Hefst framleiðsla aftur á Audi R8 e-tron rafmagnsbílnum? Finnur Thorlacius skrifar 6. júlí 2017 09:00 Audi R8 e-tron er óneitanlega fagur bíll. Í október síðastliðnum hætti Audi framleiðslu R8 e-tron sportbílnum sem var hreinræktaður rafmagnsbíll og mjög öflugur sportbíll að auki. Í ljósi þess að hvert eintak hans kostaði um eina milljón evra kom kannski ekki svo mikið á óvart að framleiddir voru aðeins um 100 bílar. Nú greinir hinsvegar bílatímaritið Car and Driver frá því í viðtali við Peter Mertens forstjóra Audi að fyrirtækið hyggi á arftaka hans eða framhaldssmíði bílsins. Þróunarstjóri Volvo hefur einnig látið hafa eftir sér að Volvo gæti vel hugsað sér að fylla uppí það gat sem Audi skildi eftir er það hætti smíði R8 e-tron og það vekur ef til vill enga gleði á heimavelli Audi ef Volvo hyggst smíða ofursportbíl með rafmagnsdrifrás, í ætt við R8 e-tron. Aðspurður hvort Peter Mertens sæi þetta gerast á næstunni svaraði Mertens því játandi og að það væri sannarlega í áætlunum Audi. Mertens bætti því við að fyrir bílamerki eins og Audi væri að sjálfsögðu eftirsóknarvert að bjóða bíl í slíkum flokki og að Audi hefði fram að þessu verið stór þátttakandi í flokki rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla með krafta í kögglum. Mertens sagði að til greina kæmi að nýr sportbíll með rafmagnsdrifrás gæti fengið 800 volta hleðslukerfi, þó svo það yrði dýrt. Slíkt myndi bæta talsverðum kostnaði við bílinn og að Audi þyrfti að vega og meta hvort að væntanlegri kaupendur slíks bíls væru tilbúnir til að bæta þeim aukakostnaði við sig. En þar sem um mjög dýran og öflugan rafmagnssportbíl væri að ræða, ætti það ekki að vera hindrun, kaupendurnir væru hvort sem er mjög efnaðir. Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent
Í október síðastliðnum hætti Audi framleiðslu R8 e-tron sportbílnum sem var hreinræktaður rafmagnsbíll og mjög öflugur sportbíll að auki. Í ljósi þess að hvert eintak hans kostaði um eina milljón evra kom kannski ekki svo mikið á óvart að framleiddir voru aðeins um 100 bílar. Nú greinir hinsvegar bílatímaritið Car and Driver frá því í viðtali við Peter Mertens forstjóra Audi að fyrirtækið hyggi á arftaka hans eða framhaldssmíði bílsins. Þróunarstjóri Volvo hefur einnig látið hafa eftir sér að Volvo gæti vel hugsað sér að fylla uppí það gat sem Audi skildi eftir er það hætti smíði R8 e-tron og það vekur ef til vill enga gleði á heimavelli Audi ef Volvo hyggst smíða ofursportbíl með rafmagnsdrifrás, í ætt við R8 e-tron. Aðspurður hvort Peter Mertens sæi þetta gerast á næstunni svaraði Mertens því játandi og að það væri sannarlega í áætlunum Audi. Mertens bætti því við að fyrir bílamerki eins og Audi væri að sjálfsögðu eftirsóknarvert að bjóða bíl í slíkum flokki og að Audi hefði fram að þessu verið stór þátttakandi í flokki rafmagnsbíla og tengiltvinnbíla með krafta í kögglum. Mertens sagði að til greina kæmi að nýr sportbíll með rafmagnsdrifrás gæti fengið 800 volta hleðslukerfi, þó svo það yrði dýrt. Slíkt myndi bæta talsverðum kostnaði við bílinn og að Audi þyrfti að vega og meta hvort að væntanlegri kaupendur slíks bíls væru tilbúnir til að bæta þeim aukakostnaði við sig. En þar sem um mjög dýran og öflugan rafmagnssportbíl væri að ræða, ætti það ekki að vera hindrun, kaupendurnir væru hvort sem er mjög efnaðir.
Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent