 í 100 metrunum.

Kristinn Þórarinsson varð hlutskarpastur í 200 metra baksundi en hann synti á 2:07,93.

Ágúst Júlíusson kom fyrstur í bakkann í 100 metra flugsundi á 55,96.

Sveit SH vann sigur í 4x200 metra skriðsundi kvenna á tímanum 8:30,84. Sveitina skipuðu Hrafnhildur Lúthersdóttir, María Fanney Kristjánsdóttir, Ingibjörg Kristín Jónsdóttir og Bára Kristín Björgvinsdóttir.

Sveit ÍRB varð hlutskörpust í 4x200 metra skriðsundi karla á tímanum 8:02,23. Þröstur Bjarnason, Kristófer Sigurðsson, Baldvin Sigmarsson og Davíð Hildiberg Aðalsteinsson skipuðu sveitina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×