Hagar leita til dómstóla vegna Korputorgssölu Haraldur Guðmundsson skrifar 5. maí 2017 07:00 Hagar opnuðu verslun Bónuss á Korputorgi í mars 2009. vísir/eyþór Verslunarfyrirtækið Hagar hefur stefnt bæði fyrrverandi og núverandi eiganda Korputorgs vegna meintra vanefnda á samkomulagi um forkaupsrétt á húsnæði Bónuss í verslunarkjarnanum. Forstjóri Haga segir fyrirtækið ekki ætla að loka versluninni en nýr eigandi Korputorgs hefur áform um að koma mestallri starfsemi heildsölu- og framleiðslufyrirtækisins Íslensk-Ameríska (Ísam) undir eitt þak og leigja út verslunarrými til smásölu. „Málið snýst um forkaupsrétt sem er skýlaus og fyrirvaralaus í leigusamningi sem er ekki virtur. Við gerum enga athugasemd við söluna á Korputorginu en eigum aftur á móti forkaupsrétt á þeim hluta sem snýr að Bónus og viljum fá að nýta hann. Það er okkar ætlun að reka verslunina þarna áfram,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga.Finnur Árnason, forstjóri HagaHagar stefndu félögunum SMI ehf. og Korputorgi ehf. eftir að tilkynnt var um kaup Kristins ehf., móðurfélags Ísam, á verslunarkjarnanum í október í fyrra. Munnlegur málflutningur fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hófst á þriðjudag. Fasteignafélagið Korputorg ehf. heldur utan um rekstur verslunarkjarnans og keypti Kristinn ehf. það í október. Til stendur að flytja mestalla starfsemi Ísam í húsnæðið á næstu árum og þá fyrirtækin Mylluna, Ora, Frón og Fastus. Kristinn er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur, útgerðarkonu í Vestmannaeyjum, og fjölskyldu. „Það er búið að leigja út allt Korputorgið og þar verður blönduð starfsemi og það er gert ráð fyrir að þar verði smásala að hluta til. Ég á eftir að taka formlegar viðræður við Bónus en það er leigusamningur í gildi og við erum að leita að góðum og traustum leigutökum,“ segir Sævar Þór Ólafsson, framkvæmdastjóri Korputorgs ehf., og vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. SMI er í eigu erlenda sjóðsins The Calabry Trust en upplýsingar um eignarhald hans eru ekki skráðar hjá fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra. Jákup á Dul Jacobsen, fjárfestir og stofnandi Rúmfatalagersins, er samkvæmt henni stjórnarformaður SMI. Davíð Freyr Albertsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri SMI og fyrrverandi eigandi verslunarkjarnans, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Ekki náðist í Jákup á Dul Jacobsen. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent E. coli í frönskum osti Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Verslunarfyrirtækið Hagar hefur stefnt bæði fyrrverandi og núverandi eiganda Korputorgs vegna meintra vanefnda á samkomulagi um forkaupsrétt á húsnæði Bónuss í verslunarkjarnanum. Forstjóri Haga segir fyrirtækið ekki ætla að loka versluninni en nýr eigandi Korputorgs hefur áform um að koma mestallri starfsemi heildsölu- og framleiðslufyrirtækisins Íslensk-Ameríska (Ísam) undir eitt þak og leigja út verslunarrými til smásölu. „Málið snýst um forkaupsrétt sem er skýlaus og fyrirvaralaus í leigusamningi sem er ekki virtur. Við gerum enga athugasemd við söluna á Korputorginu en eigum aftur á móti forkaupsrétt á þeim hluta sem snýr að Bónus og viljum fá að nýta hann. Það er okkar ætlun að reka verslunina þarna áfram,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga.Finnur Árnason, forstjóri HagaHagar stefndu félögunum SMI ehf. og Korputorgi ehf. eftir að tilkynnt var um kaup Kristins ehf., móðurfélags Ísam, á verslunarkjarnanum í október í fyrra. Munnlegur málflutningur fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur hófst á þriðjudag. Fasteignafélagið Korputorg ehf. heldur utan um rekstur verslunarkjarnans og keypti Kristinn ehf. það í október. Til stendur að flytja mestalla starfsemi Ísam í húsnæðið á næstu árum og þá fyrirtækin Mylluna, Ora, Frón og Fastus. Kristinn er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur, útgerðarkonu í Vestmannaeyjum, og fjölskyldu. „Það er búið að leigja út allt Korputorgið og þar verður blönduð starfsemi og það er gert ráð fyrir að þar verði smásala að hluta til. Ég á eftir að taka formlegar viðræður við Bónus en það er leigusamningur í gildi og við erum að leita að góðum og traustum leigutökum,“ segir Sævar Þór Ólafsson, framkvæmdastjóri Korputorgs ehf., og vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. SMI er í eigu erlenda sjóðsins The Calabry Trust en upplýsingar um eignarhald hans eru ekki skráðar hjá fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra. Jákup á Dul Jacobsen, fjárfestir og stofnandi Rúmfatalagersins, er samkvæmt henni stjórnarformaður SMI. Davíð Freyr Albertsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri SMI og fyrrverandi eigandi verslunarkjarnans, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Ekki náðist í Jákup á Dul Jacobsen.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent E. coli í frönskum osti Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira