Bílasala 29% meiri en í fyrra Finnur Thorlacius skrifar 7. apríl 2017 10:15 Toyota Yaris er mest selda einstaka bílgerðin á árinu, en Toyota kynnti 210 hestafla útfærslu hans á bílasýningunni í Genf í síðasta mánuði. Sala á nýjum bílum frá 1. janúar til 31. mars sl. jókst um 29% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 4.657 stk. á móti 3.605 stk. á árinu 2016 eða aukning um 1.052 bíla. Mesta aukningin er í sölu bíla til fyrirtækja eða tæplega 52% af heildarnýskráningum. Díselbílar eru vinsælastir eða með um 45% af heildarnýskráningum og bensínbílar eru með 39%. hlutdeild. Toyota Yaris er mest selda bílategundin á þessum fyrstu þrem mánuðum ársins með 226 bíla og þar fast á eftir í öðru sæti kemur Kia Rio með 184 bíla og í þriðja sæti er Nissan Qashqai með 179 bíla nýskráða. BL ehf. er með mestu markaðshlutdeildina eða 28% og í öðru sæti kemur Toyota með 18% hlutdeild. Af öllum nýskráðum bílum á árinu eru 1.299 þeirra hvítir og er hvítur því vinsælasti liturinn það sem af er árinu segir í frétt frá Bílgreinasambandinu. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent
Sala á nýjum bílum frá 1. janúar til 31. mars sl. jókst um 29% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 4.657 stk. á móti 3.605 stk. á árinu 2016 eða aukning um 1.052 bíla. Mesta aukningin er í sölu bíla til fyrirtækja eða tæplega 52% af heildarnýskráningum. Díselbílar eru vinsælastir eða með um 45% af heildarnýskráningum og bensínbílar eru með 39%. hlutdeild. Toyota Yaris er mest selda bílategundin á þessum fyrstu þrem mánuðum ársins með 226 bíla og þar fast á eftir í öðru sæti kemur Kia Rio með 184 bíla og í þriðja sæti er Nissan Qashqai með 179 bíla nýskráða. BL ehf. er með mestu markaðshlutdeildina eða 28% og í öðru sæti kemur Toyota með 18% hlutdeild. Af öllum nýskráðum bílum á árinu eru 1.299 þeirra hvítir og er hvítur því vinsælasti liturinn það sem af er árinu segir í frétt frá Bílgreinasambandinu.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent