Meðvituð tískudrottning Ritstjórn skrifar 19. desember 2017 20:00 Eva Dögg Rúnarsdóttir Glamour/Getty Eva Dögg Rúnarsdóttir er fjölhæf ung kona sem hefur fengist við ólík og skemmtileg verkefni í gegnum árin. Hún er nýlega flutt aftur til landsins eftir langa dvöl í Kaupmannahöfn þar sem hún rak eigin verslun ásamt því að hanna skó og föt fyrir merki eins og Samsøe & Samsøe, Shoe the Bear og Pavement. Þessi dagana er hún selja vörur undir merkinu Ampersand Alkemí, meðal annars hreinsirúllu, baðsalti og andlitsskrúbb. Hún var svo almennileg að hleypa lesendum Glamour heim til sín fyrr á þessu ári þar sem við fengum að kynnast henni betur. (þess má geta að viðtalið birtist fyrst í júníblaði Glamour)Hver er Eva Dögg? Fatahönnuður, jógakennari og bakarafrú. Með mikið blæti fyrir kremum og ilmvötnum.Hvað er á döfinni hjá þér? Ég er að skrifa bók með vinkonu minni henni Önnu Sóleyju sem kemur í verslanir 15. september, jafnframt erum við vinkonurnar að vinna að örlitlu lífrænu snyrtivörumerki. Annars er ég hægt og bítandi að vinna meira við hönnun hér á Íslandi, er að vinna að nokkrum verkefnum í samstarfi við aðra bæði hér og í Kaupmannahöfn, ég er nýbyrjuð að gera mína eigin handlituðu kímonóa sem ég er sjúklega spennt fyrir. Annars er margt skemmtilegt á döfinni í bakaríinu (Brauð&co)sem er ólýsanlega gaman að taka þátt í.Áttu þér uppáhaldsflík? Leðurjakkann minn. Ég keypti hann í París, hann er „upcycled“ úr vintage leðri og saumaður í París. Ég elska hann. Hann passar við allt og ég nota hann mjög mikið. Annaðhvort einan eða innan undir hlýrri jakka þegar það er kalt úti. Ég elska líka Clarks-skóna mína, þeir eru það þægilegasta sem ég veit. Ég hef eytt sólarhring í þeim labbandi og dansandi og fann ekki fyrir því.Uppáhaldsflík EvuErtu dugleg að hreinsa til í skápnum þínum? Já, það kemur líka svolítið með starfinu að maður fær gefins föt og skó, eða prótótýpur. Oft á tíðum getur skápurinn verið fljótur að fyllast og þá reyni ég að vera dugleg að tæma og gefa vinkonum mínum, gefa í Rauða krossinn og stundum selja.Ertu safnari? Já, að einhverju leyti er ég það. Ég reyni samt að vera það ekki því að ég aðhyllist sálfræðina á bak við mínímalískan lífsstíl… en ég er samt algjör safnari, mikill safnari í hjartanu og hef verið frá því að ég man eftir mér. Ég held að þetta tengist stundum því að vera fatahönnuður. Ég vil meina að þeir safni meira en aðrir hönnuðir. Það fylgir okkur svo mikið drasl. Efni, tvinni, litir, snið o.s.frv. Ég hef til dæmis safnað tölum frá blautu barnsbeini og er alltaf að finna eitthvert dótarí sem veitir mér innblástur.Spáir þú mikið í liti þegar kemur að klæðaburði? Já. Ég er mjög litaglöð manneskja og litafræði hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér. Ég enda oft sjálf á því að klæða mig í svart, svona dagsdaglega, en ég elska liti! Og er alls ekkert hrædd við þá.Hver er uppáhaldsliturinn þinn? Fjólublár. Ég á samt ekki mikið af fjólubláum fötum…Klæðirðu þig eftir skapi? Svo sannarlega. Klæðaburðurinn sýnir 100% mitt andlega ástand þann daginn… svona oftast. Auðvitað er ég algjör kuldaskræfa svo að veðrið hefur aðeins áhrif á val dagsins og ef ég er að fara að kenna tvo eða þrjá jógatíma sama daginn og fara á fundi og vinna við tölvuna og ýmislegt annað, þá klæði ég mig eftir því. Þá er ég mikið að klæða upp jógafötin mín og vil ég meina að ég sé orðin algjör snillingur í því. Oft á tíðum er ég í jógafötum allan daginn og enginn tekur einu sinni eftir því.Er einhver litur eða samsetning sem þú gætir aldrei klæðst? Oftast „less is more“, þó að ég taki alveg „more is more“ dýfur, eða svona „ef þú ætlar að gera þetta, Eva, þá gerir þú þetta almennilega“. ég er alls ekki hrædd við að klæða mig í alls konar skrítið. Þó að dagsdaglega sé ég svona frekar praktísk.Hvort aðhyllist þú minna er meira eða meira er meira stílnum?Oftast minna er meira, þó að ég taki alveg meira er meira dýfur, eða svona „ef þú ætlar að gera þetta, Eva, þá gerir þú þetta almennilega“. Ég er alls ekki hrædd við að klæða mig í alls konar skrítið. Þó að dagsdaglega sé ég svona frekar praktísk. Hvað er það verðmætasta sem þú átt? Börnin mín. Aftur-peysurnar mínar eru samt alveg í sérstöku uppáhaldi. Aftur peysurnar hennar Evu.Hvaða hlutur hefur mesta þýðingu fyrir þig? Hringarnir sem ég ber á hverjum degi og ýmsir fylgihlutir sem eiga sér skemmtilegar og persónulegar sögur.Spáir þú mikið í umhverfisáhrif fataiðnaðarins?Mjög mikið, það er mitt eilífa dílemma, bæði í vinnunni sem hönnuður og í persónulega lífinu sem kona sem er tryllt í tísku. Fataiðnaðurinn er annar mest mengandi iðnaður heimsins, strax á eftir olíuiðnaðinum, og ef við höldum áfram eins og við gerum núna þá munum við ansi fljótt eyðileggja heiminn okkar. Mig langar ótrúlega mikið að gera allt það sem ég get til að breyta þessu. Eftir að hafa unnið sem yfirhönnuður hjá Samsøe & Samsøe og hjá Envii hef ég náð að sérhæfa mig í meðvitaðri framleiðslu og það er sko algjörlega mögulegt að vera smart og umhverfismeðvitaður. Sem betur fer er fólk að átta sig meira og meira á þessu. En við sem kaupendur höfum allt valdið, við „veljum“ með veskinu og við verðum að fara að vanda valið og velja vel. Ekki heldur vera stöðugt að kaupa og kaupa alls konar drasl sem við notum kannski bara einu sinni – eða jafnvel aldrei! Kaupa frekar minna og þá vandaðri klæðnað sem endist okkur lengur.Hvar færðu uppáhalds jógafötin?Uppáhalds jógafötin mín eru ballettföt, ég jógast líka mikið í fötum sem eru alls ekkert ætluð jóga. Enda er ég svona „multitasking“ týpa og þarf að ná ýmsu í jógagallanum svo að hann verður að vera svolítið „fjölhæfur“. Annars eru Free People að gera æðisleg jógaföt, Alo og Onzie. Tíska og heilsa, fer það saman?Nei, eða tískusteríótýpan og heilsusteríótýpan fara alls ekki saman. En ég ætla samt að segja já! Ég er allavega að reyna að flétta þessu saman, þetta eru mín tvö stærstu áhugamál svo að það er svona mitt missjon í lífinu að sameina þetta. Og það er svo sannarlega mögulegt. Þú þarft ekki að vera hippi í hempbuxum til að vera heilsusamlegur, þú getur verið svakalega meðvituð tískudrottning og heilsuhippi í háum hælum.Skipta þægindi þig máli eða er það bara „beauty is pain“?Þægindi skipta mig miklu máli. Ég fórna mér alveg stundum… seinni árin samt eiginlega aldrei! Þú lítur bara miklu betur út ef þér líður vel í fötunum þínum. Það sést langar leiðir. Maður er bara ekki jafn smart og öruggur ef manni líður illa og það er meira en helmingurinn af heildarútkomunni.Strigaskór eða hælar?Það fer eftir skapi. Ég er mikil hælakona, en eyði flestöllum dögum í strigaskóm.Í hverju líður þér best? Gallabuxum og bol. Eða í góðum samfestingi.Fjólublár í uppáhaldi. Mest lesið Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour Bjútí tips Íslendinga Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Solange Knowles er tískudrottning tónlistarsenunnar Glamour Meðganga er eins og maraþon Glamour „Við sjáum ykkur, við heyrum í ykkur og við munum segja ykkar sögur“ Glamour Óþekkjanleg Blake Lively í nýju hlutverki Glamour Vetrartískan á götum Mílanó Glamour
Eva Dögg Rúnarsdóttir er fjölhæf ung kona sem hefur fengist við ólík og skemmtileg verkefni í gegnum árin. Hún er nýlega flutt aftur til landsins eftir langa dvöl í Kaupmannahöfn þar sem hún rak eigin verslun ásamt því að hanna skó og föt fyrir merki eins og Samsøe & Samsøe, Shoe the Bear og Pavement. Þessi dagana er hún selja vörur undir merkinu Ampersand Alkemí, meðal annars hreinsirúllu, baðsalti og andlitsskrúbb. Hún var svo almennileg að hleypa lesendum Glamour heim til sín fyrr á þessu ári þar sem við fengum að kynnast henni betur. (þess má geta að viðtalið birtist fyrst í júníblaði Glamour)Hver er Eva Dögg? Fatahönnuður, jógakennari og bakarafrú. Með mikið blæti fyrir kremum og ilmvötnum.Hvað er á döfinni hjá þér? Ég er að skrifa bók með vinkonu minni henni Önnu Sóleyju sem kemur í verslanir 15. september, jafnframt erum við vinkonurnar að vinna að örlitlu lífrænu snyrtivörumerki. Annars er ég hægt og bítandi að vinna meira við hönnun hér á Íslandi, er að vinna að nokkrum verkefnum í samstarfi við aðra bæði hér og í Kaupmannahöfn, ég er nýbyrjuð að gera mína eigin handlituðu kímonóa sem ég er sjúklega spennt fyrir. Annars er margt skemmtilegt á döfinni í bakaríinu (Brauð&co)sem er ólýsanlega gaman að taka þátt í.Áttu þér uppáhaldsflík? Leðurjakkann minn. Ég keypti hann í París, hann er „upcycled“ úr vintage leðri og saumaður í París. Ég elska hann. Hann passar við allt og ég nota hann mjög mikið. Annaðhvort einan eða innan undir hlýrri jakka þegar það er kalt úti. Ég elska líka Clarks-skóna mína, þeir eru það þægilegasta sem ég veit. Ég hef eytt sólarhring í þeim labbandi og dansandi og fann ekki fyrir því.Uppáhaldsflík EvuErtu dugleg að hreinsa til í skápnum þínum? Já, það kemur líka svolítið með starfinu að maður fær gefins föt og skó, eða prótótýpur. Oft á tíðum getur skápurinn verið fljótur að fyllast og þá reyni ég að vera dugleg að tæma og gefa vinkonum mínum, gefa í Rauða krossinn og stundum selja.Ertu safnari? Já, að einhverju leyti er ég það. Ég reyni samt að vera það ekki því að ég aðhyllist sálfræðina á bak við mínímalískan lífsstíl… en ég er samt algjör safnari, mikill safnari í hjartanu og hef verið frá því að ég man eftir mér. Ég held að þetta tengist stundum því að vera fatahönnuður. Ég vil meina að þeir safni meira en aðrir hönnuðir. Það fylgir okkur svo mikið drasl. Efni, tvinni, litir, snið o.s.frv. Ég hef til dæmis safnað tölum frá blautu barnsbeini og er alltaf að finna eitthvert dótarí sem veitir mér innblástur.Spáir þú mikið í liti þegar kemur að klæðaburði? Já. Ég er mjög litaglöð manneskja og litafræði hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér. Ég enda oft sjálf á því að klæða mig í svart, svona dagsdaglega, en ég elska liti! Og er alls ekkert hrædd við þá.Hver er uppáhaldsliturinn þinn? Fjólublár. Ég á samt ekki mikið af fjólubláum fötum…Klæðirðu þig eftir skapi? Svo sannarlega. Klæðaburðurinn sýnir 100% mitt andlega ástand þann daginn… svona oftast. Auðvitað er ég algjör kuldaskræfa svo að veðrið hefur aðeins áhrif á val dagsins og ef ég er að fara að kenna tvo eða þrjá jógatíma sama daginn og fara á fundi og vinna við tölvuna og ýmislegt annað, þá klæði ég mig eftir því. Þá er ég mikið að klæða upp jógafötin mín og vil ég meina að ég sé orðin algjör snillingur í því. Oft á tíðum er ég í jógafötum allan daginn og enginn tekur einu sinni eftir því.Er einhver litur eða samsetning sem þú gætir aldrei klæðst? Oftast „less is more“, þó að ég taki alveg „more is more“ dýfur, eða svona „ef þú ætlar að gera þetta, Eva, þá gerir þú þetta almennilega“. ég er alls ekki hrædd við að klæða mig í alls konar skrítið. Þó að dagsdaglega sé ég svona frekar praktísk.Hvort aðhyllist þú minna er meira eða meira er meira stílnum?Oftast minna er meira, þó að ég taki alveg meira er meira dýfur, eða svona „ef þú ætlar að gera þetta, Eva, þá gerir þú þetta almennilega“. Ég er alls ekki hrædd við að klæða mig í alls konar skrítið. Þó að dagsdaglega sé ég svona frekar praktísk. Hvað er það verðmætasta sem þú átt? Börnin mín. Aftur-peysurnar mínar eru samt alveg í sérstöku uppáhaldi. Aftur peysurnar hennar Evu.Hvaða hlutur hefur mesta þýðingu fyrir þig? Hringarnir sem ég ber á hverjum degi og ýmsir fylgihlutir sem eiga sér skemmtilegar og persónulegar sögur.Spáir þú mikið í umhverfisáhrif fataiðnaðarins?Mjög mikið, það er mitt eilífa dílemma, bæði í vinnunni sem hönnuður og í persónulega lífinu sem kona sem er tryllt í tísku. Fataiðnaðurinn er annar mest mengandi iðnaður heimsins, strax á eftir olíuiðnaðinum, og ef við höldum áfram eins og við gerum núna þá munum við ansi fljótt eyðileggja heiminn okkar. Mig langar ótrúlega mikið að gera allt það sem ég get til að breyta þessu. Eftir að hafa unnið sem yfirhönnuður hjá Samsøe & Samsøe og hjá Envii hef ég náð að sérhæfa mig í meðvitaðri framleiðslu og það er sko algjörlega mögulegt að vera smart og umhverfismeðvitaður. Sem betur fer er fólk að átta sig meira og meira á þessu. En við sem kaupendur höfum allt valdið, við „veljum“ með veskinu og við verðum að fara að vanda valið og velja vel. Ekki heldur vera stöðugt að kaupa og kaupa alls konar drasl sem við notum kannski bara einu sinni – eða jafnvel aldrei! Kaupa frekar minna og þá vandaðri klæðnað sem endist okkur lengur.Hvar færðu uppáhalds jógafötin?Uppáhalds jógafötin mín eru ballettföt, ég jógast líka mikið í fötum sem eru alls ekkert ætluð jóga. Enda er ég svona „multitasking“ týpa og þarf að ná ýmsu í jógagallanum svo að hann verður að vera svolítið „fjölhæfur“. Annars eru Free People að gera æðisleg jógaföt, Alo og Onzie. Tíska og heilsa, fer það saman?Nei, eða tískusteríótýpan og heilsusteríótýpan fara alls ekki saman. En ég ætla samt að segja já! Ég er allavega að reyna að flétta þessu saman, þetta eru mín tvö stærstu áhugamál svo að það er svona mitt missjon í lífinu að sameina þetta. Og það er svo sannarlega mögulegt. Þú þarft ekki að vera hippi í hempbuxum til að vera heilsusamlegur, þú getur verið svakalega meðvituð tískudrottning og heilsuhippi í háum hælum.Skipta þægindi þig máli eða er það bara „beauty is pain“?Þægindi skipta mig miklu máli. Ég fórna mér alveg stundum… seinni árin samt eiginlega aldrei! Þú lítur bara miklu betur út ef þér líður vel í fötunum þínum. Það sést langar leiðir. Maður er bara ekki jafn smart og öruggur ef manni líður illa og það er meira en helmingurinn af heildarútkomunni.Strigaskór eða hælar?Það fer eftir skapi. Ég er mikil hælakona, en eyði flestöllum dögum í strigaskóm.Í hverju líður þér best? Gallabuxum og bol. Eða í góðum samfestingi.Fjólublár í uppáhaldi.
Mest lesið Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour Bjútí tips Íslendinga Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Solange Knowles er tískudrottning tónlistarsenunnar Glamour Meðganga er eins og maraþon Glamour „Við sjáum ykkur, við heyrum í ykkur og við munum segja ykkar sögur“ Glamour Óþekkjanleg Blake Lively í nýju hlutverki Glamour Vetrartískan á götum Mílanó Glamour