Sala bankanna Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. júlí 2017 07:00 Ríkisstjórnin vill minnka eignarhlut ríkisins í bönkunum en í stefnuyfirlýsingu hennar segir að til langs tíma litið sé ekki ákjósanlegt að ríkið fari með meirihlutaeign í viðskiptabönkunum. Ríkið er alltumlykjandi á fjármálamarkaði en ríkissjóður á nær allt hlutafé í Landsbankanum, á Íslandsbanka að fullu og 13 prósenta hlut í Arion banka. Í eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki sem birt var á þriðjudag koma fram þau áform stjórnvalda að selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka og Arion banka en að ríkissjóður haldi eftir 35-40 prósenta hlut í Landsbankanum. Það væri æskilegt ef stjórnvöld myndu nota tækifærið áður en bankarnir verða einkavæddir til að ráðast í kerfisbreytingar á fjármálamarkaði. Hinn 1. janúar 2019 taka gildi nýjar reglur á fjármálamarkaði í Bretlandi sem byggjast á tillögum nefndar Sir Johns Vickers. Reglurnar fela í sér að settar verða upp girðingar (e. ring fencing) utan um innlán sparifjáreigenda í bönkunum. Þetta er meiriháttar breyting á bankamarkaði í Bretlandi sem mun gera hann öruggari og draga úr áhættusækni. Þetta felur í reynd í sér óbeinan aðskilnað á viðskiptabankastarfsemi og fjárfestingarbankastarfsemi því þarlendir bankar munu ekki getað notað innlán sparifjáreigenda í áhættusækinni starfsemi. Þetta á að tryggja að ef bankakerfið verður fyrir áföllum munu þau ekki hafa áhrif á hefðbundna viðskiptabankastarfsemi. Einhverra hluta vegna virðist það ganga illa að innleiða sambærilegar breytingar hér á landi. Þeir stjórnmálamenn sem vilja breyta kerfinu tala fyrir daufum eyrum. Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra skilaði í síðasta mánuði skýrslu um aðskilnað fjárfestingarbankastarfsemi og viðskiptabankastarfsemi. Hópurinn telur þrjár leiðir færar í þessum efnum en tekur ekki afstöðu til þess hver þeirra sé heppilegust. Samþjöppun á bankamarkaði hefur aukist verulega frá árinu 2008 með fækkun fjármálafyrirtækja og yfirtöku banka á innlánum sparisjóða. Samkeppniseftirlitið hefur þegar lýst því yfir að alvarlegar samkeppnishindranir geti fylgt samruna bankanna. Að þessu virtu verður að telja nær útilokað að samruni einhverra þeirra yrði samþykktur af stofnuninni enda myndi það ganga í berhögg við hagsmuni neytenda. Hin sanngjarna, gagnsæja og heiðarlega leið við sölu á eignum ríkisins er að gera það í gegnum kauphöll. Mistökin sem gerð voru við einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans eftir síðustu aldamót fólust meðal annars í því að handvelja kjölfestufjárfesta að bönkunum í stað þess að selja hlutabréf í þeim í gegnum Kauphöll Íslands. Æskilegt væri að erlendum aðilum yrði falið að annast skráningarferli og verðmat á hlutabréfum ríkisins í bönkunum að þessu sinni og að eignarhlutir ríkisins yrðu seldir í nokkrum skrefum. Einkavæðing bankanna eftir síðustu aldamót olli langvinnum deilum og markaði djúp spor í þjóðfélagsumræðuna hér á landi. Það er mikilvægt að stjórnvöld dragi lærdóma af mistökum fortíðar og vandi til verka við næstu einkavæðingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Ríkisstjórnin vill minnka eignarhlut ríkisins í bönkunum en í stefnuyfirlýsingu hennar segir að til langs tíma litið sé ekki ákjósanlegt að ríkið fari með meirihlutaeign í viðskiptabönkunum. Ríkið er alltumlykjandi á fjármálamarkaði en ríkissjóður á nær allt hlutafé í Landsbankanum, á Íslandsbanka að fullu og 13 prósenta hlut í Arion banka. Í eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki sem birt var á þriðjudag koma fram þau áform stjórnvalda að selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka og Arion banka en að ríkissjóður haldi eftir 35-40 prósenta hlut í Landsbankanum. Það væri æskilegt ef stjórnvöld myndu nota tækifærið áður en bankarnir verða einkavæddir til að ráðast í kerfisbreytingar á fjármálamarkaði. Hinn 1. janúar 2019 taka gildi nýjar reglur á fjármálamarkaði í Bretlandi sem byggjast á tillögum nefndar Sir Johns Vickers. Reglurnar fela í sér að settar verða upp girðingar (e. ring fencing) utan um innlán sparifjáreigenda í bönkunum. Þetta er meiriháttar breyting á bankamarkaði í Bretlandi sem mun gera hann öruggari og draga úr áhættusækni. Þetta felur í reynd í sér óbeinan aðskilnað á viðskiptabankastarfsemi og fjárfestingarbankastarfsemi því þarlendir bankar munu ekki getað notað innlán sparifjáreigenda í áhættusækinni starfsemi. Þetta á að tryggja að ef bankakerfið verður fyrir áföllum munu þau ekki hafa áhrif á hefðbundna viðskiptabankastarfsemi. Einhverra hluta vegna virðist það ganga illa að innleiða sambærilegar breytingar hér á landi. Þeir stjórnmálamenn sem vilja breyta kerfinu tala fyrir daufum eyrum. Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra skilaði í síðasta mánuði skýrslu um aðskilnað fjárfestingarbankastarfsemi og viðskiptabankastarfsemi. Hópurinn telur þrjár leiðir færar í þessum efnum en tekur ekki afstöðu til þess hver þeirra sé heppilegust. Samþjöppun á bankamarkaði hefur aukist verulega frá árinu 2008 með fækkun fjármálafyrirtækja og yfirtöku banka á innlánum sparisjóða. Samkeppniseftirlitið hefur þegar lýst því yfir að alvarlegar samkeppnishindranir geti fylgt samruna bankanna. Að þessu virtu verður að telja nær útilokað að samruni einhverra þeirra yrði samþykktur af stofnuninni enda myndi það ganga í berhögg við hagsmuni neytenda. Hin sanngjarna, gagnsæja og heiðarlega leið við sölu á eignum ríkisins er að gera það í gegnum kauphöll. Mistökin sem gerð voru við einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans eftir síðustu aldamót fólust meðal annars í því að handvelja kjölfestufjárfesta að bönkunum í stað þess að selja hlutabréf í þeim í gegnum Kauphöll Íslands. Æskilegt væri að erlendum aðilum yrði falið að annast skráningarferli og verðmat á hlutabréfum ríkisins í bönkunum að þessu sinni og að eignarhlutir ríkisins yrðu seldir í nokkrum skrefum. Einkavæðing bankanna eftir síðustu aldamót olli langvinnum deilum og markaði djúp spor í þjóðfélagsumræðuna hér á landi. Það er mikilvægt að stjórnvöld dragi lærdóma af mistökum fortíðar og vandi til verka við næstu einkavæðingu.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun