Kia með sölumet í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 1. ágúst 2017 11:32 Kia cee´d. Kia setti sölumet í Evrópu á fyrstu sex mánuðum ársins en alls seldi suður-kóreski bílaframleiðandinn 251.472 bíla í álfunni sem er 9,5% söluaukning frá sama tíma í fyrra. Kia hefur aldrei selt fleiri bíla í Evrópu á sex mánaða tímabili. Markaðshlutdeild Kia jókst úr 2,8% í 3% í Evrópu og hefur aldrei verið hærri. Hybrid og rafbílar voru 7,5% af heildarsölu Kia í Evrópu á fyrstu sex mánuðum ársins. ,,Söluaukning Kia hefur aukist þökk sé nýjum módelum sem hafa verið sett á markað á árinu og aukinni framleiðslu á bílum með rafmótor. Hinir nýju Rio og Picanto eru söluhæstir en Niro hefur einnig náð góðri sölu sem og Optima í öllum sínum útfærslum sem GT, Sportwagon og Plug-in Hybrid. Sala á rafbílum og Plug-in Hygbrid bílum jókst um 1% frá sama tíma í fyrra sem er mjög jákvætt. Þetta er í fyrsta skipti sem Kia selur meira en 250.000 bíla í Evrópu á sex mánaða tímabili og við erum að sjálfsögðu mjög ánægð og stolt með þann árangur," segir Michael Cole, framkvæmdastjóri hjá Kia Motors. Á Íslandi hefur Kia átt gríðargóðu gengi að fagna og á fyrstu sex mánuðum ársins seldi Askja, umboðsaðili Kia á Íslandi 1.576 Kia bifreiðar og var Kia með rúmlega 11% markaðshlutdeild. Mikil aukning hefur átt sér stað í sölu Kia á árinu og sérstaklega til einstaklinga og smærri fyrirtækja. Kia er önnur mest selda bíltegundin á Íslandi á þessu ári, eins og í fyrra. Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent
Kia setti sölumet í Evrópu á fyrstu sex mánuðum ársins en alls seldi suður-kóreski bílaframleiðandinn 251.472 bíla í álfunni sem er 9,5% söluaukning frá sama tíma í fyrra. Kia hefur aldrei selt fleiri bíla í Evrópu á sex mánaða tímabili. Markaðshlutdeild Kia jókst úr 2,8% í 3% í Evrópu og hefur aldrei verið hærri. Hybrid og rafbílar voru 7,5% af heildarsölu Kia í Evrópu á fyrstu sex mánuðum ársins. ,,Söluaukning Kia hefur aukist þökk sé nýjum módelum sem hafa verið sett á markað á árinu og aukinni framleiðslu á bílum með rafmótor. Hinir nýju Rio og Picanto eru söluhæstir en Niro hefur einnig náð góðri sölu sem og Optima í öllum sínum útfærslum sem GT, Sportwagon og Plug-in Hybrid. Sala á rafbílum og Plug-in Hygbrid bílum jókst um 1% frá sama tíma í fyrra sem er mjög jákvætt. Þetta er í fyrsta skipti sem Kia selur meira en 250.000 bíla í Evrópu á sex mánaða tímabili og við erum að sjálfsögðu mjög ánægð og stolt með þann árangur," segir Michael Cole, framkvæmdastjóri hjá Kia Motors. Á Íslandi hefur Kia átt gríðargóðu gengi að fagna og á fyrstu sex mánuðum ársins seldi Askja, umboðsaðili Kia á Íslandi 1.576 Kia bifreiðar og var Kia með rúmlega 11% markaðshlutdeild. Mikil aukning hefur átt sér stað í sölu Kia á árinu og sérstaklega til einstaklinga og smærri fyrirtækja. Kia er önnur mest selda bíltegundin á Íslandi á þessu ári, eins og í fyrra.
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent