Bíó og sjónvarp

Charlie Murphy látinn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bræðurnir Eddie Murphy og Charlie Murphy.
Bræðurnir Eddie Murphy og Charlie Murphy. vísir/getty
Grínistinn Charlie Murphy, eldri bróðir grínistans Eddie Murphy, er látinn, 57 ára að aldri. Talsmaður Murphy staðfesti við fjölmiðla að hann hefði látist í dag en dánarorsökin var hvítblæði.

Murphy var ein af stjörnum grínþáttarins Chappelle‘s Show sem frumsýndur var í janúar 2003 en alls voru framleiddar þrjár þáttaraðir. Murphy birtist reyndar fyrst á skjánum í Harlem Nights, sem bróðir hans Eddie leikstýrði, árið 1989 og í kjölfarið fékk hann hlutverk í myndum Spike Lee, Mo‘ Better Blues og Jungle Fever.

Þá tók Murphy þátt í að skrifa handritið að myndinni Vampire in Brooklyn, sem Eddie leikstýrði einnig, og þá lék hann í mynd Ice Cube, The Player‘s Club árið 1998.

Á meðal þeirra sem minnast Murphy á Twitter eru Neal Brennan úr Chappelle‘s Show og grínistinn Chris Rock.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.