Hið illa og hið aflokna Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. apríl 2017 07:00 Mig langar að tala aðeins um orðatiltæki. Einn tiltekinn málshátt sem er mér hugleikinn og ég vona að sem flest ykkar fái í páskaeggi. Illu er best aflokið. Ég hef nefnilega þurft að takast á við alls konar kvíðvænleg verkefni upp á síðkastið. Í síðustu viku mætti ég til dæmis löðrandi sveitt og skjálfandi í leghálsskoðun. Ég var búin að fresta tímanum tvisvar og var að íhuga að gera það í þriðja skipti. Ég held mig hafi aldrei langað jafn ofsalega lítið að boða komu mína á nokkurn stað. Það eina sem ég þurfti svo að gera var að klæða mig í pastelbleikan slopp, valhoppa berrössuð inn til vinalegs hjúkrunarfræðings, glenna mig svolítið í sundur og svo, PLONK, fjórum mínútum síðar var ég komin út. Þessu illa, því var aflokið. Eftir á að hyggja var þetta svo stórkostlega lítið mál að það er eiginlega hlægilegt. Og léttirinn sem fylgdi í kjölfarið, þegar stöngullinn með gúmmíbursta á endanum nam ekki lengur við leghálsinn, var guðdómlegur. Málið er sko, held ég, að þetta asnalega sem við höfum áhyggjur af og gerum að risastóru skrímsli í huganum áður en við förum að sofa á kvöldin – þetta er oftast bara smotterí. Það versta við leghálsskoðun eða að flytja einhverjum erfið tíðindi eða að taka skot af grænum heilsusafa sem svíður í hálsinn er hreinlega aðdragandinn. Og hann búum við til sjálf. Illu er best aflokið. Og svo er það ekki einu sinni neitt sérstaklega illt. Kannski meira að segja bara frekar fínt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Ólafsfjörður og Dalvík: Kraftaverk að enginn hafi látið lífið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Sérfræðingar í vonlausum aðstæðum Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar. Takið eftir Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun Að deyja fyrir að vera öðruvísi Arna Magnea Danks Skoðun Fólkið sem Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn treystir ekki Ögmundur Jónasson Skoðun
Mig langar að tala aðeins um orðatiltæki. Einn tiltekinn málshátt sem er mér hugleikinn og ég vona að sem flest ykkar fái í páskaeggi. Illu er best aflokið. Ég hef nefnilega þurft að takast á við alls konar kvíðvænleg verkefni upp á síðkastið. Í síðustu viku mætti ég til dæmis löðrandi sveitt og skjálfandi í leghálsskoðun. Ég var búin að fresta tímanum tvisvar og var að íhuga að gera það í þriðja skipti. Ég held mig hafi aldrei langað jafn ofsalega lítið að boða komu mína á nokkurn stað. Það eina sem ég þurfti svo að gera var að klæða mig í pastelbleikan slopp, valhoppa berrössuð inn til vinalegs hjúkrunarfræðings, glenna mig svolítið í sundur og svo, PLONK, fjórum mínútum síðar var ég komin út. Þessu illa, því var aflokið. Eftir á að hyggja var þetta svo stórkostlega lítið mál að það er eiginlega hlægilegt. Og léttirinn sem fylgdi í kjölfarið, þegar stöngullinn með gúmmíbursta á endanum nam ekki lengur við leghálsinn, var guðdómlegur. Málið er sko, held ég, að þetta asnalega sem við höfum áhyggjur af og gerum að risastóru skrímsli í huganum áður en við förum að sofa á kvöldin – þetta er oftast bara smotterí. Það versta við leghálsskoðun eða að flytja einhverjum erfið tíðindi eða að taka skot af grænum heilsusafa sem svíður í hálsinn er hreinlega aðdragandinn. Og hann búum við til sjálf. Illu er best aflokið. Og svo er það ekki einu sinni neitt sérstaklega illt. Kannski meira að segja bara frekar fínt.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun