Viðskipti innlent

Costco vill stækka bensínstöðina eins fljótt og hægt er

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Bensínstöð Costco hefur notið vinsælda.
Bensínstöð Costco hefur notið vinsælda. VÍSIR/EYÞÓR
Costco hefur farið þess á leit við Garðabæ að hún fái að stækka bensínstöð sína við Kauptún. Vilja forráðamenn verslunarinnar fjölga bensíndælunum um fjórar en fyrir eru 12 dælur. Yrði það því þriðjungsstækkun á stöðinni. RÚV greindi fyrst frá erindi verslunarinnar sem tekið var fyrir í bæjarráði Garðabæjar í dag.

Í erindinu kemur fram að samkvæmt deiliskipulagi Kauptúns frá því í fyrra er heimild fyrir fjórum dælueyjum með tveimur afgreiðslueiningum hver. Nú þegar á bensínstöðinni eru þrjár dælueyjar með tólf slöngum og vill verslunin fjölga þeim um fjórar í samræmi við fyrrnefnt deiliskipulag.

Sjá einnig: Costco lækkar olíuverð enn meira

„Bensínstöðin starfar nú þegar við hámarksgetu og myndi njóta góðs af fjórum dæluslöngum til viðbótar til að bæta umferðarflæði um svæðið,“ segir í erindinu og er óskað eftir því að afgreiðslu þess verði flýtt eins og kostur er.

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum að vísa erindi Costco til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Jafnframt verði tækni- og umhverfissviði falið að skoða möguleika á breikkun vegar við aðkomu að bensínstöð.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×