Hraðaheimsmet götubíla er nú 471 km/klst Finnur Thorlacius skrifar 30. október 2017 11:45 Ford GT bíll Johnny Böhmer. Nýtt hraðaheimsmet á meðal löglegra götubíla var sett nýlega þegar breyttum Ford GT var ekið á 471,4 km hraða á flugbraut við Kennedy Space Center í Flórída. Það þarf engan venjulegan bíl til að ná slíkum hraða, en ofuröflug vélin í þessum Ford GT bíl er skráð fyrir 2.700 hestöflum, sem er talsvert meira en þau 647 hestöfl sem voru upphaflega í þessum bíl. Eigandi og ökumaður bílsins er Johnny Böhmer og hann var nú að slá eigið hraðaheimsmet sem stóð áður í 456 km hraða. Böhmer segir að bíll hans eigi að vera fær um að ná 318 mína hraða, eða 511 km/klst. Hann telur þó raunhæfara að ná 309-310 mílna hraða og það ætlar hann að gera á næstunni. Næsta tilraun hans mun fara fram í desember og verður sú tilraun til nýs metsláttar sýndur í þættinum Fast N´Loud á Discovery Channel. Sjá má myndskeið hér að neðan innan úr bíl Johnny Böhmer þegar metið var slegið á dögunum og í enda þess sést að fallhlíf sem á að draga úr hraða bílsins í enda ökuferðar rifnar af sökum gríðarlegs hraðans. Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent
Nýtt hraðaheimsmet á meðal löglegra götubíla var sett nýlega þegar breyttum Ford GT var ekið á 471,4 km hraða á flugbraut við Kennedy Space Center í Flórída. Það þarf engan venjulegan bíl til að ná slíkum hraða, en ofuröflug vélin í þessum Ford GT bíl er skráð fyrir 2.700 hestöflum, sem er talsvert meira en þau 647 hestöfl sem voru upphaflega í þessum bíl. Eigandi og ökumaður bílsins er Johnny Böhmer og hann var nú að slá eigið hraðaheimsmet sem stóð áður í 456 km hraða. Böhmer segir að bíll hans eigi að vera fær um að ná 318 mína hraða, eða 511 km/klst. Hann telur þó raunhæfara að ná 309-310 mílna hraða og það ætlar hann að gera á næstunni. Næsta tilraun hans mun fara fram í desember og verður sú tilraun til nýs metsláttar sýndur í þættinum Fast N´Loud á Discovery Channel. Sjá má myndskeið hér að neðan innan úr bíl Johnny Böhmer þegar metið var slegið á dögunum og í enda þess sést að fallhlíf sem á að draga úr hraða bílsins í enda ökuferðar rifnar af sökum gríðarlegs hraðans.
Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent