„Ég er stoltur af silfrinu“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. desember 2017 06:00 Þórir Hergeirsson hefur náð stórkostlegum árangri með norska landsliðinu. Vísir/AFP Þórir Hergeirsson vann um helgina til verðlauna á stórmóti í tíunda sinn sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins – og það í aðeins ellefu tilraunum. Norðmenn urðu að sætta sig við silfur á HM í Þýskalandi eftir tap fyrir Frakklandi í úrslitaleiknum, 23-21. „Það væri lítil auðmýkt í því að vera ekki stoltur af silfurverðlaunum,“ sagði Þórir við íþróttadeild í gær og kvaðst ánægður með árangurinn, þó svo að það hafi verið svekkjandi að tapa úrslitaleiknum. „Við höfum ekki tapað mörgum úrslitaleikjum í gegnum tíðina en það er alltaf svekkjandi. Frammistaða okkar á mótinu kom mér þægilega á óvart og í raun margt jákvætt hjá okkur, ekki síst á jafn sterku móti og þessi keppni var,“ segir Þórir. „En það var hrikalegt að klikka á undirstöðuþáttum okkar leiks í úrslitaleiknum – markvörslu og hraðaupphlaupum.“ Hann segist engar skýringar hafa á því af hverju markverðir norska liðsins vörðu aðeins fjögur skot af 27 gegn Frökkum. „Það hefur að ég held aldrei gerst áður,“ segir Þórir en bendir á að bæði meiðsli og veikindi hafi sett strik í reikninginn. Það sé ekki eina skýringin, markvarslan hafi farið niður á við eftir því sem liðið hafi á mótið. Þá hafi lítil markvarsla í úrslitaleiknum ekki hjálpað til í hraðaupphlaupunum, þó svo að Frakkar hafi lagt ofurkapp á að hægja á leiknum. „Það voru samt hraðaupphlaupsmöguleikar hjá okkur en það var engu líkara en að við værum með handbremsuna á í þessum leik. Svo brennum við af fjórum vítum sem var mjög dýrt. Þetta er algjörlega úr takti hjá okkur,“ segir hann.Ekki allir sérfræðingar Þrátt fyrir að flestir séu ánægðir með árangur norska liðsins heima fyrir heyrast alltaf óánægjuraddir. Þórir var til að mynda gagnrýndur eftir leik í norskum miðlum í gær af sérfræðingum í sjónvarpi. Þórir tekur umtal um norska liðið ekki inn á sig. „Það er bara hluti af þessu. Miklu fleiri eru jákvæðir en hitt þó svo að allir séu svekktir með að tapa úrslitaleik. Það er flott að þetta lið skapi umtal og betra en að öllum sé skítsama. Svo getur maður líka valið á hverja maður hlustar. Maður ljær klóku fólki eyra en það eru ekki allir sérfræðingar sem titla sig sérfræðinga,“ sagði Þórir.Í æfingabúðir með Frökkum Norðmenn hafa verið með talsverða yfirburði í íþróttinni síðustu ár en ógnarsterkt lið Frakka er líklegt til að gera atlögu að þeim yfirburðum. „Frakkland vann síðast árið 2003 og þó svo að engir titlar hafa komið síðan þá hafa þeir alltaf verið með í baráttunni um verðlaun. Nú eru þeir með firnasterkt lið og mikla breidd. Frakkland er mikil handboltaþjóð,“ segir Þórir en Norðmenn munu næsta sumar fara í æfingabúðir með Frökkum og spila við þá nokkra leiki á næsta ári. „Það er mikilvægt. Við höfum gert of lítið af því að spila við þær og ungu leikmennirnir okkar þurfa á því að halda.“ Þórir segist yfirleitt fljótur að hrista af sér tapleiki en það sé mismunandi. Það sitji þó í honum að hugsa til þess hversu lítið vantaði upp á. „Það þurfti bara að nýta tvö vítin og verja einn bolta til viðbótar. Þá hefðum við unnið þennan leik.“ Handbolti Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Sjá meira
