Friðarjól María Bjarnadóttir skrifar 22. desember 2017 07:00 Mér finnst óskin um frið og farsæld sú allra fallegasta. Ég reyni að hafa hana með á þeim jólakortum sem þó tekst að senda af heimilinu og sendi hana af heilum hug. Ég vildi óska þess að við ættum öll frið; bæði í hjartanu og gagnvart öðru fólki, aðstæðum og reynslu okkar. Það væri líka óskandi að ósk um alheimsfrið væri ekki álitin óraunhæf vænting fegurðardrottninga, heldur markmið sem þjóðir heims gætu sameinast um. Þó að það hafi oft reynt á íslenska þjóð höfum við ekki staðið í stríði og átökum með sama hætti og mörg önnur ríki. Okkar borgarastyrjaldir voru háðar á tíma fornsagna og þrátt fyrir vasklega framgöngu Landhelgisgæslunnar gegn breskum veiðiþjófum verður Þorskastríðið seint talið með helstu hernaðarátökum heimssögunnar. Herleysið hér gerir það að verkum að það hangir ekki yfir íslensku samfélagi ótti um að unga fólkið verði sent í átök til að drepa og hugsanlega deyja fyrir málstað sem það tengir missterkt við. Það gerir það líka að verkum að okkar sameiginlegu sjóðir fara ekki í að byggja upp kerfi og innviði sem mótast af hernaði og átökum. Friður er undirstaða hagsældar. Þó svo að stjórnvöld taki þátt í að fjármagna starfsemi NATO, hefur það allt önnur áhrif á samfélagsgerðina en að reka her. Friðurinn hér er þó hvorki lögmál né ótakmörkuð náttúruauðlind. Hann er brothættur og það þarf að gæta hans. Í þeim efnum er, eins og með svo margt annað, oft gott að byrja hjá sjálfum sér. Ég tek því undir með Pálma Gunnarssyni, óska illsku og hatri burt og vona innilega að það sé inn með gleði og frið hjá okkur öllum. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Mér finnst óskin um frið og farsæld sú allra fallegasta. Ég reyni að hafa hana með á þeim jólakortum sem þó tekst að senda af heimilinu og sendi hana af heilum hug. Ég vildi óska þess að við ættum öll frið; bæði í hjartanu og gagnvart öðru fólki, aðstæðum og reynslu okkar. Það væri líka óskandi að ósk um alheimsfrið væri ekki álitin óraunhæf vænting fegurðardrottninga, heldur markmið sem þjóðir heims gætu sameinast um. Þó að það hafi oft reynt á íslenska þjóð höfum við ekki staðið í stríði og átökum með sama hætti og mörg önnur ríki. Okkar borgarastyrjaldir voru háðar á tíma fornsagna og þrátt fyrir vasklega framgöngu Landhelgisgæslunnar gegn breskum veiðiþjófum verður Þorskastríðið seint talið með helstu hernaðarátökum heimssögunnar. Herleysið hér gerir það að verkum að það hangir ekki yfir íslensku samfélagi ótti um að unga fólkið verði sent í átök til að drepa og hugsanlega deyja fyrir málstað sem það tengir missterkt við. Það gerir það líka að verkum að okkar sameiginlegu sjóðir fara ekki í að byggja upp kerfi og innviði sem mótast af hernaði og átökum. Friður er undirstaða hagsældar. Þó svo að stjórnvöld taki þátt í að fjármagna starfsemi NATO, hefur það allt önnur áhrif á samfélagsgerðina en að reka her. Friðurinn hér er þó hvorki lögmál né ótakmörkuð náttúruauðlind. Hann er brothættur og það þarf að gæta hans. Í þeim efnum er, eins og með svo margt annað, oft gott að byrja hjá sjálfum sér. Ég tek því undir með Pálma Gunnarssyni, óska illsku og hatri burt og vona innilega að það sé inn með gleði og frið hjá okkur öllum. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun