,,Gianni, þetta er fyrir þig" Ritstjórn skrifar 23. september 2017 10:00 Glamour/Getty Á þessu ári eru tuttugu ár síðan að Gianni Versace var myrtur á Miami. Nú er Donatella Versace, systir hans, listrænn stjórnandi tískuhússins. Á sýningu Versace í gær fór Donatella yfir feril bróður síns í fatnaði. Fatnaðinn er erfitt að dæma, þar sem þetta eru flíkur sem hafa slegið í gegn áður fyrr, og eru orðnar þekktar í tískuheiminum. Andy Warhol kjólar, axlapúðar, pastel-litir og hárklútar, allt voru þetta vísun í glæsta en of stuttan feril Gianni. Sýningin endaði á ofurfyrirsætunum Cindy Crawford, Naomi Campbell, Claudia Schiffer, Helena Christensen og Carla Bruni, allar klæddar í silfur-litaðan síðkjól. Þvílíkt augnablik! Sýningin var falleg og mikilvæg vísun í söguna, en þangað virðast margir hönnuðir vera að sækja undanfarið. Framtíð Versace hefur verið óskýr undanfarið og spurning um hver mun taka við keflinu ef Donatella skyldi hætta, en sýningin í gær sannaði það að Donatella er alveg með þetta. Mest lesið Taylor Swift í íslenskri hönnun í nýjasta myndbandinu sínu Glamour Vill tveggja ára fangelsi fyrir að eiga titrara Glamour Stefnumót íslenskra hönnuða við erlenda framleiðendur Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Grænt og vænt á heimilið Glamour Lífleg og fjölbreytt götutíska í Seoul Glamour Bella Hadid er mætt til Cannes Glamour Smekklegir gestir á Hönnunarverðlaunum Íslands Glamour Það eru allir æstir í Birki Bjarnason Glamour Gigi Hadid valin fyrirsæta ársins Glamour
Á þessu ári eru tuttugu ár síðan að Gianni Versace var myrtur á Miami. Nú er Donatella Versace, systir hans, listrænn stjórnandi tískuhússins. Á sýningu Versace í gær fór Donatella yfir feril bróður síns í fatnaði. Fatnaðinn er erfitt að dæma, þar sem þetta eru flíkur sem hafa slegið í gegn áður fyrr, og eru orðnar þekktar í tískuheiminum. Andy Warhol kjólar, axlapúðar, pastel-litir og hárklútar, allt voru þetta vísun í glæsta en of stuttan feril Gianni. Sýningin endaði á ofurfyrirsætunum Cindy Crawford, Naomi Campbell, Claudia Schiffer, Helena Christensen og Carla Bruni, allar klæddar í silfur-litaðan síðkjól. Þvílíkt augnablik! Sýningin var falleg og mikilvæg vísun í söguna, en þangað virðast margir hönnuðir vera að sækja undanfarið. Framtíð Versace hefur verið óskýr undanfarið og spurning um hver mun taka við keflinu ef Donatella skyldi hætta, en sýningin í gær sannaði það að Donatella er alveg með þetta.
Mest lesið Taylor Swift í íslenskri hönnun í nýjasta myndbandinu sínu Glamour Vill tveggja ára fangelsi fyrir að eiga titrara Glamour Stefnumót íslenskra hönnuða við erlenda framleiðendur Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Grænt og vænt á heimilið Glamour Lífleg og fjölbreytt götutíska í Seoul Glamour Bella Hadid er mætt til Cannes Glamour Smekklegir gestir á Hönnunarverðlaunum Íslands Glamour Það eru allir æstir í Birki Bjarnason Glamour Gigi Hadid valin fyrirsæta ársins Glamour