Ástæðan ku vera sú að Lima var nýverið beðin um að leika í kynþokkafullu myndbandi fyrir samfélagsmiðla ónefnds vörumerkis sem hún neitaði vegna þess að hana langar ekki að stuðla að óheilbrigðum útlitskröfum. Lima segir að vinkona hennar hafi nýverið opnað sig fyrir sér um óöryggi um eigin líkama.
„Á þessu augnabliki fattaði ég að meirihluti kvenna vaknar örugglea á hverjum morgni og reynir að passa inn í steríótýpu sem samfélagið/samfélagsmiðlar/tískuheimurinn stuðlar að. Mér finnst það ekki vera rétta leiðin til að lifa og fyrir utan hversu óhollt það er fyrir andlega og líkamlega heilsu. Svo ég ætla að breyta þessu. Ég mun ekki lengur fækka fötum fyrir tóman málstað.“
Adriana Lima er 36 ára gömul fyrirsætan og í haust gekk hún tískupallinn fyrir undirfatarisann Victoria´s Secret átjanda árið í röð. Það má því draga þá ályktun eftir þessu yfirlýsingu að það hafi verið í síðasta sinn.
