Innlent

Stálheppinn Finni vann tíu milljarða í EuroJackpot

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sá heppni er ansi getspakur.
Sá heppni er ansi getspakur. Vísir/Getty
Fyrsti vinningur gekk út á föstudaginn langa í EuroJackpot en einn heppinn spilari var með allar fimm aðaltölur og báðar stjörnutölur réttar og hlýtur rúmlega tíu milljarða í sinn hlut.

Miðinn var keyptur í Vantaa í Finnlandi. Þá voru þrír með 2. vinning og hljóta hver um sig tæplega 97 milljónir. Miðarnir voru keyptir í Þýskalandi, Danmörku og Finnlandi.

Einn var með allar Jóker tölur réttar í réttri röð og hlýtur tvær milljónir í páskaglaðning. Miðinn var keyptur í 10-11, Fitjum í Reykjanesbæ. Þá var einn með 2. vinning og hlýtur 100 þúsund krónur og var sá miði keyptur í N1, Stórhjalla í Kópavogi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×