Þórir Hergeirsson vann um helgina til verðlauna á stórmóti í tíunda sinn sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins – og það í aðeins ellefu tilraunum. Norðmenn urðu að sætta sig við silfur á HM í Þýskalandi eftir tap fyrir Frakklandi í úrslitaleiknum, 23-21. „Það væri lítil auðmýkt í því að vera ekki stoltur af silfurverðlaunum,“ sagði Þórir við íþróttadeild í gær og kvaðst ánægður með árangurinn, þó svo að það hafi verið svekkjandi að tapa úrslitaleiknum. „Við höfum ekki tapað mörgum úrslitaleikjum í gegnum tíðina en það er alltaf svekkjandi. Frammistaða okkar á mótinu kom mér þægilega á óvart og í raun margt jákvætt hjá okkur, ekki síst á jafn sterku móti og þessi keppni var,“ segir Þórir. „En það var hrikalegt að klikka á undirstöðuþáttum okkar leiks í úrslitaleiknum – markvörslu og hraðaupphlaupum.“ Hann segist engar skýringar hafa á því af hverju markverðir norska liðsins vörðu aðeins fjögur skot af 27 gegn Frökkum. „Það hefur að ég held aldrei gerst áður,“ segir Þórir en bendir á að bæði meiðsli og veikindi hafi sett strik í reikninginn. Það sé ekki eina skýringin, markvarslan hafi farið niður á við eftir því sem liðið hafi á mótið. Þá hafi lítil markvarsla í úrslitaleiknum ekki hjálpað til í hraðaupphlaupunum, þó svo að Frakkar hafi lagt ofurkapp á að hægja á leiknum. „Það voru samt hraðaupphlaupsmöguleikar hjá okkur en það var engu líkara en að við værum með handbremsuna á í þessum leik. Svo brennum við af fjórum vítum sem var mjög dýrt. Þetta er algjörlega úr takti hjá okkur,“ segir hann.Ekki allir sérfræðingar Þrátt fyrir að flestir séu ánægðir með árangur norska liðsins heima fyrir heyrast alltaf óánægjuraddir. Þórir var til að mynda gagnrýndur eftir leik í norskum miðlum í gær af sérfræðingum í sjónvarpi. Þórir tekur umtal um norska liðið ekki inn á sig. „Það er bara hluti af þessu. Miklu fleiri eru jákvæðir en hitt þó svo að allir séu svekktir með að tapa úrslitaleik. Það er flott að þetta lið skapi umtal og betra en að öllum sé skítsama. Svo getur maður líka valið á hverja maður hlustar. Maður ljær klóku fólki eyra en það eru ekki allir sérfræðingar sem titla sig sérfræðinga,“ sagði Þórir.Í æfingabúðir með Frökkum Norðmenn hafa verið með talsverða yfirburði í íþróttinni síðustu ár en ógnarsterkt lið Frakka er líklegt til að gera atlögu að þeim yfirburðum. „Frakkland vann síðast árið 2003 og þó svo að engir titlar hafa komið síðan þá hafa þeir alltaf verið með í baráttunni um verðlaun. Nú eru þeir með firnasterkt lið og mikla breidd. Frakkland er mikil handboltaþjóð,“ segir Þórir en Norðmenn munu næsta sumar fara í æfingabúðir með Frökkum og spila við þá nokkra leiki á næsta ári. „Það er mikilvægt. Við höfum gert of lítið af því að spila við þær og ungu leikmennirnir okkar þurfa á því að halda.“ Þórir segist yfirleitt fljótur að hrista af sér tapleiki en það sé mismunandi. Það sitji þó í honum að hugsa til þess hversu lítið vantaði upp á. „Það þurfti bara að nýta tvö vítin og verja einn bolta til viðbótar. Þá hefðum við unnið þennan leik.“
Handbolti Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Sjá meira