Viðskipti innlent

Verslanir Iceland reknar með 39 milljóna hagnaði

Haraldur Guðmundsson skrifar
Verslanir Iceland hér á landi eru alls sex talsins.
Verslanir Iceland hér á landi eru alls sex talsins.
Sex matvöruverslanir Iceland voru reknar með 39 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Afkoman var þá rúmum 30 milljónum betri en 2015 og velta fyrirtækisins nam 2.864 milljónum eða einni milljón króna meira en árið á undan. Síðasta fjárhagsári Íslands-verslunar ehf. lauk í febrúar síðastliðnum. Hagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) nam þá 71 milljón miðað við þriggja milljóna tap árið áður. Eignir félagsins voru metnar á 385 milljónir og eigið fé þess jákvætt um 171 milljón. Verslanir Ice­land eru í eigu einkahlutafélagsins Basko. Það er aftur í eigu framtakssjóðsins Horns III og félaga í eigu verslunarmannsins Árna Péturs Jónssonar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×