Viðskipti innlent

Kísilverksmiðja Thorsil í Helguvík fær starfsleyfi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Tvær kísilverksmiðjur verða starfræktar í Helguvík.
Tvær kísilverksmiðjur verða starfræktar í Helguvík. vísir/GVA
Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir fyrirhugaða verskmiðju Thorsil í Helguvík. Nokkur ákvæði leyfisins hafa verið endurskoðuð og þarf fyrirtækið að uppfylla ný ákvæði til að sporna gegn lyktarmengun.

27. október 2016 kvað úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála upp úrskurð að fella úr gildi ákvörðun Umhverfisstofnunar frá 11. september 2015 um að veita Thorsil ehf. starfsleyfi fyrir rekstri kísilverksmiðju á iðnaðarsvæðinu í Helguvík. Vegna þessa tók Umhverfisstofnun afgreiðslu málsins fyrir á ný.

Auglýsti Umhverfisstofnun starfsleyfistilkynningu á tímabilinu 3. nóvember 2016 til 2. janúar 2017. . Á sama tíma og opið var fyrir athugasemdir varð mikil fréttaumræða vegna mengunar og lyktar frá annarri kísilverksmiðju á sama svæði, verksmiðju United Silicon. Urðu hörð viðbrögð hjá mörgum íbúum Reykjanesbæjar vegna ítrekaðra óhappa og örðugleika.

Að loknum umsagnarfresti höfðu borist 30 einstaklingum, tvö minnisblöð frá rekstraraðila og eitt áframsent erindi frá Samgöngustofu. . Nokkrir umsagnaraðilar vöktu í athugasemdum sínum athygli á undirskriftarlista þar sem farið var fram á að Umhverfisstofnun gefi ekki út starfsleyfi fyrir kísilmálmverksmiðju Thorsil. Tæplega 3500 einstaklingar skrifuðu nöfn sín á undirskriftalistann.

Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun segir að stofnunin hafi farið yfir allar athugasemdir sem bárust og breytt nokkrum ákvæðum fyrra starfsleyfis til að koma til móts við ábendingar almennings. Ber þar helst að nefna ný ákvæði um lykt frá verksmiðjunni vegna reynslu sem skapast hefur af verksmiðju United Silicon.

Starfsleyfið gildir til 11. september 2031.


Tengdar fréttir

Fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilverinu

Íbúi í Reykjanesbæ fékk efnabruna í slímhúð vegna reyks frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Íbúar í bænum eru afar óhressir með mikla mengun frá verksmiðjunni en síðustu daga hefur sterk brunalykt fundist víðs vegar um bæinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×