Tónlistarmaðurinn Jason Aldean stóð á sviðinu á Route 91 tólistarhátíðinni þegar Paddock skaut úr byssu sinni og var Aldean í dágóða stund að átt sig á stöðunni.
Aldean hefur nú tjáð sig um málið á Instagram og biður hann almenning um að biðja fyrir íbúum Las Vegas.
„Þetta hefur verið skelfilegt kvöld. Ég veit í raun ekki ennþá hvað ég get sagt en mig langaði að láta alla vita að ég og samstarfsfólk mitt erum í öruggum höndum og enginn slasaðist,“ segir Aldean í færslunni.
„Hugur minn er hjá þeim sem eiga um sárt að binda eftir þessa árás. Það er erfitt að hugsa til þess að fólkið sem féll frá var aðeins mætt á tónleika til að hafa gaman."
This is the moment shots were fired while Jason Aldean was on stage in #LasVegas. #LasVegasShooting @LukeBroadlick @WPTV pic.twitter.com/pd4j0547LH
— Chris Stewart (@CStewartWPTV) October 2, 2017