Enski boltinn

Nú eru bara 36 prósent líkur á því að Liverpool komist í Meistaradeildina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp. Vísir/Getty
Tölfræðiútreikningar Sky Sports spá fyrir um það að hvorki Liverpool né Manchester United takist að vinna sér inn sæti í Meistaradeildinni í vor.

Chelsea á titilinn vísan og það þarf svo sem enga tölfræðinga til að sjá það en líkur Sky Sports á sigri lærisveina Antonio Conte eru nú komnar upp í 91 prósent. Næsta lið er síðan Tottenham með aðeins fimm prósent.

Spáin boðar gott fyrir Gylfa Þór Sigurðsson og félaga í Swansea City en nú eru „bara“ 35 prósent líkur á því að velska liðið falli úr deildinni.

Tvö sigurmörk Gylfa að undanförnu eiga mikinn þátt í því að bæta stöðu Swansea sem hefur sýnt betri leik undir forystu íslenska landsliðsmannsins að undanförnu.

Spilamennska Liverpool hefur hrunið í upphafi nýs árs og samkvæmt spá Sky Sport mun liðið ekki einungis detta út úr titilbaráttunni heldur einnig missa bæði af Meistaradeildarsæti og lið Manchester United upp fyrir sig í töflunni.

Manchester United hefur ekki tapað mörgum leikjum en jafnteflin eru alltof mörg. Liðið á nú 41 prósent líkur á því að komast í Meistaradeildina en nær því ekki samkvæmt spá Sky Sports.

Meistaradeildarsætin enda hjá Chelsea, Tottenham, Manchester City og Arsenal sem eru öll með yfir 60 prósent líkur á því að spila í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

Hér fyrir neðan má sjá niðurstöður útreikninga tölfræðinga Sky Sports.  Það má líka finna meira um þær hér.

- Líkur á Meistaradeildarsæti -

Chelsea 99 prósent

Tottenham 87 prósent

Manchester City 66 prósent

Arsenal 62 prósent

Manchester United 41 prósent

Liverpool 36 prósent

Everton 9 prósent

Önnur lið undir 1 prósent

- Líkur á Englandsmeistaratitli -

Chelsea 91 prósent

Tottenham 5 prósent

Manchester City 2 prósent

Arsenal 1 prósent

Önnur lið undir 1 prósent

- Líkur á falli úr deildinni -

Crystal Palace 70 prósent

Sunderland 60 prósent

Hull City 51 prósent

Swansea Cuty 35 prósent

Leicester City 34 prósent

Middlesbrough 30 prósent

Bournemouth 11 prósent

Southampton 5 prósent

Watford 2 prósent

Stoke City 1 prósent

Önnur lið undir 1 prósent




Fleiri fréttir

Sjá meira


×