Talið er að Harry hafi verið að skipuleggja sólóferil sinn seinustu fimm ár en það er aðeins ár frá því að One Direction tók sér pásu. Í millitíðinni hefur Harry leikið í kvikmyndinni Dunkirk sem og unnið að útgáfu af sinni fyrstu breiðskífu.
Hinir meðlimir hljómsveitarinnar, Zayn Malik, Liam Payne, Naill Horan og Louis Thomlinson, hafa einnig verið að vinna í sinni eigin tónlist. Þeir hafa allir gefið út lög frá því að hljómsveitin tók sér pásu nema Liam. Áætla má að fyrsta smáskífan hans komi út í maí.
Hægt er að hluta á lagið hans Harry hér fyrir neðan.