Michael Jordan er tekjuhæsti íþróttamaður allra tíma. Þetta kemur fram í úttekt viðskiptatímaritsins Forbes.
Jordan hefur þénað 1,85 milljarð Bandaríkjadala síðan hann samdi við Chicago Bulls árið 1984. Þrátt fyrir að hafa lagt skóna á hilluna fyrir 14 árum er Jordan enn með styrktarsamninga við fjölda fyrirtækja, þ.á.m. Gatorade og Nike. Hann heldur því áfram að safna seðlum.
Tiger Woods er í 2. sæti á lista Forbes en kylfingurinn hefur rakað inn 1,7 milljarði dala á ferlinum.
Kylfingarnir Arnold Palmer,sem lést í fyrra, og Jack Nicklaus raða sér í sæti þrjú og fjögur. Phil Mickelson er svo í 6. sætinu.
Ökuþórinn Michael Schumacher er í 5. sæti en hann hefur þénað einn milljarð dala. Hann er hæsti Evrópubúinn á listanum.
Golf, körfubolti og box eiga fimm fulltrúa á lista Forbes yfir 25 tekjuhæstu íþróttamenn allra tíma. Alls koma þeir úr átta íþróttagreinum. Engin kona er á listanum.
Aðeins þrír fótboltamenn eru meðal 25 tekjuhæstu íþróttamanna allra tíma; David Beckham (7.), Cristiano Ronaldo (12.) og Lionel Messi (16.).
Úttekt Forbes má lesa með því að smella hér.
Tekjuhæstu íþróttamenn allra tíma:
1. Michael Jordan - 1,85 milljarður Bandaríkjadala
2. Tiger Woods - 1,7 milljarður
3. Arnold Palmer - 1,4 milljarður
4. Jack Nicklaus - 1,2 milljarður
5. Michael Schumacher - 1 milljarður
6. Phil Mickelson - 815 milljónir
7.-8. Kobe Bryant - 800 milljónir
7.-8. David Beckham - 800 milljónir
9. Floyd Mayweather - 785 milljónir
10. Shaquille O'Neal - 735 milljónir
Jordan tekjuhæsti íþróttamaður allra tíma
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn

Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti

Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum
Körfubolti

Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn






Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum
Körfubolti