Björgvin Páll: Skjern er félag sem ég hef horft til síðustu ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. desember 2017 13:45 Björgvin Páll í leik með Haukum. vísir/anton Björgvin Páll Gústavsson skrifaði undir tveggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið Skjern í vikunni. Þessar fréttir komu nokkuð á óvart en Björgvin Páll hafnaði tilboði frá Flensburg í sumar. Hann gengur í raðir Skjern frá Haukum næsta sumar. „Mjög margir eru hissa á því að ég sagði nei við Flensburg en já við Skjern. Þetta hentar betur fyrir mig persónulega og fjölskylduna. Maður fékk nóg af Þýskalandi í bili. Það er ekki eins fjölskylduvænt. Hér er æft einu sinni á dag og tíma sem er aðeins kristilegri,“ sagði Björgvin Páll í samtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni í gær. Björgvin Páll er nýbúinn að eignast tvíbura og segir Skjern haldi vel utan um fjölskyldur leikmanna liðsins. „Fyrsta símtalið var þannig að þeir vildu fá mig og fjölskylduna til Skjern, ekki bara mig. Það hljómaði rosalega vel. Þeir eru tilbúnir að gera allt fyrir mann. Svo er þetta frábært lið sem er efst í Danmörku sem stendur. Þetta er mjög spennandi verkefni sem verður geggjað að taka þátt í,“ sagði Björgvin Páll. Lið Skjern er afar vel mannað. Þar má m.a. finna leikmenn á borð við Anders Eggert, Kasper Søndergaard og Bjarte Myrhol. Næsta sumar kemur svo Thomas Mogensen frá Flensburg. Félagið leggur mikið upp úr góðu vinnuumhverfi og þægilegu andrúmslofti. „Þetta snýst ekki endilega um álagið, heldur hvernig hlutirnir eru gerðir. Skjern vinnur markvisst að því að vera besti vinnustaður í Danmörku. Ef leikir tapast er ekki æft 2-3 daginn eftir, heldur vandamálið krufið. Þetta er mannlegra en í Þýskalandi og aðeins líkara því sem maður þekkir á Íslandi,“ sagði Björgvin Páll. Markvörðurinn öflugi var ekki leitast eftir því að komast aftur út í atvinnumennsku, heldur kom tækifærið óvænt upp í hendurnar á honum. „Ég var alls ekki að leitast eftir þessu. Ég var búinn að fá 4-5 fyrirspurnir síðustu mánuði sem ég henti frá mér. Svo kom Skjern upp og það er félag sem ég hef horft til síðustu ár,“ sagði Björgvin Páll. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Handbolti Olís-deild karla Tengdar fréttir Geir búinn að velja 16 manna hóp fyrir EM | Ágúst Elí tekur sæti Arons Rafns Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson fer ekki til Króatíu í janúar. 15. desember 2017 16:00 Björgvin Páll á leið til Danmerkur Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson er búinn að semja við danska úrvalsdeildarfélagið Skjern. 20. desember 2017 16:27 Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Haukar 30-29 | Hvít jól í Hafnarfirði Mark á lokasekúndum leiksins tryggði FH sigur í Hafnarfjarðarslag FH og Hauka í Olís deild karla. FH-ingar sitja á toppnum um jólin og eiga montréttinn í Hafnarfirðinum. 18. desember 2017 22:30 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson skrifaði undir tveggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið Skjern í vikunni. Þessar fréttir komu nokkuð á óvart en Björgvin Páll hafnaði tilboði frá Flensburg í sumar. Hann gengur í raðir Skjern frá Haukum næsta sumar. „Mjög margir eru hissa á því að ég sagði nei við Flensburg en já við Skjern. Þetta hentar betur fyrir mig persónulega og fjölskylduna. Maður fékk nóg af Þýskalandi í bili. Það er ekki eins fjölskylduvænt. Hér er æft einu sinni á dag og tíma sem er aðeins kristilegri,“ sagði Björgvin Páll í samtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni í gær. Björgvin Páll er nýbúinn að eignast tvíbura og segir Skjern haldi vel utan um fjölskyldur leikmanna liðsins. „Fyrsta símtalið var þannig að þeir vildu fá mig og fjölskylduna til Skjern, ekki bara mig. Það hljómaði rosalega vel. Þeir eru tilbúnir að gera allt fyrir mann. Svo er þetta frábært lið sem er efst í Danmörku sem stendur. Þetta er mjög spennandi verkefni sem verður geggjað að taka þátt í,“ sagði Björgvin Páll. Lið Skjern er afar vel mannað. Þar má m.a. finna leikmenn á borð við Anders Eggert, Kasper Søndergaard og Bjarte Myrhol. Næsta sumar kemur svo Thomas Mogensen frá Flensburg. Félagið leggur mikið upp úr góðu vinnuumhverfi og þægilegu andrúmslofti. „Þetta snýst ekki endilega um álagið, heldur hvernig hlutirnir eru gerðir. Skjern vinnur markvisst að því að vera besti vinnustaður í Danmörku. Ef leikir tapast er ekki æft 2-3 daginn eftir, heldur vandamálið krufið. Þetta er mannlegra en í Þýskalandi og aðeins líkara því sem maður þekkir á Íslandi,“ sagði Björgvin Páll. Markvörðurinn öflugi var ekki leitast eftir því að komast aftur út í atvinnumennsku, heldur kom tækifærið óvænt upp í hendurnar á honum. „Ég var alls ekki að leitast eftir þessu. Ég var búinn að fá 4-5 fyrirspurnir síðustu mánuði sem ég henti frá mér. Svo kom Skjern upp og það er félag sem ég hef horft til síðustu ár,“ sagði Björgvin Páll. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan.
Handbolti Olís-deild karla Tengdar fréttir Geir búinn að velja 16 manna hóp fyrir EM | Ágúst Elí tekur sæti Arons Rafns Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson fer ekki til Króatíu í janúar. 15. desember 2017 16:00 Björgvin Páll á leið til Danmerkur Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson er búinn að semja við danska úrvalsdeildarfélagið Skjern. 20. desember 2017 16:27 Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Haukar 30-29 | Hvít jól í Hafnarfirði Mark á lokasekúndum leiksins tryggði FH sigur í Hafnarfjarðarslag FH og Hauka í Olís deild karla. FH-ingar sitja á toppnum um jólin og eiga montréttinn í Hafnarfirðinum. 18. desember 2017 22:30 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Geir búinn að velja 16 manna hóp fyrir EM | Ágúst Elí tekur sæti Arons Rafns Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson fer ekki til Króatíu í janúar. 15. desember 2017 16:00
Björgvin Páll á leið til Danmerkur Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson er búinn að semja við danska úrvalsdeildarfélagið Skjern. 20. desember 2017 16:27
Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Haukar 30-29 | Hvít jól í Hafnarfirði Mark á lokasekúndum leiksins tryggði FH sigur í Hafnarfjarðarslag FH og Hauka í Olís deild karla. FH-ingar sitja á toppnum um jólin og eiga montréttinn í Hafnarfirðinum. 18. desember 2017 22:30