Ein yfirhöfn er ekki nóg Ritstjórn skrifar 2. október 2017 10:30 Glamour/Getty Nú fer að líða að lokum á tískuvikunni í París þar sem tískuhúsin segja okkur hvað þeir ætli að bjóða upp á fyrir næsta sumar. Eins frábrugðnar sýningarnar eru hvorri annarri þá er samt gaman að sjá tvo eða fleiri hönnuði sem segja sama hlutinn. Celine og Balenciaga eru sammála um það að ein yfirhöfn er ekki nóg. Demna Gvasalia hjá Balenciaga skeytti saman tveimur jökkum. Gallajakka blandaði hann saman við rykfrakka, leðurjakka við velúr-jakka og aftur gallajakka saman við útivistarjakka. Phoebe Philo hjá Celine var aðeins látlausari. Hún er mikið með rykfrakka fyrir næsta sumar, og gerði hann annað hvort tvöfaldan eða tengdi hann saman við jakkafatajakka. Við getum tileinkað okkur þennan stíl strax í dag! Annaðhvort má setjast við saumavélina og lífga upp á jakkana sem maður á heima við, eða einfaldlega klæða okkur í tvenna jakka. Fullkomið fyrir okkur Íslendinga. Mest lesið Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour Fjölbreytni á forsíðum glanstímarita aldrei verið meiri Glamour Bjútí tips Íslendinga Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Victoria's Secret tískusýning verður haldin í París þetta árið Glamour Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour Kristen Stewart byrjuð með fyrrverandi kærustu Cara Delevingne Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour "Grandinn er að vaxa sem spennandi verslunarsvæði“ Glamour Dragtir og litrík jakkaföt áberandi á rauða dreglinum Glamour
Nú fer að líða að lokum á tískuvikunni í París þar sem tískuhúsin segja okkur hvað þeir ætli að bjóða upp á fyrir næsta sumar. Eins frábrugðnar sýningarnar eru hvorri annarri þá er samt gaman að sjá tvo eða fleiri hönnuði sem segja sama hlutinn. Celine og Balenciaga eru sammála um það að ein yfirhöfn er ekki nóg. Demna Gvasalia hjá Balenciaga skeytti saman tveimur jökkum. Gallajakka blandaði hann saman við rykfrakka, leðurjakka við velúr-jakka og aftur gallajakka saman við útivistarjakka. Phoebe Philo hjá Celine var aðeins látlausari. Hún er mikið með rykfrakka fyrir næsta sumar, og gerði hann annað hvort tvöfaldan eða tengdi hann saman við jakkafatajakka. Við getum tileinkað okkur þennan stíl strax í dag! Annaðhvort má setjast við saumavélina og lífga upp á jakkana sem maður á heima við, eða einfaldlega klæða okkur í tvenna jakka. Fullkomið fyrir okkur Íslendinga.
Mest lesið Vogue mælir með Hrím, Noodle Station og Kiosk Glamour Fjölbreytni á forsíðum glanstímarita aldrei verið meiri Glamour Bjútí tips Íslendinga Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Victoria's Secret tískusýning verður haldin í París þetta árið Glamour Kim Kardashian er hætt að "contoura“ sig Glamour Kristen Stewart byrjuð með fyrrverandi kærustu Cara Delevingne Glamour Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour "Grandinn er að vaxa sem spennandi verslunarsvæði“ Glamour Dragtir og litrík jakkaföt áberandi á rauða dreglinum Glamour