Leita að fólki til að prófa nýjan íslenskan leik Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2017 14:15 Spilarar In Death þurfa að berjast í gegnum umhverfi á milli himins og heljar eftir að guðirnir hverfa. Sólfar Íslenska leikjafyrirtækið Sólfar leitar nú að fólki til að prófa nýjasta leik fyrirtækisins í sýndarveruleika, In Death. Leikurinn mun gerast í guðalausu eftirlífi þar sem himnaríki hefur verið yfirgefið. Spilarar þurfa að beita boga og berjast við hin ýmsu skrímsli. Spilarar In Death þurfa að berjast í gegnum umhverfi á milli himins og heljar eftir að guðirnir hverfa. Afhjúpa þarf leyndardóma heimsins hægt og rólega. Hver spilun er öðruvísi þar sem heimurinn er skapaður af handahófi. Þá er ekkert hægt að vista leikinn og hann varir bara eitt líf. Leikurinn fylgist þó með því hvað spilarar hafa áorkað í spilun sinni og byrja að fá betri og betri búnað til að takast á við óvini sína. „Við erum mjög ánægð með fyrstu viðbrögð. Fólk virðist spennt fyrir leiknum,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, einn af stofnendum Sólfars í samtali við Vísi. Fyrirtækið birti á dögunum stiklu fyrir In Death sem sjá má hér.Þeir sem hafa áhuga á að prófa leikinn og eiga HTC Vive eða Oculus Rift sýndarveruleikakerfi, geta sótt um aðgang að betunni á vef Sólfars. Prófanir munu standa yfir eitthvað fram á næsta ár og stendur til að halda þá þróun áfram og gefa In Death út seinna á árinu. Þorsteinn segir In Death vera fyrstu persónu skotleik sem tilheyri undirflokknum Roguelite. Sólfar var fyrst stofnað fyrir um þremur árum síðan af Þorsteini, Kjartani Pierre og Reyni Harðarsyni og fyrsta verk þeirra var Everest VR í samstarfi við RVX. In Death er fyrsti leikur Sólfars. „Við erum allir upprunalega úr leikjageiranum og þetta stendur okkur næst. Að koma með leik sem við höldum að höfði vel til fólks sem eru hardcore gamerar, sem er stærsti hluti þeirra sem hafa keypt sér sýndarveruleikabúnað á síðustu tveimur árum. Við erum spenntir að koma leiknum í loftið og sjá viðbrögðin frá spilurum.“ Leikjavísir Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni Fleiri fréttir PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Íslenska leikjafyrirtækið Sólfar leitar nú að fólki til að prófa nýjasta leik fyrirtækisins í sýndarveruleika, In Death. Leikurinn mun gerast í guðalausu eftirlífi þar sem himnaríki hefur verið yfirgefið. Spilarar þurfa að beita boga og berjast við hin ýmsu skrímsli. Spilarar In Death þurfa að berjast í gegnum umhverfi á milli himins og heljar eftir að guðirnir hverfa. Afhjúpa þarf leyndardóma heimsins hægt og rólega. Hver spilun er öðruvísi þar sem heimurinn er skapaður af handahófi. Þá er ekkert hægt að vista leikinn og hann varir bara eitt líf. Leikurinn fylgist þó með því hvað spilarar hafa áorkað í spilun sinni og byrja að fá betri og betri búnað til að takast á við óvini sína. „Við erum mjög ánægð með fyrstu viðbrögð. Fólk virðist spennt fyrir leiknum,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, einn af stofnendum Sólfars í samtali við Vísi. Fyrirtækið birti á dögunum stiklu fyrir In Death sem sjá má hér.Þeir sem hafa áhuga á að prófa leikinn og eiga HTC Vive eða Oculus Rift sýndarveruleikakerfi, geta sótt um aðgang að betunni á vef Sólfars. Prófanir munu standa yfir eitthvað fram á næsta ár og stendur til að halda þá þróun áfram og gefa In Death út seinna á árinu. Þorsteinn segir In Death vera fyrstu persónu skotleik sem tilheyri undirflokknum Roguelite. Sólfar var fyrst stofnað fyrir um þremur árum síðan af Þorsteini, Kjartani Pierre og Reyni Harðarsyni og fyrsta verk þeirra var Everest VR í samstarfi við RVX. In Death er fyrsti leikur Sólfars. „Við erum allir upprunalega úr leikjageiranum og þetta stendur okkur næst. Að koma með leik sem við höldum að höfði vel til fólks sem eru hardcore gamerar, sem er stærsti hluti þeirra sem hafa keypt sér sýndarveruleikabúnað á síðustu tveimur árum. Við erum spenntir að koma leiknum í loftið og sjá viðbrögðin frá spilurum.“
Leikjavísir Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni Fleiri fréttir PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið