Biður fólk að sýna virðingu á Hrekkjavöku: „Húðlitur er ekki búningur“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. október 2017 13:30 Donna Cruz segist sjálf hafa orðið fyrir fordómum hér á landi. Aðsent Samfélagsmiðlastjarnan Donna Cruz skrifaði færslu á Facebook þar sem hún minnti fólk á að vanda valið á búningum fyrir Hrekkjavökuna. Donna er upprunulega frá Filipseyjum en kom til landins fjögurra ára gömul og ólst því upp hér. Hún segist stolt af sínum uppruna og vildi með færslu sinni vekja fólk til umhugsunar. Sjálf hefur hún líka gert mistök þegar hún vissi ekki betur. „Ég er enginn sérfræðingur í því að vera menningarlega viðeigandi. En maður lifir og lærir og ég vil sýna menningu annarra virðingu alveg eins og mig langar að fólk beri virðingu fyrir minni menningu,“ segir Donna í samtali við Vísi. Donna er vinsæl á samfélagsmiðlunum Snapchat (donneunice) og Instagram (donnacruzis) og er með þúsundi fylgjenda. Hún er mikið fyrir Hrekkjavökuna sjálf en er orðin þreytt á því að sjá fólk vera fordómafullt eða særa aðra með vali á búningum.Snýst um virðingu og tillitssemi„Húðlitur er ekki búningur. Húðlitur er partur af manneskju og að nota það sem búning er, fyrigefðu, bara kjaftæði. Við höfum öll séð einhvern einhverntiman gera black-face því gerist á hverri Hrekkjavöku og það er 2017 þetta á bara ekki að vera í lagi. Þegar þú notar húðlit annara sem búning ertu að ýta undir rasistastereótýpur.” Hún segir að sumir búningar ýti undir slæmar og fordómafullar stereótýpur, eins og til dæmis arabi með sprengju utan um sig. Nefnir hún einnig að eitthvað sem skipti miklu máli í menningu annarra sé ekki gott val á búning. Hún segir að notkun indíánahöfuðskrauts sem búning vanvirði hefðir fólks og því ætti það ekki að vera fylgihlutur á Hrekkjavökunni. „Á endanum þá snýst þetta um að sýna virðingu og tillitsemi því þetta skiptir máli.“ Sjálf hefur hún ekki valið sér búning fyrir Hrekkjavökuna í ár. „Mig langar að vera Avatar Korra því hún er svo badass og ég elska Avatar seríurnar en ég er líka að hugsa um trúðin IT. Ég er samt dauðhrædd við trúða þannig ég veit ekki alveg.“Donna Cruz ætlaði ekki að verða fegurðardrottningar-stelpa en hún tekur þátt í erlendri keppni eftir mánuð.AðsentDonna segist sjálf hafa orðið fyrir fordómum hér á landi, bæði beint og óbeint. „Beinu eru að vera kölluð allskonar ógeðslegum nöfnum, asíska hóran er í uppáhaldi. En óbeinir fordómar eru til dæmis þegar fólk “hrósar" mér þegar það kemst að því að ég sé alveg Filippeysk þá fæ ég oft athugasemdir eins og: Já er það ertu ekki hálf? Þú ert nefnilega svo falleg hélt að þú værir hálf íslensk. Ég tók þessu í langan tíma sem hrósi en í alvörunni er þetta það ekki því í rauninni ertu að segja að það sé ótrúlegt að ég sé svona falleg án þess að vera eitthvað annað en Filippeysk.“Keppir í fegurðarsamkeppni á FilipseyjumDonna Cruz keppir eftir mánuð í fegurðarsamkeppni sem fer fram á Filipseyjum, Miss Asia Pacific International. Hún tók þátt í Ungfrú Ísland á síðasta ári og var þar valin vinsælasta stúlkan eða Miss People's Choice Iceland. „Ég ætlaði aldrei að vera fegurðarsamkeppnastelpa en þessi keppni er haldinn á Filipseyjum og ég varð bara spennt út af því. Ég elska landið mitt ég hugsaði bara, af hverju ekki?” Donna er að fara í þessa keppni á eigin forsendum og þarf því að leggja út fyrir öllu sjálf „Ég þarf til dæmis að redda þjóðarbúning og langar að langar vinna með íslenskum hönnuðum fyrir það. Ég hugsaði strax um Ýr Þrastardóttur sem á línuna Another Creation. Ungfrú Ísland sýndi frá hennar línu bæði í fyrra og í ár. Ég ætla ekki að skafa af en ég elska hana. Hún nær einhvernveginn að skapa föt sem gefa frá sér kraftmikla orku en líka mjög kvenleg.“Skemmtileg lífsreynslaHún segir undirbúninginn fyrir keppnina ganga þokkalega þrátt fyrir mikið annríki. „Fólk hugsar oft að ég sé á ströngu mataræði fyrir svona keppni en er í raunini bara að borða minna drasl. Það vita margir að mataræðið mitt er ekki það hollasta en ég er að reyna taka mig hægt og rólega á. Til dæmis með því að panta pizzu bara einu sinnu á viku í stað þrisvar. Mataræðið er lykilatriði en ég vil líka njóta mín. „Ég hugsa að þetta verði bara skemmtileg lífreynsla og langar mér að þakka öllum fyrir stuðninginn sem ég er búin að fá. Fjölskyldan mín bæði hér og úti eru mjög dugleg að deila og læka myndinni minni á Miss Asia Pacific Facebook síðunni og ég er kominn með yfir 1500 læk og meira en hundrað deilingar. Þetta verður bara gaman.” Hrekkjavaka Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Sjá meira
Samfélagsmiðlastjarnan Donna Cruz skrifaði færslu á Facebook þar sem hún minnti fólk á að vanda valið á búningum fyrir Hrekkjavökuna. Donna er upprunulega frá Filipseyjum en kom til landins fjögurra ára gömul og ólst því upp hér. Hún segist stolt af sínum uppruna og vildi með færslu sinni vekja fólk til umhugsunar. Sjálf hefur hún líka gert mistök þegar hún vissi ekki betur. „Ég er enginn sérfræðingur í því að vera menningarlega viðeigandi. En maður lifir og lærir og ég vil sýna menningu annarra virðingu alveg eins og mig langar að fólk beri virðingu fyrir minni menningu,“ segir Donna í samtali við Vísi. Donna er vinsæl á samfélagsmiðlunum Snapchat (donneunice) og Instagram (donnacruzis) og er með þúsundi fylgjenda. Hún er mikið fyrir Hrekkjavökuna sjálf en er orðin þreytt á því að sjá fólk vera fordómafullt eða særa aðra með vali á búningum.Snýst um virðingu og tillitssemi„Húðlitur er ekki búningur. Húðlitur er partur af manneskju og að nota það sem búning er, fyrigefðu, bara kjaftæði. Við höfum öll séð einhvern einhverntiman gera black-face því gerist á hverri Hrekkjavöku og það er 2017 þetta á bara ekki að vera í lagi. Þegar þú notar húðlit annara sem búning ertu að ýta undir rasistastereótýpur.” Hún segir að sumir búningar ýti undir slæmar og fordómafullar stereótýpur, eins og til dæmis arabi með sprengju utan um sig. Nefnir hún einnig að eitthvað sem skipti miklu máli í menningu annarra sé ekki gott val á búning. Hún segir að notkun indíánahöfuðskrauts sem búning vanvirði hefðir fólks og því ætti það ekki að vera fylgihlutur á Hrekkjavökunni. „Á endanum þá snýst þetta um að sýna virðingu og tillitsemi því þetta skiptir máli.“ Sjálf hefur hún ekki valið sér búning fyrir Hrekkjavökuna í ár. „Mig langar að vera Avatar Korra því hún er svo badass og ég elska Avatar seríurnar en ég er líka að hugsa um trúðin IT. Ég er samt dauðhrædd við trúða þannig ég veit ekki alveg.“Donna Cruz ætlaði ekki að verða fegurðardrottningar-stelpa en hún tekur þátt í erlendri keppni eftir mánuð.AðsentDonna segist sjálf hafa orðið fyrir fordómum hér á landi, bæði beint og óbeint. „Beinu eru að vera kölluð allskonar ógeðslegum nöfnum, asíska hóran er í uppáhaldi. En óbeinir fordómar eru til dæmis þegar fólk “hrósar" mér þegar það kemst að því að ég sé alveg Filippeysk þá fæ ég oft athugasemdir eins og: Já er það ertu ekki hálf? Þú ert nefnilega svo falleg hélt að þú værir hálf íslensk. Ég tók þessu í langan tíma sem hrósi en í alvörunni er þetta það ekki því í rauninni ertu að segja að það sé ótrúlegt að ég sé svona falleg án þess að vera eitthvað annað en Filippeysk.“Keppir í fegurðarsamkeppni á FilipseyjumDonna Cruz keppir eftir mánuð í fegurðarsamkeppni sem fer fram á Filipseyjum, Miss Asia Pacific International. Hún tók þátt í Ungfrú Ísland á síðasta ári og var þar valin vinsælasta stúlkan eða Miss People's Choice Iceland. „Ég ætlaði aldrei að vera fegurðarsamkeppnastelpa en þessi keppni er haldinn á Filipseyjum og ég varð bara spennt út af því. Ég elska landið mitt ég hugsaði bara, af hverju ekki?” Donna er að fara í þessa keppni á eigin forsendum og þarf því að leggja út fyrir öllu sjálf „Ég þarf til dæmis að redda þjóðarbúning og langar að langar vinna með íslenskum hönnuðum fyrir það. Ég hugsaði strax um Ýr Þrastardóttur sem á línuna Another Creation. Ungfrú Ísland sýndi frá hennar línu bæði í fyrra og í ár. Ég ætla ekki að skafa af en ég elska hana. Hún nær einhvernveginn að skapa föt sem gefa frá sér kraftmikla orku en líka mjög kvenleg.“Skemmtileg lífsreynslaHún segir undirbúninginn fyrir keppnina ganga þokkalega þrátt fyrir mikið annríki. „Fólk hugsar oft að ég sé á ströngu mataræði fyrir svona keppni en er í raunini bara að borða minna drasl. Það vita margir að mataræðið mitt er ekki það hollasta en ég er að reyna taka mig hægt og rólega á. Til dæmis með því að panta pizzu bara einu sinnu á viku í stað þrisvar. Mataræðið er lykilatriði en ég vil líka njóta mín. „Ég hugsa að þetta verði bara skemmtileg lífreynsla og langar mér að þakka öllum fyrir stuðninginn sem ég er búin að fá. Fjölskyldan mín bæði hér og úti eru mjög dugleg að deila og læka myndinni minni á Miss Asia Pacific Facebook síðunni og ég er kominn með yfir 1500 læk og meira en hundrað deilingar. Þetta verður bara gaman.”
Hrekkjavaka Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið